Archive

Monthly Archives: November 2015

Ég fékk sendan áhugaverðan fyrirlestur í gær þar sem ástralski próferssorinn Mark Ritson fór yfir hans sýn á stafræna miðla.

Oreo-Dunk-in-the-DarkTil að byrja með tók hann sig til og drullaði yfir ofuráherslu allra markaðsstjóra í heiminum á samfélagsmiðla. Hann tók dæmi um “The tweet hear around the world” þegar Oreo stal senunni í Super Bowl XLVII árið 2013 þegar rafmagnið fór af vellinum. og allt varð svart. Miðlar út um allan heim gripu söguna á lofti og Oreo voru sagðir hafa unnið keppnina um bestu Super Bowl auglýsinguna. Seinna vann Oreo Clio auglýsingaverðlaunin fyrir nákvæmlega þetta litla tvít. Og Ritson finnst það algjörlega fáránlegt!

Samfélagsmiðlar hafa breytt heiminum, það er engin spurning. Fólk ver heilu og hálfu dögunum á þessum miðlum svo það er mjög eðlilegt að markaðsfé leiti þangað. Það eru allir að tala um samfélagsmiðla. Ég vinn stóran hluta dagsins við að ná til fólks á samfélagsmiðlum og ég hef fulla trú á því að þeir séu tilvalin staður til að ná til neytenda í ákveðnum tilvikum.

Markaðsfólk er alveg jafn áhrifagjarnt og hver annar. Það eru allir að tala um samfélagsmiðla og okkur finnst við stundum þurfa að hoppa á ákveðinn vagn til þess að missa ekki af lestinni. Oftar en ekki eru markmiðin óljós og því er peningum eytt út í bláinn af því við vitum ekki hvað við ætlum að fá út úr fjárfestingunni. Ég er sekur um þetta sjálfur, að viðurkenna það ekki væri hræsni.

En þarna erum við komin að mergi málsins. Það er ósanngjarnt að horfa á samfélagsmiðla eina og sér og segja að það sé kjaftæði að eyða tíma og peningum þar. Á sama hátt er kjaftæði að eyða 30 milljónum í sjónvarpsauglýsingu þegar markmiðin eru ekki skýr. Hvað ætlum við að fá út úr markaðsstarfinu okkar?

Annað sem hann talaði um var munurinn á stafrænu (e. digital) og hefðbundnu markaðsstarfi. Samkvæmt honum er ekki til neitt “stafrænt markaðsstarf” haldur bara MARKAÐSSTARF. Og þar ég gæti ekki verið meira sammála.

Stop spending money on “digital”. Why build a silo in the middle of your marketing budget?

  • Mark Ritson

Margt af því sem hann segir í fyrirlestrinum er ég ósammála og mér finnst hann vera oft á tíðum þröngsýnn og ósanngjarn. En hins vegar eru góðir punktar í þessu. Ekki eyða peningum nema að vera með hugmynd um hvað við ætlum að fá út úr því. Og hættum að horfa á netið sem sér part af markaðsstarfinu okkar í stað þess að horfa á hlutina í einu stóru samhengi.

Ég læt fyrirlesturinn fylgja með. Hann er mjög áhugaverður sama hvort þú ert sammála Ritson eða ekki.