Archive

Monthly Archives: February 2016

content marketingHefur þú áhuga á því hvað fyrirtæki eru að gera? Ég reikna með að svarið sé nei, þar sem yfir höfuð er flestum alveg sama hvað fyrirtæki út í bæ eru að gera.

Það þýðir samt ekki að það sé ekki að fyrirtæki og neytendur geti ekki mæst á miðri leið. Það þarf bara að finna flöt sem báðir hafa áhuga á.

Efnismarkaðssetning, eða content marketing, er þegar fyrirtæki framleiða áhugavert efni til að fræða, skemmta eða upplýsa neytendur. Markmiðið er að styrkja sambandið við núverandi viðskiptavini eða ná í nýja – og auðvitað selja eitthvað í leiðinni!

Tökum dæmi: VÍB er eignarstýringarþjónusta Íslandsbanka. Þar er fólk að sjá um lífeyrissparnað og annan sparnað fyrir fólk. VÍB tók þá ákvörðun fyrir nokkrum árum að þeirra markaðsstarf yrði í gegnum fræðslu. Þau halda fundi, skrifa greinar og gera myndbönd um m.a. fjárfestingar, hlutabréfakaup og fjármál við starfslok. A Það er fullt af fólki á Íslandi sem er að leita eftir því hvað það á að gera við sparnaðinn sinn. Með þessu eru þau að miðla þekkingu sinni, sína fram á sérfræðikunnáttu og ná til fólks sem er virkilega að spá í því sem VÍB býður upp á.

Ég er mikill talsmaður efnismarkaðssetningar. Raunar er ég svo mikill talsmaður hennar að ég ætla að kenna námskeið við Endurmenntun HÍ dagana 7. og 8. mars.

Margir halda að efnismarkaðssetning og markaðssetning í gegnum samfélagsmiðla sé bara að opna Facebook og Twitter síður og svo halda traffíkinni á þær síður gangandi með því að gefa nógu mikið af dóti í gegnum leiki. Leikir eru ágætir til að vekja athygli til skamms tíma. En til þess að ná endurtekið til fólks er lang best að búa til eitthvað sem það hefur raunverulegan áhuga á.

Dæmi um efnismarkaðssetningu:

  • Myndbönd
  • Vefir og vefsíður
  • Blogg og greinaskrif
  • Myndir
  • Viðburðir
  • …og margt annað

Á námskeiðinu ætla ég að hjálpa fólki að komast af stað, sýna dæmi um vel heppnað markaðsstarf, sýna árangursmælingar og gefa því tól til þess að búa til og vinna eftir strategíu.

Þeir sem hafa áhuga á hvernig hægt er að stunda öflugt markaðsstarf og byggja upp sterk tengsl við viðskiptavini en eyða á sama tíma minni pening ættu að kíkja á þetta námskeið.

Skráning er á www.endurmenntun.is