Vertu "social"

Það sem gerir snjallsíma og fólk með snjallsíma eins kúl og það er, að eigin sögn að minnsta kosti, er tískuorðið “social”. Nú “social” í þessari merkingu þýðir í raun að vera duglegur að deila hlutum, hvort sem það eru hlekkir á vefsíður, myndir, myndbönd eða skoðanir. Til þess að þessir hlutir sem maður deilir verði í raun “social” þurfa að springa út frá því umræður, fólk segir sínar skoðanir á því og deilir jafnvel áfram með vinum sínum.

Danilo Turk, forseti Slóveníu

Mér finnst rosalega skemmtilegt að geta deilt hlutum í rauntíma. Við virðumst öll hafa þessa þörf að láta fólk vita hvar við erum, hvað við erum að gera, hvaða skoðun við höfum á hinu og þessu og ekki er verra ef við getum látið myndir fylgja með. Þannig fékk ég kveðju frá Slóveníu á Twitter eftir að hafa hlaðið inn mynd af forseta Slóveníu, eftir að ég rakst á hann fyrir tilviljun í Háskóla Íslands.

Það er hægt að ræða það fram og aftur hvað það er að vera “social”, ég ætla svosem ekki að fara út í neinar rökræður varðandi það, mig langar einfaldlega til þess að hjálpa þér að geta deilt því sem þú ert að gera með vinum þínum og ættingjum.

Það þekkja langflestir, ef ekki allir, aðal leiðirnar, deila á Facebook, Twitter og YouTube. Flestir fullkomnari símar í dag hafa þennan möguleika, margir af þeim innbyggðan. Þess vegna ætla ég ekkert að fara nánar út í þá.

Justin.tv

Justin TV fyrir Android

Justin.Tv er síða þar sem fólk getur farið frítt inn og deilt myndböndum með öðru fólki. Hver er munurinn á því og YouTube? Streymi! Ég get streymt beint úr Android eða iPhone símanum mínum inn á Justin.TV síðuna mína og deilt linknum með vinum mínum sem eru ekki á staðnum. Segjum sem svo að þú sért á fótboltaleik hjá stráknum þínum en mamma hans komst ekki af því hún er veik heima. Þú rífur bara upp símann og streymir þessu beint yfir netið svo hún geti fengið að horfa á. Finnur Magnússon er maðurinn á bakvið Íslensk Samfélagsmiðlun hópinn á Facebook. Einu sinni í mánuði eru skipulagðir hittingar þar sem einhver snillingur á samfélagsmiðlum er fenginn til að segja frá árangri sínum. Hann hefur notað þessa tækni í iPhone 4 símanum sínum með góðri raun og þá hafa nördar heima í stofu fengið að vera með í gegn um netið. Hér fyrir neðan er eitt slíkt myndband.

Flickroid

Flickroid

Ég stofnaði Flickr síðu um daginn og prófaði nokkur forrit til að hlaða
inn myndum beint úr símanum þar sem ég á ekki myndavél. Eftir því sem ég komst næst þá var ekki til neitt opinbert forrit frá Flickr sem var bömmer fyrir mig. En sem betur fer eru nördar úti í heimi með sama vandamál, þannig eftir að hafa prófað nokkur forrit þá hef ég ákveðið að Flickroid sé þægilegast og einfaldast. Ég mæli með því.

Liveproject

Liveproject

Liveproject er nýtt íslenskt forrit sem gerir þér kleift að deila myndum af ákveðnum viðburðum. Það hefur meðal annars verið notað á AK Extreme hátíðinni fyrir norðan og á Reykjavík Fashion Festival. Ég gæti trúað því að það verði meira og meira notað eftir því sem líður á því þetta er rosalega sniðugt tól til þess að halda utan um allar myndir og myndbönd, sérstaklega fyrir þá sem halda viðburði.

iPhone!

Það eru örugglega margir sem halda að ég þoli ekki iPhone og Apple miðað við hversu mikið ég tala um Google og Android. Sú er alls ekki raunin. iPhone 4 er eitt af flottustu tækjunum á markaðinum og það er engin tilviljun að fólk bíður í röðum eftir nýjum vörum eins og iPad 2. Ég væri alveg til í að skipta yfir í iSímann til að prófa það líka. Mér finnst samt líklegt að geimveran yrði ofan á, en það er ómögulegt að segja til um 🙂

Social Cam fyrir Android

Allavega, þá eru líka til nokkur forrit sem hafa verið vinsæl í Apple nörda heiminum. Til að mynda hefur Instagram notið gífurlegra vinsælda. Það er mjög skemmtilegt forrit til þess að deila myndum með vinum þínum og einnig til þess að bæta auka “effectum” á myndina. Fyrir þá sem finnst gaman að deila myndböndum hefur Social Cam notið mikilla vinsælda. Social Cam er framleitt af snillingunum á bakvið Justin.TV sem við höfum nú þegar farið í. Social Cam er líka í boði fyrir Android.

Jæja hver eru skilaboðin í pistli dagsins? Vertu með almennilegan síma, taktu myndir og myndbönd og vertu “social”.

Ef einhver er með almennilega þýðingu á orðinu “social” má sá hinn sami endilega láta mig vita hér að neðan.

Advertisements

Hvað segir þú?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s