Archive

Monthly Archives: October 2012

Þann 6. nóvember næstkomandi skunda Bandaríkjamenn á kjörstað og velja sér forseta. Um hituna berjast Barack Obama og Mitt Romney. Obama er núverandi forseti (eins og allir ættu að vita) en Mitt Romney er milljónamæringur og fyrr um ríkisstjóri Massachusetts fylkis.

Þessar kosningar hafa mikil áhrif á heimsbyggðina, líkt og allar aðrar kosningar í Bandaríkjunum, enda eru Bandaríkin sennilega valdamesta ríki í heiminum. Árið 2008 bar Obama sigur úr bítum eftir að hafa gersigrað John McCain í sögulegum kosningum og varð þar með fyrsti þeldökki maðurinn til að gegna embætti forseta. Obama nýtti netið í miklum mæli í aðdraganda kosninganna og tók samfélagsmiðlum opnum örmum. Menn segja að það hafi verið lykillinn að sigri hans. Ég held að það sé að mjög stóru leiti satt. Það og mótframbjóðandinn var vonlaus.

Við Íslendingar og restin af heiminum sitjum á hliðarlínunni og getum ekki haft áhrif á úrslit kosninganna. Við getum hins vegar fylgst með og fyrir þá sem gera það dettur inn allskonar góðgæti á veraldarvefinn. Það vill nefnilega svo til að pólitískar kosningar eru eins konar karnival fyrir allt markaðsfólk og því er rosalega gaman að fylgjast með hvaða útspilum báðir kandídatar og stuðningsmenn þeirra henda á borðið. Mig langar að kíkja á nokkur dæmi. Það er kannski rétt að minnast á að internetið virðist halda með Obama (hver hefði giskað á það??).

Sarah Silverman

Sarah Silverman er þekktur grínisti og harður stuðningsmaður núverandi forseta. Hún var talsmaður hans í síðustu kosningum og kom fram í herferðinni “The Great Schlep” þar sem markmiðið var að fá eldri Gyðinga í Flórída til að kjósa Obama. Nú er hún komin á ferðina í myndbandinu “Get Nana a Gun” þar sem hún hvetur fólk til að fá sér byssuleyfi til að vera með gild skilríki svo það geti kosið. Silverman notar kaldhæðni og bölvar mikið sem er alltaf vinsælt á internetinu og fær þannig mikla dreifingu og hittir beint í mark í ákveðnum markhópum.

Wake the FUCK up!

Hver elskar ekki Samuel L. Jacksson að öskra orðið “FUCK“? Þeir sömu og greiða fyrir “Get Nana a Gun” eru kostendur að þessu myndbandi. Það gengur út á að virkja fólk á ný. Fólk sem safnaði pening og studdi Obama fyrir fjórum árum virðist ekki vera að gera það í sama mæli núna. WTFU er beint til þeirra. Myndbandið er í svipuðum stíl og þau með Sarah Silverman, vinna með kaldhæðni, beittan húmor og blótsyrði. Alveg tilvalið til að virkja internetkynslóðina.

The Patriot Game

Það er svolítið gaman að fylgjast með ræðunum hjá forsetaframbjóðendunum. Ef þú rýnir í stikkorðin þá nota þeir sömu áherslupunktana og eru í raun að keyra á sömu frösunum. Í “The Patriot Game” eru búið að taka hluta úr ræðum þeirra og stilla upp hlið við hlið þar sem frambjóðendurnir keppast um stig í flokkum eins og “flag power”, “heart power” og “dollar power”. Hver stendur uppi sem sigurvegari?

Eins og ég sagði áðan þá virðist internetið halda með Obama. Hann hefur verið duglegur á samfélagsmiðlum, tók m.a. við spurningum í gegn um Reddit, heimsótti Facebook, hélt Google Hangout auk þess að vera með prófíla á öllum samfélagsmiðlum sem virðast vera til – meira að segja Myspace!

En greyið Mitt Romney er líka bara svo duglegur að gefa færi á sér! Það byrjaði nú ekki vel fyrir hann þegar Clint Eastwood tók “Empty chair” ræðuna sem átti að vera til stuðnings Romney. Þá lak út myndband af honum þar sem hann sakaði 47% þjóðarinnar um að lifa á ríkisstjórninni, internetið fílaði það ekki. Að lokum baðst hann afsökunar og sagðist hafa “said something completely wrong”. Það virkaði nú ekki betur en að hann er búinn að eigna sér þessi tvö orð. Prófaðu að slá inn “completely wrong” á Google og skoða myndirnar. Eru þær svona?

Það verður svo sannarlega áhugavert að fylgjast með kosningunum þann 6. nóvember, því sama hver vinnur þá mun það hafa ótrúlega mikil áhrif á heimsbyggðina. En þangað til þá fylgjumst við með efninu sem fer á netið og brosum að því sem við getum brosað að.

Veit einhver um góð stuðningsmyndbönd fyrir Mitt Romney? Eða fleiri góð fyrir Obama?

Advertisements