Archive

Monthly Archives: February 2012

Hér er grein eftir mig sem birtist í Mágusartíðindum skólaárið 2011/12. Mágusartíðindi eru gefin út á hverju ári af grunnnemum í viðskiptafræði við HÍ. Blaðið er hið glæsilegasta og margt áhugavert þar að finna. Þú getur nálgast það hér.


Hvað á maður eiginlega að vera að lesa?

Ert þú einn af þeim sem hefur virkilegan áhuga á því sem þú ert að læra og myndir vilja lesa þér meira til? Ertu kannski að fara að stofna fyrirtæki og vilt læra betur hvernig á að koma sér á framfæri? Eða ertu kannski að leita þér að frekari heimildum fyrir BS ritgerðina? Finnst þér kannski bara gaman að lesa? Hér eru nokkrar bækur sem gætu komið þér á sporið. Allir eftirfarandi titlar eru fáanlegir á Amazon.com, í kilju eða rafbókarformi. Einnig er hægt að fá suma þeirra sem hljóðbók.

A Random Walk Down Wall Street

Höfundur: Henning Malkiel – Prófessor við Princeton háskólann í Bandaríkjunum

Af hverju áttu að lesa hana? Malkiel fer í gegn um sögu hlutabréfa-markaðarins og fer yfir allar bólurnar í efnahagssögu heimsins. Hann segir að maður eigi að fjárfesta í virði, ekki skýjaborgum og horfa til fyrirtækja með rekstur á traustum grunni, ekki til loforða um himinháar fjárhæðir sem svo aldrei skila sér. Malkiel notar dæmi frá Bandaríkjunum sem sýna að sagan endurtekur sig alltaf, sama hversu margar kenningar og módel spretta fram. Fyrsta útgáfan kom út árið 1973 og hún hefur því staðist tímans tönn, enda eiga kenningar Malkiels eins vel við í dag og þá.

Sjá á Amazon.

The New Rules of PR and Marketing

Höfundur: David Meerman Scott rithöfundur

Af hverju áttu að lesa hana? Markaðsfræðin sem kennd er í HÍ miðar því miður allt of lítið að því hvernig á að nota netið. New Rules kennir þér á mannamáli hvernig þú átt að ná athygli neytandans á netinu. Farið er yfir hvernig þú getur notað bloggsíður, samfélagsmiðla, leitarvélabestun og fleiri nýmiðla til að ná til hugsanlegra kaupenda. Hann fer yfir hvernig heimasíður eiga að vera uppbyggðar og notar skemmtilegar dæmisögur. Ef þú vilt ná árangri í markaðssetningu í dag þarftu að ná tökum á hefðbundnum miðlum eins og sjónvarpi og dagblöðum en líka rafrænni markaðssetningu. Þessi bók er frábær byrjun fyrir þá sem eru að þreifa sig áfram í markaðssetningu á netinu.

Sjá á Amazon.

Losing My Virginity

Höfundur: Richard Branson milljarðamæringur

Af hverju áttu að lesa hana? Richard Branson fór aldrei í háskóla en er samt einn ríkasti maður veraldar. Hann á eyju, plötuútgáfu, flugfélag, geimflugfélag, farskiptafyrirtæki og svo áfram mætti lengi telja. Branson er fyrirmynd þeirra sem vilja gera eitthvað sjálfir en hafa ekkert fyrir sér nema dugnað og vilja. Þessi bók er mjög skemmtileg, skrifuð af milljarðamæringnum sjálfum og gefur skemmtilega innsýn inn í líf þessa nettgeðveika manns. Hann fjallar um viðskiptasigra, vonbrigði og samskipti við stjörnurnar. Einnig gefur hann innsýn inn í hvaða áhrif peningar geta haft á vináttu og ástarsambönd. Klárlega bók fyrir alla viðskiptafræðinema.

Sjá á Amazon.

Predictably Irrational

Höfundur: Dan Ariely prófessor

Af hverju áttu að lesa hana? Hefurðu heyrt hugtakið „atferlishagfræði“ (e. Behavioral economics). Hvort sem svarið er já eða nei þá þarftu að lesa þessa bók. Dan Ariely er prófessor við MIT háskólann í Boston. Hann hefur frá unglingsaldri haft rosalegan áhuga á hegðun fólks, hvað mótar hugmyndir þess og hvernig við hugsum. Hann hefur gert fjöldan allan af rannsóknum til að styðja við kenningar sínar og er með virtari fræðimönnum í atferlishagfræði. Það merkilega er hvernig hann nálgast viðfangsefni sín út frá félagsfræðilegum forsendum og sálfræði, frekar en tölulegum upplýsingum. Viltu vita af hverju þú keyptir öll þessi föt sem þú notar ekki , bara vegna þess þau voru á útsölu? Lestu þá þessa.

Sjá á Amazon.

Tipping Point: How little things Make a Big Difference

Höfundur: Malcolm Gladwell markaðsgúrú

Af hverju áttu að lesa hana? Malcolm Gladwell hefur frábæra innsýn og þekkingu á markaðsmálum. Það fyndna er að hann er blaðamaður og rithöfundur, ekki markaðsstjóri eða ráðgjafi. Hann hefur skrifað fjölda greina, leikstýrt heimildarmynd og talað á TED ráðstefnunum – og í öllum tilvikum er umræðuefnið markaðsmál. Tipping Point fjallar um hvernig hlutir verða vinsælir, hvort sem það eru hugmyndir eða klæðaburður. Hann notar sömu nálgun til þess að útskýra velgengni Converse skóna og til að útskýra minnkandi glæpafaraldur í New York. Og það fáránlega er að kenningin gengur upp! Bókin er stutt og laggóð og notar dæmisögur til að styðjast við.

Sjá á Amazon.

VIÐBÓT
Ég hef skrifað áður um allar þessar bækur nema Tipping Point. Sjá færslurnar Fólk er fífl, The New Rules of PR and Marketing, Losing My Virginity og Sjálfbærni í fjárfestingum.

José Miguel Sokoloff

Föstudaginn 24. febrúar eyddi ég heilum degi á ráðstefnu á vegum ÍMARK. Þessi ráðstefna er árlegur viðburður og er kallaður Íslenski markaðsdagurinn. Það voru 5 erlendir fyrirlesarar sem komu og héldu erindi, flestir mjög góðir en það var einn sem stóð upp úr og skildi mest eftir sig.

José Miguel Sokoloff er stjórnarformaður Lowe SSP3, næst stærstu auglýsingastofu Kólumbíu. Hans fólk hefur verið að vinna fyrir varnarmálaráðuneyti landsins við það að reyna að fá skæruliða í frumskóginum til að afvopnast. Skilaboðin í auglýsingunum eru “Leggið niður vopnin og komiði heim. Fjölskyldan bíður eftir ykkur.”

Kólumbía hefur lengi verið í stríði við sjálfa sig. Landið var fyrst spænsk nýlenda en fékk sjálfstæði eftir mikla baráttu 1810 og varð þar með fyrsta landið í Suður Ameríku sem setti sér stjórnarskrá. En lífið var ekki dans á rósum eftir að stjórnarskráin kom og hefur saga landsins verið blóði drifin í yfir 100 ár. Fyrst geysaði borgarastyrjöld, svo stjórnuðu glæpahringir landinu og síðustu 2 áratugir hafa einkennst af baráttu við skæruliðahópa (e. guerrillas) sem telja sig vera að berjast fyrir réttindum fátækra.

Skæruliðunum hefur fækkað töluvert síðustu ár og nokkur árangur hefur náðst í baráttunni. Sem dæmi var fyrrverandi skæruliðinn Gustavo Petro kosinn borgarstjóri í höfuðborinni Bogotá á síðasta ári. Samt búa ennþá nokkur þúsund manns í frumskóginum og berjast fyrir sínum málstað. Það er búið að reyna að semja beint, fá milligöngumann til að semja og það er búið að þrýsta á skæruliðana með hernaðaraðgerðum. Ráðþrota snéri varnarmálaráðuneytið sér til José og félaga hvort hægt væri að finna nýja leið til að tala við skæruliðana og fá þá til að leggja niður vopnin. Þetta var afraksturinn.

Operacíon Navidad (e. Operation Christmas)

Hugmyndin er semsagt að auglýsingastofan og herinn tóku höndum saman og fluttu jólin út í frumskóginn. Risastórt tré var þakið jólaljósum og í kringum það voru hreyfiskynjarar sem ollu því að tréð lýstist upp þegar skæruliðarnir gengu framhjá og sýndu skilaboðin “Ef við getum komið með jólin inn í frumskóginn getið þið komið heim. Afvopnist.” Þetta var endurtekið á 9 öðrum stöðum um landið. Árangurinn: 30% aukning í uppgjöfum af hendi skæruliðanna.

En þá var ekki tími til að hætta. Ríkisstjórnin nýtti sér þennan meðbyr til að gera fleiri auglýsingar, flestar í útvarpi og fengu fyrrverandi skæruliða með sér í lið. Það voru tekin upp viðtöl sem voru spiluð í útvarpi á tíðnum sem náðu til skæruliðanna. Sögur af fólki sem hafði náð að flýja, því lífið er víst enginn dans á rósum fyrir óbreyttan uppreisnarhermann í frumskóginum. Flestir þurfa að flýja og eiga á hættu að vera refsað eða drepnir ef þeir nást af félögum sínum. Þetta hernaðarbrölt er fjármagnað með mannránum og lausnargjöldum.

Þessar sögur voru svo nýttar til að hjálpa till sem og sögur frá fórnarlömbum sem höfðu verið í haldi mannræningja. Hér er stjórnmálamaðurinn Sigifredo López að koma aftur heim eftir að hafa verið haldið föngnum. Þessu var semsagt hent í sjónvarpsauglýsingu með yfirskriftinni “Þú getur látið þessi augnablik gerast”.

Nú var fólk farið að taka eftir þessu. Þúsundir manna lögðust á eitt og héldu mótmælagöngur til að mótmæla áframhaldandi stríði. Fólk er komið með nóg, það þráir frið. Juan Manuel Santos, forseti Kólumbíu lét hafa eftir sér í fjölmiðlum: “Það er ekki bara ríkisstjórnin sem kallar eftir friði, heldur öll Kólumbía.”

Operacíon Ríos de Luz (e. Operation Rivers of Light)

Fyrir síðustu jól tók þjóðin svo þátt. Farið var um alla Kólumbíu og safnað saman kveðjum, litlum munum, ljóðum, gjöfum, óskum og heimboðum. Þessu var öllu skellt í litlar kúlur sem var svo farið með inn í frumskóginn. Forsetinn sjálfur fór inn í frumskóginn til að skila sinni kveðju. Skæruliðarnir nota stór fljót til að komast á milli og því var tilvalið að fleyta þeim þar. Þegar dimma tók lýstu svo allar kúlurnar þannig árnar lýstu upp allan frumskóginn og vísaði skæruliðinum leiðina heim.

Þetta finnst mér rosalega fallegt. Það er gaman að sjá hvernig hægt er að nota auglýsingar til að gera gott og til að breyta jafnvel heiminum. Það var áhrifaríkt að hlusta á José Sokoloff segja frá þessu. Honum var mikið niðri fyrir og það lá við að hann væri klökkur í lokin. Það féllu nokkur tár í salnum á meðan kynningunni stóð og hann fékk dynjandi lófaklapp í lokin. Operation Christmas herferðin hefur unnið fjölda verðlauna og fengið verðskuldaða athygli út um allan heim. Sem dæmi horfðu 60 þúsund manns á myndbandið fyrstu 2 dagana.

Þessi saga snerti mig það mikið að ég ákvað að segja hana til hinna sem ekki voru á staðnum. Vonandi að þið hafið haft jafn gaman af þessu og ég.

Hefurðu einhverntíman velt fyrir þér hvaðan þessi upphrópun kemur?

Flestar hagfræðikenningar gera ráð fyrir að neytandinn sé skynsamur, þ.e. að hann taki ákvarðanir hverju sinni eftir að hafa vegið og metið alla mögulega kosti. Endanlegt val hans fer svo eftir smekk hans. Auðvitað eru til allskonar hagfræðikenningar en þessar voru kenndar í því grunnnámi sem ég lærði.

En er þetta raunin? Þekkirðu einhvern sem er skynsamur alltaf? Er fólk kannski fífl?

Við gerum hluti sem við sjáum eftir, segjum hluti sem við meinum ekki og trúum oft hlutum þó við vitum að þeir séu ósannir. Af hverju borgum við 20% hærra verð fyrir Coca Cola en Pepsi? Af hverju kjósum við Sjálfstæðisflokkinn 20 kosningar í röð? Og af hverju hefur orðið “tilboð” þessi rosalegu áhrif á kauphegðun okkar?

Þegar þú ert að velta því fyrir þér hvort neytendur séu yfir höfuð skynsamir (e. rational) vil ég að þú hugsir sérstaklega til uppgangsáranna frá 2000 til 2008 þegar peningarflæddu inn í íslenskt efnahagslíf og uppsveiflan virtist aldrei ætla að hætta. Þangað til í október 2008, þegar við vorum rifin harkalega niður á jörðina. Eftir á að hyggja, er skynsamt að veðsetja skuldlaust hús til að kaupa hlutabréf í banka? Er eðlilegt að halda að Íslendingar, sem höfðu mjög litla reynslu af alþjóðafjármálum, væri betra peningafólk en aðrar þjóðir af því við erum svo dugleg? Dæmin eru mýmörg þar sem fólk virðist hreinlega ekki hafa verið með réttu ráði – þ.e. hegðaði sér óskynsamlega.

Ég er engin undantekning frá þessu enda hef ég gert nokkur heimskupörin í gegn um ævina eins og við öll. En ég hef reynt að spá aðeins meira í þeim ákvörðunum sem ég tek eftir að ég hlustaði á bókina Predictably Irrational eftir Dan Ariely.

Dan Ariely er einn helsti sérfræðingur í atferlishagfræði í heiminum. Hann er fæddur í Ísrael og kennir við Duke háskólann í Bandaríkjunum. Þegar hann var unglingur lenti hann í skelfilegu slysi þar sem 70% af líkamanum brenndist mjög illa. Sjálfur segir hann frá því að áhugi hans á að fylgjast með fólki og hegðun þess hafi komið frá því að hann lá á sjúkrabeðinu, enda hafði hann nægan tíma til að hugleiða hugmyndir sínar.

Predictably Irrational kom út árið 2008. Hún hefur verið þýdd yfir á tæplega 30 tungumál og er ein af mínum uppáhaldsbókum um viðskipti og hagfræði. Í bókinni notast Ariely við tilraunir til að prófa áfram hinar ýmsu tilgátur. Hann fer yfir afslætti og tilboð og hvaða áhrif þessi orð hafa á neytandann. Við réttlætum oft allt of dýr kaup vegna þess að varan er á afslætti. Kannast einhver við það?

Hér eru tvær dæmisögur úr bókinni:

Veistu af hverju það eru alltaf a.m.k. 3 stærðir af öllu? Lítil, miðstærð og stór? Vegna þess að þetta snýst allt um hlutfallslegan mismun. Ef þú ert bara með litla og stóra gos í boði, á meirihluti fólks eftir að kaupa lítið gos, enda er svo mikill munur á litlu og stóru. En ef þú ert með miðstærðina þar á milli, eru allar líkur á að þú seljir mest af henni, enda langar fólki í aðeins meira gos, en er ekki alveg tilbúið í stærsta glasið. Þannig stýrirðu fólki í að kaupa aðeins dýrari vöru.

Tekur þú penna í vinnunni hjá þér með heim? Finnst þér það ekki allt í lagi? Fyrirtækið á fullt af pennum og enginn tekur eftir því. En myndirðu taka 50 kall úr búðarkassanum? Hver er munurinn? Svo virðist sem fólk sé gjarnara til að stela ef það er búið að taka hlutinn 1 skrefi frá peningum. Þannig er allt í lagi að stela penna sem kostar 50 kall, en ekki 50 kalli úr kassanum. Ef við heimfærum þetta yfir á stærri tölur, þá finnst fólki allt í lagi að setja milljarð af sparifé fólks í áhættufjárfestingu sem er ólíkleg til að borga sig. Þessi sami maður myndi aldrei ræna bankahólfið sem peningurinn er geymdur í. Hver er munurinn á þessu tvennu?

Ef þú hefur áhuga á að kynna þér af hverju við hegðum okkur eins og við gerum þá mæli ég með þessari bók. Hún er uppfull af dæmisögum og tilraunum sem styðja við kenningar höfundarins og hún er skrifuð í léttum tón og uppfull af kímni. Flestar tilraunirnar eru gerðar á háskólanemum, oftast nemendum í MIT eða Harvard, sem við teljum nú vera með þeim klárustu.

Þeir sem vilja kynna sér hana betur geta lesið úr henni hér. Dan Ariely er líka með heimasíðu sem hann uppfærir mjög reglulega með skemmtilegum bloggum. Þá er hann á Twitter og með prófíl á TED. Predictably Irrational er hægt að kaupa annað hvort á Amazon eða sem hljóðbók á Audible.com. Ég mæli með hljóðbókinni. Ég er strax farinn að hlusta á næstu bók, The Upside of Irrationality, enda er maðurinn í miklum metum hjá mér eins og áður sagði.

Hér er Dan Ariely á TED 2008 að svara spurningunni “Stjórnum við okkar eigin aðgerðum”.

 

Þegar allt virðist vera að stefna í flókna í samskiptavefi eins og Facebook stekkur örbloggið fram á sjónarsviðið. Á Twitter getur hver sem er komið skoðun sinni á framfræi, enda eru öll samskipti fyrir opnum tjöldum. Það er bara einn hængur: hver skilaboð geta bara verið 140 stafir að lengd eða svipað og eitt SMS. Í því liggur frábærleiki Twitter, vefurinn er svo einfaldur. Hann er meira að segja svo einfaldur að fólk ruglast! “Hvað á ég að gera hérna?” “Hvernig virkar þetta Twitter?” eru meðal algengustu fyrstu tvítanna sem fólk sendir frá sér. Svarið er einfalt: Fylgjast með og tjá þig!
Hvað á ég að skrifa?

Það fer allteftir því á hverju þú hefur áhuga á. Margir nota Twitter til að koma skoðunumsínum á framfæri. Aðrir nota miðilinn til að hlusta á aðra. Til dæmis er mjögsniðugt að elta uppáhalds hljómsveitirnar þínar þar sem þangað detta yfirleittinn nýjustu fréttir frá þeim og oftar en ekki eitthvað nýtt efni. Þá er líkagott að nota Twitter til að koma upplýsingum á framfæri. Ertu með blogg? Beindu færslum af því inn á Twitter til að fleiri lesi það.
Hvern á ég að elta?
Aftur, fer þaðallt eftir á hverju þú hefur áhuga. Viltu fylgjast með fræga fólkinu? Margar afstærstu stjörnum Hollywood eru á Twitter. Hefurðu áhuga á ljósmyndun? Eltuljósmyndara. Hefurðu áhuga á hagfræði? Flestir þekktustu prófessorar heims eruá Twitter. Hefurðu áhuga á fótbolta? Margir af stærstu stjörnunum tvítasjálfar. Hefurðu áhuga á tísku? Eltu hönnuði og tískuhús. Justin Biebermargfaldaði fjölda tónleikagesta með því að tvíta hvar hann var hverju sinni.
Hvernig finn ég þetta fólk?

Flestir eiga sérnetrúnt. Fylgstu með á þessum síðum hvort þeir sem skrifa eru á Twitter. Efþeir skrifa um hluti sem þeir hafa áhuga á eru þeir líklegir til að tvíta umhluti sem þeir hafa áhuga á. Ef þú finnur einhvern sem þér finnst segjaáhugaverða hluti, skoðaðu þá hvern hann eltir því þú gætir dottið inn ááhugavert efni þar. Leitaðu á þeim vefsíðum sem þú skoðar að þessum dularfullu@-merkjum sem einkennir Twitter eða að Twitter logo-inu. Sem dæmi geturðu elt mig með því að smella á Twitter merkið hér til vinstri.
Hvað þýðir # merkið?

# er notað til aðmerkja umræður. Ef þú ert að tjá þig um Man Utd – Liverpool leikinn gætirðu tildæmis merkt umræðuna með #fotbolti. Þá gætu aðrir merkt sín innlegg með samamerki og þannig skapast umræður milli fólks út um allan heim um hin ýmsumálefni. Til dæmis notaði Occupy hreyfingin í New York merkið #OCCUPYWALLSTREETtil að koma skilaboðum til allra mótmælendana á Wall Street í haust. #fotboltihefur líka verið greypt sig í huga íslenskra fótboltatvítara og myndast oftumræður milli knattspyrnuáhugamanna í kring um áhugamál sitt.

Sjá allir það sem ég er að gera?

Já, og það er svo frábært! Öll samskipti eru opinber þannig ef þú sérð einhverja vera að tala um eitthvað sem er þér hugfangið geturðu stokkið inn í umræðuna og tekið þátt. Eins geturðu lent á spjalli við fólk úti í heimi um svipuð málefni. Til dæmis hef ég ráðlagt fólki sem ég hef aldrei hitt hvað það á að gera í fríi á Íslandi. Ég hef fengið leyfi fyrir notkun á myndefni hjá ljósmyndara í Brasilíu og svo hef ég fengið þjónustu frá fyrirtækjum, allt í gegn um Twitter.

@ladygaga

Af hverju átt ÞÚ að vera á Twitter?

Sama hvað þúhefur áhuga á ættirðu að geta fundið það á Twitter og tekið þátt í samræðum við fólk út um allan heim með sömu áhugamál. Það er svo mikið afhljómsveitum þarna úti sem maður vill fylgjast með. Nú eða tískubloggurum. Eðafótboltaséníum. Kannski viltu bara fylgjast með ruglinu sem kemur út úrstjörnunum eða @NotLandsbankinn. Sama hvað það er þá finnurðu það á Twitter.

Ég er búinn að vera að horfa (aftur) á Secrets of the Superbrands, heimildarmynd í þremur þáttum sem framleidd var af BBC. Myndin var framleidd á síðasta ári og er þannig séð mjög nýleg. Hún fjallar um stærstu vörumerki í heimi, sögu þeirra og hvað þau hafa gert til að komast á þann stað sem þau eru í dag.

Eins og áður segir er hún í þremur hlutum og er skipt niður eftir efni – tækni, tíska og matur. Í tæknihlutanum er fjallað um tæknitröll eins og Facebook, Google, Apple og Microsoft. Í tískuhlutanum er byrjað á Louis Vuitton en svo er farið yfir í Levi’s, Diesel og loks Adidas og Nike. Í matarhlutanum er m.a. fjallað um Coca Cola, Heinz, Red Bull og McDonald’s.

Kynnirinn heitir Alex Riley og hann er fullkominn í þetta starf! Alex er hinn almenni lúði sem spáir ekkert (að hann heldur) í vörumerkjum, í hverju hann er, hvernig tölvu hann á o.s.frv. Hann gerir óspart grín að sjálfum sér og heldur þannig uppi húmor í gegn um allar myndirnar, sem annars fjalla um grafalvarleg málefni.

Það sem er svo merkilegt við myndirnar er að þau sýna hvernig sterkustu vörumerki heims láta fólk líða. Það er meðal annars farið með Apple fanboy í heilaskanna þar sem honum eru sýndar myndir af Apple vörum. Viti menn, niðurstöðurnar sýna að þegar hann sér eplið góða lýður honum eins og hann sé að sjá fjölskyldumeðlim eða gamlan vin, eða allavega sýnir heilinn á honum þau viðbrögð.

Myndirnar eru alveg frábærar og gefa einstaka innsýn inn í heim þessara sterkustu vörumerkja í heimi. Hann kannar báðar hliðar málsins, fer og talar við forsvarsmenn vörumerkjanna sjálfra en einnig við fólk á hinum pólnum eins og aðstandendur tímaritsins Adbusters. Ég mæli með þeim fyrir alla, markaðsfólk, kennara, sálfræðinga og alla þá sem vilja kíkja inn í haus neytandans og bestu vina hans.

“So where does the secret power of the fashion superbrands come from? It comes from us!
-Alex Riley