Archive

Monthly Archives: March 2011

Staðbundnar þjónustur…er það eitthvað ofan á brauð? Staðbundnar þjónustur er lausleg þýðing á location based services. Það eru til margar útgáfur af LBS og mörg forrit sem hægt er að nota sér bæði til hægðarauka og skemmtunar. Stærstu fyrirtækin á þessu sviði eru sennilega Foursquare, Gowalla, SCVNGR auk Facebook sem virðist ætla að troða sér inn allstaðar. Mörg af þessum fyrirtækjum eru svotil óþekkt á Íslandi.

Það eru ekki allir sannfærðir um virði þessara fyrirtækja. Fyrir mér er þetta aðallega skemmtilegir leikir. Þú getur séð hvar vinir þínir eru, á hvaða staði þeir fara helst og einnig geta fyrirtæki nýtt sér þetta og boðið upp á tilboð fyrir notendur. Fyrir fyrirtæki er þetta mjög þægileg leið bæði til að lokka viðskiptavini til sín og einnig er þetta ókeypis sýnileiki á netinu. Það er ekkert leiðinlegt fyrir kaffihús niðri í bæ að ég tékki mig inn kannski tvisvar í viku og sýni vinum mínum á Facebook það. Vinir mínir hljóta að sjá að á þessu kaffihúsi er besta kaffið í bænum fyrst ég fer þangað svona oft og þeir ákveða að prófa þetta.

FoursquareFoursquare er sennilega mest útbreytt eins og staðan er í dag. Í janúar sagði einn af stofnendum fyrirtækisins að það væri 250 milljón dollara virði. Ég ætla nú ekki að fara að rengja það en hins vegar skil ég ekki alveg hvaðan tekjustreymi fyrirtækisins kemur. Vissulega eru yfir 6 milljónir notenda en þeir nota þjónustuna frítt. En það er önnur saga fyrir fjárfesta Wall Street að spá í. Foursquare er skemmtilegur leikur og nothæft tól. Fyrirtæki geta “claim-að” sína staði og þannig boðið upp á tilboð fyrir notendur. Foursquare er í boði fyrir flesta, ef ekki alla snjallsíma (Nokia, Android, iPhone og Blackberry). Frekari upplýsingar eru á heimasíðu Foursquare.

Facebook Places

Að sjálfsögðu er Facebook með í leiknum. Það er nýbúið að opna fyrir Places á Íslandi en eins og staðan er núna þá eru fáir staðir í gagnagrunninum hjá þeim. Í places geturðu tékkað þig inn og taggað vin þinn sem er þar með þér. Þar geta fyrirtæki líka boðið upp á tilboð fyrir þá sem tékka sig inn og tengt það við síðuna sína á Facebook. Tvöfaldur sýnileiki og það allt eftir ókeypis dreifileiðum! Það er hægt að lesa meira um Facebook Places hér. Þetta er í boði fyrir allavega Android og iPhone, en ég reikna nú með að Nokia og Blackberry séu þar með líka, án þess að geta fullyrt um það.

Parkdroid

Það ganga ekki allar staðbundnar þjónustur út á að tékka sig inn og fá tilboð. Parkdroid er lítið en sniðugt forrit fyrir fólk eins og mig sem gleymir því alltaf hvar það lagði. Þú opnar forritið, það finnur hvar þú ert staðsettur og þú merkir bara hvar bíllinn er miðað við GPS hnitin. Síðan gengur þú bara inn í búðina eða skólann eða hvar sem þú ert og ratar alltaf aftur í bílinn. Svo ef þetta er gjaldstillt stæði þá seturðu inn tímann sem þú átt eftir og forritið lætur þig vita þegar tíminn er að renna út. Þetta er bara fyrir Android.

Google Sky Map

 Það er ekki hægt að tala um GPS í símum án þess að tala um Google Sky Map. Í grunninn er það mjög einfalt forrit. Þú beinir símanum upp í loft og horfir á skjáinn. Þá færðu að sjá himingeiminn, nöfnin á stjörnunum og staðsetningu plánetana. Þetta er massatöff sérstaklega ef þú ert á rúntinum, það er heiðskýr himinn og þú stoppar úti á Gróttu. Þá er ekki amalegt að geta slegið um sig með smá stjörnuþekkingu.

Þetta er engan veginn tæmandi listi yfir staðbundnar þjónustur. Ég gæti haldið áfram í allan dag. Yelp, SCVNGR, Gowalla, Endomondo, Latitude, Layar o.s.frv. eru allt flott forrit sem ég mæli með að þið skoðið.

Android market er snilld. Þar finnurðu allt á milli himins og jarðar, allt frá spaghetti uppskriftum að því hvernig þú átt að binda bindishnút. Það þekkja flestir helstu „öppin“ sem fólk notar mest. Þetta eru forrit eins og IMDB, Google Sky Map og Facebook. Ég ætla hér að fjalla um nokkur forrit sem ég nota mikið. QR kóðarnir til hliðar eru linkar inn á forritin í Android market. Fyrir aðrar gerðir síma mæli ég með app-verslun viðkomandi tækis.
Endomondo
Endomondo er frábært forrit fyrir útivistarfólk. Ég hleyp, hjóla og geng mikið og mér finnst mjög gaman að hafa símann með mér á meðan ég geri það af því hann tekur tímann, hraðann, hæðina og leiðina sem ég fer. Svo hendir hann þessu öllu beint inn á www.endomondo.com þar sem ég get haldið utan um og skoðað hvað ég hef verið að gera í þessari viku, mánuði eða á síðasta árinu. Skráningarferlið er auðvelt, en þú getur skráð þig inn með Facebook notendanafni og lykilorði. Ef þú byrjar að nota Endomondo leitaðu þá að mér og við getum tengst.  Hægt er að nota Endomondo með Nokia, Blackberry, iPhone, Android og mér skilst iPod Touch!
Google Goggles
Google Goggles er önnur snilld. Í stuttu máli virkar það þannig að þú tekur mynd af einhverju (bygging, málverk, vörumerki eða jafnvel manneskju) og síminn leitar á netinu eftir upplýsingum um af hverju myndin er. Einnig er hægt að nota það til að skanna QR kóða. Sennilega mesta snilldin er að þú getur tekið mynd af texta og beðið Google Goggles um að þýða hann fyrir þig. Sæktu forritið og prófaðu. 

katso, se toimii!
Fyrir neðan er mjög skemmtilegt myndband um hvernig hægt er að nota Google vörurnar. Reyndar á iPhone, en virkni forritsins er sú sama.


Soccer Live Scores
Það fylgjast flestir með enska boltanum. Nú eða spænska. Eða landsleikjunum o.s.frv. Ég nota Soccer Live Scores til að fá úrslitin beint í símann. Ef ég er ekki fyrir framan tölvu þá get ég skoðað hvernig staðan er í leikjunum sem er í gangi, hvernig byrjunarliðin eru og hver það er sem skorar hverju sinni. Alveg möst fyrir fótboltanörd! Þetta forrit er í boði í Android. Það eru einhverjar útgáfur í boði fyrir iPhone.Að lokum langar mig að benda fólki á hvernig hægt er að fá iTunes playlistana sína inn á Android símann sinn. Lang flestir nota iTunes til þess að hlusta á tónlist og eru kannski með ræktar-playlist sem þeir vilja fá inn á símann. Ég notaði forrit sem heitir doubleTwist
Árið 2007 gerðust undur og stórmerki í farsímaheiminum. iPhone kom á markaðinn og gjörbylti þar með öllu sem hafði verið að gerast fram að þessu. Svo virtist sem að farsímaframleiðendur heimsins væru sáttir við þá þróun sem var í gangi – þ.e. að allt gerðist í hægum skrefum engar dramatískar uppfærslur í einu og allir voru sáttir við sitt. 
Vissulega voru að koma flottir símar á þessum tíma til dæmis Nokia N95 með flotta myndavél og GPS staðsetningarþjónustu. En þá kemur iPhone og gjörbyltir öllu. Fyrsti i-síminn kemur á markað í Bandaríkjunum 29. júní 2007 og setur strax nýjan standard hvað varðar gæði snertiskjás og svo ekki sé talað um möguleika á netvafri. Það verður bara að segjast að hinir framleiðendurnir voru langt á eftir og sofandi á verðinum. Það sem gerði iPhone sérstaklega fýsilegan kost var möguleikinn á að kaupa sér forrit til að sérhæfa símann eins og maður sjálfur vildi hafa hann. Þessi forrit voru búin til af forriturum um allan heim og seld í „The App-store“.
Árið 2008 kemur iPhone 3G út með tilheyrandi uppfærslun, 2009 var ár iPhone 3GS og 2010 kom iPhone 4 út, með breytt útlit, uppfærða myndavél og sennilega einn besta skjá sem sést hefur á farsíma hingað til. Hinir farsímaframleiðendurnir reyndu eins og rjúpan við staurinn að halda í við þessa miklu siglingu sem Apple var á en þeim var bara engan veginn að takast það. Þeirra tæki voru einfaldlega ekki jafn góð. Þangað til núna.

Árið 2005 keypti Google lítið fyrirtæki sem sérhæfði sig í farsímahugbúnaði. Það fyrirtæki hét Android. Þeir settu allt á fullt í þróun farsímahugbúnaðar og í október 2008 fór það á markað. Árið 2009 fóru að streyma á markaðinn tæki frá hinum ýmsu framleiðendum, svo sem HTC, Samsung og LG sem höfðu loksins almennilegt stýrikerfi til að keyra símana sína og geta keppt við iPhone-inn. Til þess að fá að selja Android síma þurfa símtækin að uppfylla ákveðnar kröfur, t.d. vera með WiFi (þráðlausan netmóttakara), GPS, snertiskjá, vera með ákveðið mikið innra minni og hraðan örgjörva. Google lætur framleiðandana fá stýrikerfið frítt að uppfylltum áðurnefndum kröfum og tekjurnar streyma síðan til Google í gegn um auglýsingar í stýrikerfinu.
Árið 2010 var ár Android. Þeir náðu þeim undraverða árangri að komast fram úr iPhone í seldum símum og svo virðist sem ekkert geti stöðvað þá. 2011 hefur farið af stað með miklum hvelli og erum við á Íslandi að bíða eftir tækjum eins og Nexus S, Samsung Galaxy II og LG 2X.
       
Næstu færslur munu fjalla um hin ýmsu forrit sem í boði eru fyrir Android síma. Sjálfur er ég Android notandi en flest af þeim forritum sem munu koma hér fyrir eru í boði fyrir bæði iPhone og Android og einnig nokkra Nokia síma.