Skemmtileg forrit

Android market er snilld. Þar finnurðu allt á milli himins og jarðar, allt frá spaghetti uppskriftum að því hvernig þú átt að binda bindishnút. Það þekkja flestir helstu „öppin“ sem fólk notar mest. Þetta eru forrit eins og IMDB, Google Sky Map og Facebook. Ég ætla hér að fjalla um nokkur forrit sem ég nota mikið. QR kóðarnir til hliðar eru linkar inn á forritin í Android market. Fyrir aðrar gerðir síma mæli ég með app-verslun viðkomandi tækis.
Endomondo
Endomondo er frábært forrit fyrir útivistarfólk. Ég hleyp, hjóla og geng mikið og mér finnst mjög gaman að hafa símann með mér á meðan ég geri það af því hann tekur tímann, hraðann, hæðina og leiðina sem ég fer. Svo hendir hann þessu öllu beint inn á www.endomondo.com þar sem ég get haldið utan um og skoðað hvað ég hef verið að gera í þessari viku, mánuði eða á síðasta árinu. Skráningarferlið er auðvelt, en þú getur skráð þig inn með Facebook notendanafni og lykilorði. Ef þú byrjar að nota Endomondo leitaðu þá að mér og við getum tengst.  Hægt er að nota Endomondo með Nokia, Blackberry, iPhone, Android og mér skilst iPod Touch!
Google Goggles
Google Goggles er önnur snilld. Í stuttu máli virkar það þannig að þú tekur mynd af einhverju (bygging, málverk, vörumerki eða jafnvel manneskju) og síminn leitar á netinu eftir upplýsingum um af hverju myndin er. Einnig er hægt að nota það til að skanna QR kóða. Sennilega mesta snilldin er að þú getur tekið mynd af texta og beðið Google Goggles um að þýða hann fyrir þig. Sæktu forritið og prófaðu. 

katso, se toimii!
Fyrir neðan er mjög skemmtilegt myndband um hvernig hægt er að nota Google vörurnar. Reyndar á iPhone, en virkni forritsins er sú sama.


Soccer Live Scores
Það fylgjast flestir með enska boltanum. Nú eða spænska. Eða landsleikjunum o.s.frv. Ég nota Soccer Live Scores til að fá úrslitin beint í símann. Ef ég er ekki fyrir framan tölvu þá get ég skoðað hvernig staðan er í leikjunum sem er í gangi, hvernig byrjunarliðin eru og hver það er sem skorar hverju sinni. Alveg möst fyrir fótboltanörd! Þetta forrit er í boði í Android. Það eru einhverjar útgáfur í boði fyrir iPhone.Að lokum langar mig að benda fólki á hvernig hægt er að fá iTunes playlistana sína inn á Android símann sinn. Lang flestir nota iTunes til þess að hlusta á tónlist og eru kannski með ræktar-playlist sem þeir vilja fá inn á símann. Ég notaði forrit sem heitir doubleTwist
Advertisements

Hvað segir þú?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s