Archive

Android

Jæja, mér finnst ég hafa verið svo dramatískur, pólitískur og heilsusamlegur undanfarið að ég held að það sé klárlega kominn tími á einn nörda-síma-forrita-pistil. Fyrir nokkru síðan skrifaði ég pistil undir heitinu “Íslensk “Öpp””. Sá pistill var mjög Android miðaður, enda er ég Android maður eins og flestir vita. Nú eru liðnir sirka 4 mánuðir og fleiri forrit hafa bæst í hópinn. Einnig fæ ég reglulega fyrirspurnir hvort það séu ekki fleiri íslensk forrit og svo vísar Google fólki oft inn á síðuna mína þegar fólk er að leita sér að upplýsingum um íslensk forrit. Er Google Analytics ekki dásamlegt?

Sem fyrr eru QR kóðarnir bara fyrir Android en ég set hlekki sem vísa beint inn á viðkomandi forrit í hverja færslu sem við á.

Lumman

Lumman er forrit fyrir fótboltafíkla. Það er framleitt af sömu mönnum og hönnuðu Leggja.is forritið, Stokkur Software. Það er til í Android og er væntanlegt í iPhone á næstu vikum segja þeir. Forritið virkar þannig að það tekur nýjustu fótboltafréttirnar af helstu fréttasíðum landsins – Fotbolti.net, MBL.is, Visir.is, Sport.is – ásamt því að vera með úrslitaþjónustu beint í símann, þar sem m.a. er hægt að fylgjast með úrslitum í íslenska boltanum. Forritið er ókeypis og ég mæli hiklaust með að því sé hlaðið niðurÍslandsbanki
Fyrir skömmu setti Íslandsbanki nýjan farsímavef í loftið. Sá er mjög fullkominn og er sérstaklega góður fyrir snjallsíma. Það er hægt að skoða hann með því að fara inn á m.isb.is. Ég fór að sjálfsögðu á fullt og spurði Íslandsbanka á Twitter hvort það væru ekki einhverjar app pælingar í gangi hjá þeim. Ég fékk þau svör að vinna væri í gangi og viti menn, stuttu síðar fæ ég direct message frá þeim sem benti mér á forritið. Ég vil nýta þetta tækifæri til að þakka Íslandsbanka sérstaklega vel fyrir góða þjónustu. Forritið er frábært, lítið og létt og virkar alveg eins og heimabankinn þinn. Að sjálfsögðu verðurðu að vera í viðskiptum við bankann til að það nýtist þér en það er annað mál. Eina spurningamerkið sem ég set við það er hvernig þeir munu leysa öryggismálin þegar auðkennislyklarnir verða lagðir niður og rafrænu skilríkin tekin upp að fullu. Ætli forritið verði þá úrelt? En það er seinni tíma vandamál. iPhone forritið er einnig væntanlegt samkvæmt Twitternum þeirra.

Smáralind

Smáralind reið á vaðið með tilboðsforrit fyrir snjallsímanotendur. Þeir sem sækja forritið eiga kost á því að sækja sér afsláttartilboð sem þeir svo sýna þegar þeir versla viðkomandi vörur. Það verður að segjast að forritið er frekar hægt og ég reikna með að það taki frekar mikið gagnamagn þar sem það sækir myndir og annað á netið. En hugmyndin er mjög sniðug og ég vona innilega að þeir haldi áfram að uppfæra það og betrumbæta eftir því sem líður á. Það hefur strax stórbatnað miðað við hvernig það byrjaði. Það var hannað af auglýsinastofunni Ennemm og er til fyrir bæði iPhone og Android. iPhone forritið má sækja hér.

Bland.is
Fyrr á árinu fengu vefirnir Barnaland.is, ER.is, Dyraland.is og Bloggland.is yfirhalninu og voru allir sameinaðir í Bland.is. Þar að auki var búinn til farsímavefurinn m.bland.is og einnig smáforrit fyrir bæði iPhone og Android notendur. Fyrir þá sem ekki vita er Barnaland eða Bland eins og það heitir núna, vefur þar sem fólk skiptist á myndum, sögum og ráðum fyrir börnin sín. Einnig hefur myndast eitt öflugasta markaðstorg Íslands þar inni sem og sennilega virkasta spjallborð landsins. Fyrir þá sem vilja fylgjast með sínum þráðum, sérstaklega ef það er að selja eitthvað er náttúrulega tilvalið að fá sér forritið í símann! Sækja má Bland.is fyrir iPhone hér.

Locals recommend
Þetta forrit er mjög skemmtilegt þó það sé kannski ekki endilega hannað fyrir íslenskan markað. Í forritinu má finna samansafn af myndböndum þar sem heimamenn (locals) segja utanaðkomandi hvað þeir eiga að gera í Reykjavík. Hugmyndin er einföld og góð og byrjaði með Reykjavík en af heimasíðunni að dæma ætla þeir félagar svo sannarlega að færa út kvíarnar og mér sýnist Stokkhólmur, Peking og Bangkok vera næst á dagskrá. Ég mæli endilega með að þetta sé skoðað því það er aldrei að vita nema þú finnir einhvern falinn fjársjóð sem þú vissir ekki af. iPhone forritið má nálgast hér.

Enn og aftur er ég viss um að þetta sé ekki tæmandi listi því það er fullt af hlutum að gerast í íslenskri hugbúnaðarþróun. Endilega ef ég gleymdi einhverju eða það vantar einhverjar upplýsingar þá skulið þið skilja eftir athugasemd hér fyrir neðan nú eða senda mér skilaboð á Twitter.

Að lokum vil ég benda á fleiri góða sem eru að fjalla um snjallsíma og smáforrit. Í sumar hafa sprottið upp a.m.k. tvær heimasíður sem fjalla um þessi mál. Þær eru Radarinn og Símon.is. Einnig er hægt að elta þær Twitter með @Radarinn og @Simon_is. Það er ánægjulegt að sjá að einhver nennir að spá í þessu annar en ég!

Update: 18/08/11
iPhone appið fyrir Íslandsbanka er komið út. Það má nálgast það með því að skanna kóðann fyrir neðan.

Nú er ég búinn að vera tengdur inn á Google+ í rúma viku. Twitterinn logar af umræðum og það hefur myndast hið fínasta nördasamfélag þarna inni. Sökum anna hef ég ekki gefið mér gríðarlegan tíma í það að kynna mér hvað Plúsinn hefur upp á að bjóða en maður er svona að átta sig á þessu hægt og rólega.

Stutt yfirlit

Það fyrsta sem ég gerði var að sjálfsögðu að sækja mér forritið í símann. Þið þurfið að sækja það hér til hliðar þar sem það er aðeins í boði fyrir BNA inni á Android Market. Forritið er mjög stílhreint og fallegt, rosalega Google-legt á hvítum bakgrunni og ekkert verið að flækja hlutina. Það er búið að samræma spjallið (Google Talk) og mjög auðvelt að deila hlutum með vinum sínum. Einnig er núna tekið sjálfvirkt afrit af öllum myndum og myndböndum sem þú tekur á símann þinn. Það er þá komið beint í skýið og þú getur deilt með vinum þínum eins og þér hentar. Ég mæli eindregið með að þið breytið stillingum hjá ykkur kæru lesendur í að þessi afritun gangi einungis yfir WiFi því að annars munið þið sprengja gagnamagnið hjá ykkur og rafhlöðuna á núll einni (tala af reynslu).

Google+ fyrir Android

Vefviðmótið er einnig mjög fallegt og stílhreint, ennþá allavega. Fólksmassinn er ekki orðinn það mikill að spam-ið sé að gera vart við sig. Circles eða hringir er frábær nýjung. Þar velurðu með hverjum þú vilt deila hlutum. Þetta er mun betur útfært en t.d. Facebook Groups af því að t.d. Google+ er glænýtt, sem þýðir að þú getur flokkað vini þína frá byrjun. Með því að búa til huddle eða “hnapp” eins og ég ætla að kalla það, getur maður auðveldlega búið til hópspjall í hringjum hjá sér.

Erum við að tala um nýtt Facebook?

Ég var ekki hrifinn af þessu fyrst. Fannst tímasóun að vera að reyna að stela fólki frá Facebook þar sem allir eru. Facebook hefur náð á örfáum árum svo brjálaðri læsingu á fólk að það er ekki einu sinni fyndið. Allir elska Facebook en fólk elskar líka að hata Facebook. Ef þú ert ekki á Facebook er þér ekki boðið í partý – sönn saga

Geðþekka nördið Mark Zuckerberg

En þá sló það mig allt i einu. Google er ekki að reyna að gera nýtt Facebook. Þeir eru ekki að reyna að stela notendum frá risanum per se, heldur eru þeir að búa til nýttsamfélag. Ef þú spáir í þessari grein hér þá mun Blogger bráðum fá nýtt nafn – Google blogs – og Picasa á að fá nafnið Google photos og fyrir ekki svo löngu síðan var Google Videos hent út af netinu og leitarrisinn ætlar í staðinn að einbeita sér alfarið að YouTube.

Þegar þú spáir í öllum þessum vörum þá er greinilegt að læsingin sem Google hefur er líka svakaleg. Sem dæmi þá nota ég Gmail, Google Docs, YouTube, Android og Blogger – allt Google vörur. Ég sé Google+ sem frábæra tilraun hjá Google að veita notandanum yfirsýn yfir þær allar á einum stað og þannig búa til Google samfélag, allt undir einum hatti. Þeir munu aldrei slá Facebook út af vefnum, massinn er of stór, enda held ég að það sé engan vegin ætlunin.

Ef þú ert ekki ennþá viss með Google+ og finnst tilgangslaust að prófa þá skil ég það vel. En hugsaðu þér hvað þetta gerir gott fyrir þig sem Facebook notanda. Stærsti samkeppnisaðilinn var að rúlla út svakalegu trompi. Hvað gerir Facebook? Nú auðvitað rífur þetta risann upp á tærnar. Félagi Zuckerberg mun svo sannarlega ekki vilja láta Google skilja sig eftir í tækniþróun þannig hann mun setja af stað alls kyns vinnu á viðmótum og vörum sem gera Facebook að þægilegri miðli fyrir notandann. Samkeppni er af hinu góða af því að neytandinn – ég og þú – hagnast á því.

Og ef þú ert ekki ennþá sannfærð/-ur þá skaltu bara gefa þessu smá tíma. Þjónustan er ennþá bara með boðssniði, þ.e. núverandi notandi þarf að bjóða þér svo þú megir taka þátt. Þróunarvinnan er bara rétt að byrja og ég hef engar áhyggjur af því að þeir séu að fara að klúðra þessu. Allt er þegar þrennt er – Buzz – Wave – Plus!

Ef þú vilt prófa láttu mig þá vita og ég skal senda á þig boð.

Endum þetta á Google+ auglýsingunni. Alltaf gaman að auglýsingunum frá þeim.

Allir nota peninga. Svo ég vitni í Þorvald Gylfason: “Hagkerfið þarfnast peninga líkt og vél þarf smurningu. Peningalaust hagkerfi er eins og olíulaus vél: byrjar að hökta og bræðir síðan úr sér.” Ekkert dramatískt hjá karlinum, en allt í lagi með það.

55 dollara seðill frá 1779

Fyrstu myntkerfin sem vitað er um voru sett á legg í Lýdíu við Miðjarðarhaf um 700 f.k. Mynt þótti fullkomin til þess að tákna virði einhvers. Fólk þurfti ekki að stunda vöruskipti lengur heldur táknaði myntin eitthvað virði í raunheimum. Sá sem átti mikið af henni gat keypt sér mikil veraldleg gæði. Síðan þá hafa smápeningar verið notaðir sem gjaldmiðill í gegn um hagsöguna. Til dæmis fékk Júdas 30 silfurpeninga fyrir að færa Rómverjunum Jesú.

Fyrstu heimildir um pappírspeninga eru sagðar frá um árið 700 e.k. í Kína undir Tang og Song keisaraveldunum. Þá voru viðskipti orðin það algeng að kaupmönnum þótti þægilegra að fá uppáskrifað blað í stað stórra kerrufarma af kopar, þar sem auðveldara er að flytja pappírinn. Þó eðli þessara blaða hafi verið líkara ávísunum heldur en þúsundköllum sem við sjáum í dag þá var tilgangur þeirra sá sami, að búa til máta til að geyma fjármuni, án þess að þurfa að flytja þá í hestförmum.

Kreditkortin fóru að gera vart við sig um 1920, þó þau hafi ekki almennilega náð fótfestu fyrr en Diner’s Club gaf út sitt fyrsta kort árið 1950. Maður fór á veitingastað en þegar kom að því að borga þá uppgötvaði hann að hann hafði gleymt veskinu sínu. Uppfrá því fór hann að hugsa að það ætti að vera til eitthvað sem maður gæti notað í staðinn fyrir peninga, skildi maður lenda í því að vera veskislaus. Með tölvuvæðingunni sem kom seinna á öldinni fóru kortin að vera sífellt vinsælli og nú í dag greiða flestallir með debet- eða kreditkorti, enda eru reiðufé og smápeningar bara til trafala að mínu mati.

Í dag er komið að næsta stökki í því hvernig neytendur greiða fyrir vöru. Núna er hægt að nota símann sinn. Fólk gleymir veskinu sínu enn þann dag í dag en það er sjaldgjæft að það gleymi símanum sínum. Með snjallsímavæðingu heimsins er fólki síðan gert kleift að taka við greiðslum og borga fyrir vörur og þjónustur. Eins og staðan er í dag virðast tvær lausnir ætla að stinga af. Annars vegar eru kreditkortagreiðslur sem afgreiddar eru í gegn um farsímann og hitt er NFC eða “near field communication”.

Jack Dorsey er ögn svalari en Zuckerberg

Flottasta fyrirtækið í dag í kreditkortagreiðslum fyrir farsíma er sennilega Square. Maðurinn á bakvið Square er Jack Dorsey sem hefur verið minnst á áður. Ef þú skráir þig sem viðskiptavin hjá Square þá færðu kortalesara og forrit með þar sem þú getur rukkað í gegn um iPhone, iPad eða Android. Inneignin fer svo bara beint inn á bankareikning sem þú tilgreinir. Spáðu í því hvað þetta væri geðveikt fyrir fólk sem rukkar fyrir þjónustur, t.d. iðnaðarmenn, braskarar á Barnalandi, eða bara vinur þinn sem skuldar þér pening og er tregur að borga. Hann straujar bara kortið. Square hefur verið mjög vinsælt í Bandaríkjunum og sem dæmi gerði Apple einkasölusamning við það. Nú er hægt að kaupa kortalesara aðeins í Apple búðum. Að sjálfsögðu er aðeins hægt að nýta þjónustuna í Bandaríkjunum sem stendur og þeir gefa ekkert út um að þeir vilji færa sig út fyrir landsteinana að svo stöddu.

NFC er tækni sem er að ryðja sér til rúms. Nú þegar eru nokkur handtæki farin að vera með þennan möguleika t.d. Samsung Galaxy S II og Nexus S. Einnig benda allir orðrómar til þess að tæknin verði til staðar í nýja iSímanum. NFC er ekki bara notað til að borga en það getur líka verið notað til að deila upplýsingum milli NFC tækja svipað og infrared eða bluetooth hefur gert. 

Samsung Galaxy SII

Til þess að nýta sér tæknina þarf að bera síma með NFC tækni upp að öðru NFC tæki og þá munu upplýsingarnar deilast á milli. Til þess að nota það í stað debet eða kreditkorts þarf að vera búið að tengja reikninginn við þartilgert forrit sem þú sækir í símann þinn. Google hefur riðið á vaðið og býður fólki upp á Google Wallet. Þú getur auðveldlega tengt kreditkortið þitt eða PayPal aðganginn við Google Wallet og svo bara byrja að versla með símanum þínum. 

Því miður þarf þróun að eiga sér stað til þess að hægt sé að byrja byltinguna. Til að byrja með þurfa fleiri handtæki að styðja tæknina, svo þurfa fleiri notendur að kaupa handtækin og að lokum þurfa kaupmenn að tileinka sér þróunina og bjóða upp á þessa tækni við greiðslu. Þetta er nú þegar farið að birtast á markaðnum þannig ég hef engar áhyggjur af því að þetta muni ekki verða vinsælt eftir nokkur ár. Starbucks hefur til dæmis verið að prófa þessa tækni núna í 2 ár, enda eru þeir yfirleitt fljótir að tileinka sér nýjungar.

Endum þetta á Google Wallet auglýsingunni.

Það sem gerir snjallsíma og fólk með snjallsíma eins kúl og það er, að eigin sögn að minnsta kosti, er tískuorðið “social”. Nú “social” í þessari merkingu þýðir í raun að vera duglegur að deila hlutum, hvort sem það eru hlekkir á vefsíður, myndir, myndbönd eða skoðanir. Til þess að þessir hlutir sem maður deilir verði í raun “social” þurfa að springa út frá því umræður, fólk segir sínar skoðanir á því og deilir jafnvel áfram með vinum sínum.

Danilo Turk, forseti Slóveníu

Mér finnst rosalega skemmtilegt að geta deilt hlutum í rauntíma. Við virðumst öll hafa þessa þörf að láta fólk vita hvar við erum, hvað við erum að gera, hvaða skoðun við höfum á hinu og þessu og ekki er verra ef við getum látið myndir fylgja með. Þannig fékk ég kveðju frá Slóveníu á Twitter eftir að hafa hlaðið inn mynd af forseta Slóveníu, eftir að ég rakst á hann fyrir tilviljun í Háskóla Íslands.

Það er hægt að ræða það fram og aftur hvað það er að vera “social”, ég ætla svosem ekki að fara út í neinar rökræður varðandi það, mig langar einfaldlega til þess að hjálpa þér að geta deilt því sem þú ert að gera með vinum þínum og ættingjum.

Það þekkja langflestir, ef ekki allir, aðal leiðirnar, deila á Facebook, Twitter og YouTube. Flestir fullkomnari símar í dag hafa þennan möguleika, margir af þeim innbyggðan. Þess vegna ætla ég ekkert að fara nánar út í þá.

Justin.tv

Justin TV fyrir Android

Justin.Tv er síða þar sem fólk getur farið frítt inn og deilt myndböndum með öðru fólki. Hver er munurinn á því og YouTube? Streymi! Ég get streymt beint úr Android eða iPhone símanum mínum inn á Justin.TV síðuna mína og deilt linknum með vinum mínum sem eru ekki á staðnum. Segjum sem svo að þú sért á fótboltaleik hjá stráknum þínum en mamma hans komst ekki af því hún er veik heima. Þú rífur bara upp símann og streymir þessu beint yfir netið svo hún geti fengið að horfa á. Finnur Magnússon er maðurinn á bakvið Íslensk Samfélagsmiðlun hópinn á Facebook. Einu sinni í mánuði eru skipulagðir hittingar þar sem einhver snillingur á samfélagsmiðlum er fenginn til að segja frá árangri sínum. Hann hefur notað þessa tækni í iPhone 4 símanum sínum með góðri raun og þá hafa nördar heima í stofu fengið að vera með í gegn um netið. Hér fyrir neðan er eitt slíkt myndband.

Flickroid

Flickroid

Ég stofnaði Flickr síðu um daginn og prófaði nokkur forrit til að hlaða
inn myndum beint úr símanum þar sem ég á ekki myndavél. Eftir því sem ég komst næst þá var ekki til neitt opinbert forrit frá Flickr sem var bömmer fyrir mig. En sem betur fer eru nördar úti í heimi með sama vandamál, þannig eftir að hafa prófað nokkur forrit þá hef ég ákveðið að Flickroid sé þægilegast og einfaldast. Ég mæli með því.

Liveproject

Liveproject

Liveproject er nýtt íslenskt forrit sem gerir þér kleift að deila myndum af ákveðnum viðburðum. Það hefur meðal annars verið notað á AK Extreme hátíðinni fyrir norðan og á Reykjavík Fashion Festival. Ég gæti trúað því að það verði meira og meira notað eftir því sem líður á því þetta er rosalega sniðugt tól til þess að halda utan um allar myndir og myndbönd, sérstaklega fyrir þá sem halda viðburði.

iPhone!

Það eru örugglega margir sem halda að ég þoli ekki iPhone og Apple miðað við hversu mikið ég tala um Google og Android. Sú er alls ekki raunin. iPhone 4 er eitt af flottustu tækjunum á markaðinum og það er engin tilviljun að fólk bíður í röðum eftir nýjum vörum eins og iPad 2. Ég væri alveg til í að skipta yfir í iSímann til að prófa það líka. Mér finnst samt líklegt að geimveran yrði ofan á, en það er ómögulegt að segja til um 🙂

Social Cam fyrir Android

Allavega, þá eru líka til nokkur forrit sem hafa verið vinsæl í Apple nörda heiminum. Til að mynda hefur Instagram notið gífurlegra vinsælda. Það er mjög skemmtilegt forrit til þess að deila myndum með vinum þínum og einnig til þess að bæta auka “effectum” á myndina. Fyrir þá sem finnst gaman að deila myndböndum hefur Social Cam notið mikilla vinsælda. Social Cam er framleitt af snillingunum á bakvið Justin.TV sem við höfum nú þegar farið í. Social Cam er líka í boði fyrir Android.

Jæja hver eru skilaboðin í pistli dagsins? Vertu með almennilegan síma, taktu myndir og myndbönd og vertu “social”.

Ef einhver er með almennilega þýðingu á orðinu “social” má sá hinn sami endilega láta mig vita hér að neðan.

Jæja ég er að spá í að skemmta mér og ykkur með smá Android. Eitt létt og skemmtilegt með nokkrum basic forritum.

Battery indicator

Battery Indicator

Lítið og létt forrit sem sýnir nákvæma stöðu rafhlöðunnar. Myndin af rafhlöðunni getur verið misvísandi. Stundum sýnir hún að maður sé með 50% eftir en þá sýnir Battery Indicator manni að það eru í raun bara 30% þannig maður flýtir sér að hlaða símann. Pínulítið forrit sem tekur ekkert pláss en mjög þægilegt að hafa.


Angry Birds

Það er eiginlega kraftaverk að ég hafi ekki minnst á þennan brjálæðislega skemmitlega leik áður. Hann er alveg einstaklega einfaldur. Markmið leiksins er að hjálpa fuglunum að ná eggjunum sínum aftur frá gráðugu svínunum sem stálu þeim. Leikurinn hefur slegið í gegn og til dæmis hefur honum verið hlaðið niður yfir 50 milljón sinnum í Android Market! Það er hægt að fá hann bæði á Android og iPhone og hann er ókeypis. Höfundar leiksins hafa verið mjög sniðugir að nýta sér vinsældir leiksins og hafa látið búa til alls konar markaðsvörur eins og boli, tuskudýr og meira að segja borðspil! Einnig hafa þeir gefið út ýmsar útgáfur af leiknum, sú síðasta í samstarfi við Fox kvikmyndaframleiðandann í aðdraganda teiknimyndarinnar Rio. Síðast en ekki síst hef ég heimildir um það að Michael Bay ætli sér að gera mynd upp úr tölvuleiknum! Kannski ekki alveg en nokkrir félagar tóku sig saman og gerðu trailer að Angry Birds: The Movie!

Angry Birds

Leikurinn er frekar stór þannig ég mæli með að hann verði sóttur á þráðlausu neti (WiFi). Útgáfan sem er bakvið kóðann er sú upprunalega. En ef það er leitað að Angry Birds þá er hægt að finna hinar útgáfurnar eins og Angry Bird Rio og Angry Birds Seasons.

Shazam

Shazam

Shazam er forrit sem ALLIR verða að hafa. Það er svipað forritinu Track ID sem var mjög vinsælt í Sony Ericsson símum á sínum tíma, nema mun fullkomnara. Hefur þú ekki lent í því að heyra lag í útvarpinu sem þú fílar en veist ekki hvað heitir? Núna kveikirðu á Shazam, leyfir forritinu að hlusta á lagið og það finnur á í gegn um netið hvaða lag þetta er, með hvaða flytjanda og á hvaða plötu. Gagnagrunnurinn er risastór og þetta finnur langflest erlend lög. Þetta forrit er í boði fyrir Android, iPhone og meira að segja NOKIA!

Retro Camera

Retro Camera

Retro Camera er skemmtilegt forrit sem bætir við svona Polaroid effect á myndir sem þú tekur. Skemmtileg viðbót í símann þinn. Það eru reyndar nokkrir samkeppnisaðilar á retro camera markaðnum. Annað vinsælt svona forrit er Vignette, en þeir eru með milljón skrilljón stillingum. Ég fíla Retro Camera út af einfaldleikanum. Mæli með þessu! Smelli einni krúttlegri með til að klára þetta. Gleðilega páska!

Copyright @hhardarson

Augmented reality (skammstafað AR) er brjálæðislega töff fyrirbæri. Ætli þetta útleggist ekki best sem “viðbættur veruleiki” á okkar ylhýra móðurmáli. Með notkun tölvutækni er hægt að útvíkka veruleikann og gera hann skemmtilegri. Eins og þetta myndband hér fyrir neðan sýnir þá mættu englar á Victoria Station þann 5. mars á þessu ári. Látum myndirnar tala sínu máli.

Það er hægt að nota AR á margan hátt. Eins og staðan er í dag er það aðallega notað í svona “WOW-faktor”. En hvað gerist þegar við sameinum tvo af okkar uppáhalds hlutum: AR og QR-kóða? Svona fór þeir að því í Central Park. Herferðin var unnin undir nafninu World Park Campaign, þar sem QR kóðum var smellt út um allan garðin og fólk notaði svo snjallsímana sína til að taka þátt.

Talandi um snjallsíma, þá er til auðveld leið til þess að prófa AR í símanum sínum. Það þarf bara að sækja forritið Space InvadARs. Þetta er mjög einfaldur leikur sem gengur út á að vernda jörðina fyrir geimskipum. Það er hægt að skoða forritið hér (smelltu hérna til að fá QR kóða til skönnunar fyrir Android). Það þarf bara að opna forritið og beina myndavélinni að myndinni að neðan (einnig er hægt að nálgast stærri útgáfu hérna) og voilá, þú ert byrjaður að spila. Jörðin kemur fram í 3D og þú þarft að bjarga henni með því að drepa óvinveittu geimskipin.

Svona í lokin ætla ég að sýna eitt YouTube myndband í viðbót þar sem AR nýtur sín einna best. Þetta er forrit sem heitir Word Lens og er að mér best vitandi bara til fyrir iPhone. En þetta er samt uber cool að sjá og ég hlakka til þegar og ef þetta verður til fyrir fleiri tegundir. Ef einhver veit um fleiri vel heppnaðar útgáfur af AR má sá hinn sami endilega skilja eftir athugasemd hér fyrir neðan.

Fullt af fyrirtækjum hafa verið að nýta sér möguleikana sem snjallsímar bjóða upp á. Ég hef verið að spila Angry Birds og séð auglýsingar frá Símanum og Ring. Einnig eru einfaldari þjónustur til eins og bara t.d. að fá bíómiðann sendan með MMS á Midi.is. En svo virðist sem fólk og fyrirtæki sé að sjá hag sinn í því að búa til forrit fyrir sitt fyrirtæki sem við hér í nördaheimum teljum ekkert nema gott og blessað!

Já!

Snillingarnir hjá Já.is bjuggu til lítið en MJÖG SVO handhægt forrit. Það virkar þannig að ef einhver er að hringja í þig, og viðkomandi er ekki í símaskránni í símanum þínum, þá leitar forritið einfaldlega á Ja.is og athugar hvort það finnist ekki í hinni stóru þykku símaskrá. Þannig veistu alltaf hver er að hringja í þig! Forritið er mjög lítið og er í gangi í bakgrunni. Það er frítt að hala því niður en notkunin kostar 99 kr á mánuði, sem er greitt með símareikningi þínum. Aldrei þessu vant, þá virkar QR kóðinn fyrir alla síma, en vert er að taka fram að Já í símann virkar bara fyrir Android síma og Nokia síma með nýlegu Symbian stýrikerfi.

Bestu Lögin

Grapewire, í samstarfi við Símann, framleiddi skemmtilegt forrit fyrir jólin sem heitir Bestu Lögin. Það er samansafn af allskonar lagalistum, allt frá drum and bass til jazz frá Jónasi Sen. Fjölbreytnin þarna er það mikil að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Forritið er snilld og ég hvet alla til að prófa það! Það er frítt fyrir þá sem eru með áskrift að GSM eða interneti hjá Símanum. Það er líka hægt að hlusta á þessa tóna á http://bestulogin.siminn.is og ef menn hafa ekki tök á að nýta sér forritið er einnig hægt að hlusta á http://bestulogin.siminn.is/mobile. Reyndar er til annað alveg eins forrit sem heitir RING tónar! Þetta er sama forritið nema með öðru “skinni” yfir 🙂

Leggja.is

Hver kannast ekki við það að vera niðri í bæ og eiga ekki klink í stöðumælinn? Nú er það vandamál úr sögunni með tilkomu Leggja.is! Þú einfaldlega skráir þig inni á Leggja.is, hleður niður appinu og vandamálin eru úr sögunni. Borgar bara fyrir þann tíma sem þú notar og ef þú gleymir að logga þig út þá hættir alltaf að gjaldfærast klukkan 18:00 þegar gjaldskyldan fellur niður. Ekkert vesen lengur! Leggja.is er nú reyndar ekki nýtt af nálinni en fram til þessa hefurðu þurft að hringja í þjónustunúmer til að skrá bílinn í stæði. Nú er það úr sögunni. Þetta er í boði fyrir Android og mér skilst að það sé á leiðinni í iPhone.

Tonlist.is

Forritið sem þeir gerðu er mjög skemmtilegt fyrir þá sem eru með áskrift að því! Þar er hægt að hlusta á nær alla íslenska tónlist, nýja sem gamla. Ef þú ert sveitaballanörd (hóst ekki eins og ég by the way hóst) þá er þetta gullnáma fyrir þig!

Þetta er ekki tæmandi listi yfir íslensk forrit. Það er til forrit frá Bland.is og svo eru fleiri forrit í bígerð sem ég hef heyrt um, til dæmis tónlistarforrit frá Gogoyoko og leikir frá Gogogic. Að lokum þarf maður að sjálfsögðu að vera með íslenska stafi í símanum! QR kóðinn fyrir neðan vísar á forritið fyrir það. Over and out!

Íslenskt lyklaborð

13/08/11 Viðbót – Ég vil einnig vekja athygli á nýjum pistli – Íslensk “Öpp” pt deux