Archive

Monthly Archives: July 2015

Sumar = tónlist, það er bara þannig. Það er tónlist allsstaðar. Þú ferð í útilegu, það þarf að vera playlist. Þú ferð í garðpartý, á hvað hlustarðu? Ég tengi fjölmörg lög við góð sumarkvöld.

Í fyrra var It’s Album Time með Todd Terje tilnefnd sem sumarplata ársins. Svei mér þá ef hún var ekki bara sigurvegarinn!

En í ljósi þess að sumrið er hálfnað ætla ég að tilnefna þrjár plötur. Og hér koma þær:

The Vaccines – English Graffiti

Ég og bræður mínir erum sennilega mestu Vaccines aðdáendur sem þú finnur. Er nokkuð viss um að við nefnum þessa hljómsveit í næstum því hvert einasta skipti sem við hittumst. Plötunnar var beðið með mikilli eftirvæntingu og hún hefur ekki ollið grammi af vonbrigðum. Hresst Britpop sem fjallar að mestu um stelpur? Er hægt að klikka?

Bestu lögin: 20/20, Dream Lover, Give Me A Sign

Everything Everything – Get to Heaven

Everything Everything er hljómsveit sem ég hafði ekki hlustað mikið á. Í raun var ég ekkert að spá hvort þeir ætluðu að gefa plötu eða ekki. Einn daginn datt ég inn á Tvít frá einhverjum sem sagði að platan væri góð. Og viti menn, hún er svona líka hress, grípandi og skemmtileg. Ekta synþapopp sem alveg öskrar sumar. Það eina sem ég hef út á hana að setja er að hún er 17 lög að lengd þannig ég kemst sjaldan í gegnum hana alla.

Bestu lögin: Spring Sun / Winter Dread, No Reptiles, Get To Heaven

Úlfur Úlfur – Tvær plánetur

Ef þú hefur ekki hlustað á þessa plötu nennirðu þá að gera það núna? Hún er eiginlega óþolandi góð! Ég á fyrstu plötuna þeirra og fannst hún ágæt. Samt ekkert tryllt. Svo kemur þessi…

Bítin, textarnir, gestirnir – það er allt að smella í eina helsjúka heild. Hef ekki ennþá hitt neinn sem finnst þessi plata ekki geðveik.

Bestu lögin: Tvær plánetur, Tarantúlur, 20ogeitthvað

Til viðbótar eru þó nokkrar eru í mikilli spilun inn á milli. Til dæmis J Cole – 2014 Forest Hill Drive, Courntey Bartnett – Sometimes I Sit and Think, and Sometimes I just Sit, Of Monsters and Men – Beneath the Skin, Jamie xx – In Colour. Svo var Ezra Furman að gefa út nýja plötu í dag og mig grunar að það sé eitthvað á leiðinni frá Disclosure.

Annars myndi ég segja að þetta væri lagalisti sumarsins 2015:

Over and out,

Sumar-Hjalti

sumarhjalti2