Android blogg

Árið 2007 gerðust undur og stórmerki í farsímaheiminum. iPhone kom á markaðinn og gjörbylti þar með öllu sem hafði verið að gerast fram að þessu. Svo virtist sem að farsímaframleiðendur heimsins væru sáttir við þá þróun sem var í gangi – þ.e. að allt gerðist í hægum skrefum engar dramatískar uppfærslur í einu og allir voru sáttir við sitt. 
Vissulega voru að koma flottir símar á þessum tíma til dæmis Nokia N95 með flotta myndavél og GPS staðsetningarþjónustu. En þá kemur iPhone og gjörbyltir öllu. Fyrsti i-síminn kemur á markað í Bandaríkjunum 29. júní 2007 og setur strax nýjan standard hvað varðar gæði snertiskjás og svo ekki sé talað um möguleika á netvafri. Það verður bara að segjast að hinir framleiðendurnir voru langt á eftir og sofandi á verðinum. Það sem gerði iPhone sérstaklega fýsilegan kost var möguleikinn á að kaupa sér forrit til að sérhæfa símann eins og maður sjálfur vildi hafa hann. Þessi forrit voru búin til af forriturum um allan heim og seld í „The App-store“.
Árið 2008 kemur iPhone 3G út með tilheyrandi uppfærslun, 2009 var ár iPhone 3GS og 2010 kom iPhone 4 út, með breytt útlit, uppfærða myndavél og sennilega einn besta skjá sem sést hefur á farsíma hingað til. Hinir farsímaframleiðendurnir reyndu eins og rjúpan við staurinn að halda í við þessa miklu siglingu sem Apple var á en þeim var bara engan veginn að takast það. Þeirra tæki voru einfaldlega ekki jafn góð. Þangað til núna.

Árið 2005 keypti Google lítið fyrirtæki sem sérhæfði sig í farsímahugbúnaði. Það fyrirtæki hét Android. Þeir settu allt á fullt í þróun farsímahugbúnaðar og í október 2008 fór það á markað. Árið 2009 fóru að streyma á markaðinn tæki frá hinum ýmsu framleiðendum, svo sem HTC, Samsung og LG sem höfðu loksins almennilegt stýrikerfi til að keyra símana sína og geta keppt við iPhone-inn. Til þess að fá að selja Android síma þurfa símtækin að uppfylla ákveðnar kröfur, t.d. vera með WiFi (þráðlausan netmóttakara), GPS, snertiskjá, vera með ákveðið mikið innra minni og hraðan örgjörva. Google lætur framleiðandana fá stýrikerfið frítt að uppfylltum áðurnefndum kröfum og tekjurnar streyma síðan til Google í gegn um auglýsingar í stýrikerfinu.
Árið 2010 var ár Android. Þeir náðu þeim undraverða árangri að komast fram úr iPhone í seldum símum og svo virðist sem ekkert geti stöðvað þá. 2011 hefur farið af stað með miklum hvelli og erum við á Íslandi að bíða eftir tækjum eins og Nexus S, Samsung Galaxy II og LG 2X.
       
Næstu færslur munu fjalla um hin ýmsu forrit sem í boði eru fyrir Android síma. Sjálfur er ég Android notandi en flest af þeim forritum sem munu koma hér fyrir eru í boði fyrir bæði iPhone og Android og einnig nokkra Nokia síma.
Advertisements

Hvað segir þú?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s