Staðbundnar þjónustur

Staðbundnar þjónustur…er það eitthvað ofan á brauð? Staðbundnar þjónustur er lausleg þýðing á location based services. Það eru til margar útgáfur af LBS og mörg forrit sem hægt er að nota sér bæði til hægðarauka og skemmtunar. Stærstu fyrirtækin á þessu sviði eru sennilega Foursquare, Gowalla, SCVNGR auk Facebook sem virðist ætla að troða sér inn allstaðar. Mörg af þessum fyrirtækjum eru svotil óþekkt á Íslandi.

Það eru ekki allir sannfærðir um virði þessara fyrirtækja. Fyrir mér er þetta aðallega skemmtilegir leikir. Þú getur séð hvar vinir þínir eru, á hvaða staði þeir fara helst og einnig geta fyrirtæki nýtt sér þetta og boðið upp á tilboð fyrir notendur. Fyrir fyrirtæki er þetta mjög þægileg leið bæði til að lokka viðskiptavini til sín og einnig er þetta ókeypis sýnileiki á netinu. Það er ekkert leiðinlegt fyrir kaffihús niðri í bæ að ég tékki mig inn kannski tvisvar í viku og sýni vinum mínum á Facebook það. Vinir mínir hljóta að sjá að á þessu kaffihúsi er besta kaffið í bænum fyrst ég fer þangað svona oft og þeir ákveða að prófa þetta.

FoursquareFoursquare er sennilega mest útbreytt eins og staðan er í dag. Í janúar sagði einn af stofnendum fyrirtækisins að það væri 250 milljón dollara virði. Ég ætla nú ekki að fara að rengja það en hins vegar skil ég ekki alveg hvaðan tekjustreymi fyrirtækisins kemur. Vissulega eru yfir 6 milljónir notenda en þeir nota þjónustuna frítt. En það er önnur saga fyrir fjárfesta Wall Street að spá í. Foursquare er skemmtilegur leikur og nothæft tól. Fyrirtæki geta “claim-að” sína staði og þannig boðið upp á tilboð fyrir notendur. Foursquare er í boði fyrir flesta, ef ekki alla snjallsíma (Nokia, Android, iPhone og Blackberry). Frekari upplýsingar eru á heimasíðu Foursquare.

Facebook Places

Að sjálfsögðu er Facebook með í leiknum. Það er nýbúið að opna fyrir Places á Íslandi en eins og staðan er núna þá eru fáir staðir í gagnagrunninum hjá þeim. Í places geturðu tékkað þig inn og taggað vin þinn sem er þar með þér. Þar geta fyrirtæki líka boðið upp á tilboð fyrir þá sem tékka sig inn og tengt það við síðuna sína á Facebook. Tvöfaldur sýnileiki og það allt eftir ókeypis dreifileiðum! Það er hægt að lesa meira um Facebook Places hér. Þetta er í boði fyrir allavega Android og iPhone, en ég reikna nú með að Nokia og Blackberry séu þar með líka, án þess að geta fullyrt um það.

Parkdroid

Það ganga ekki allar staðbundnar þjónustur út á að tékka sig inn og fá tilboð. Parkdroid er lítið en sniðugt forrit fyrir fólk eins og mig sem gleymir því alltaf hvar það lagði. Þú opnar forritið, það finnur hvar þú ert staðsettur og þú merkir bara hvar bíllinn er miðað við GPS hnitin. Síðan gengur þú bara inn í búðina eða skólann eða hvar sem þú ert og ratar alltaf aftur í bílinn. Svo ef þetta er gjaldstillt stæði þá seturðu inn tímann sem þú átt eftir og forritið lætur þig vita þegar tíminn er að renna út. Þetta er bara fyrir Android.

Google Sky Map

 Það er ekki hægt að tala um GPS í símum án þess að tala um Google Sky Map. Í grunninn er það mjög einfalt forrit. Þú beinir símanum upp í loft og horfir á skjáinn. Þá færðu að sjá himingeiminn, nöfnin á stjörnunum og staðsetningu plánetana. Þetta er massatöff sérstaklega ef þú ert á rúntinum, það er heiðskýr himinn og þú stoppar úti á Gróttu. Þá er ekki amalegt að geta slegið um sig með smá stjörnuþekkingu.

Þetta er engan veginn tæmandi listi yfir staðbundnar þjónustur. Ég gæti haldið áfram í allan dag. Yelp, SCVNGR, Gowalla, Endomondo, Latitude, Layar o.s.frv. eru allt flott forrit sem ég mæli með að þið skoðið.

3 comments
  1. vilhelmjensen said:

    Þú gætir jafnvel fundið út fyrir mig hversvegna droidinn minn er ekki að swinga hérna úti, GPS hreinlega neitar að virka. Annars er ég skidglad með að sjá þetta blogg hjá þér, vissi ekki af þessu.

  2. vilhelmjensen said:

    … og svo ástæðan fyrir því fylgi nú þá er það vegna þess að mig dauðlangar til þess að nota foursquare aftur, gaman að því.

  3. Hahaha frábært að heyra að röflið í mér veki einhverjar undirtektir!Annars ættirðu að prófa að fara í Settings – Location and security – og haka í Use Wireless networks. Þá notar hann AGPS til þess að finna þig betur og á MIKLU skemmri tíma.

Hvað segir þú?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s