Archive

Monthly Archives: October 2013

Lesa:

secret footballer

I Am The Secret Footballer

“The Secret footballer” er karakter sem hefur skrifað í blaðið Guardian á Englandi. Hann er fyrrverandi/núverandi leikmaður í ensku úrvalsdeildinni og skrifar undir dulnefni. Ég rakst á þessa bók á flugvelli í London og hún vakti strax áhuga minn. Í bókinni er fjallað um fótbolta frá sjónarhóli leikmanns. Dulnefnið hjálpar honum að deila skoðunum sínum á málefnum leikmanna, knattspyrnustjóra, umboðsmanna o.s.frv. Þetta er greinilega maður með mikla leikreynslu og hefur spilað fyrir nokkur félög.

I Am The Secret Footballer ætti að hitta í mark hjá öllum áhugamönnum um enska boltann og ég auglýsi hérmeð eftir næsta eiganda þessarar bókar. 

Horfa á:

walking dead

The Walking Dead

Sería 3 af Walking Dead var að detta inn á Netflix og ég er er alveg hooked. Uppvakningar eru bara eitthvað svo áhugaverðir. Alltaf eitthvað í gangi þegar þú ert umkringdur uppvakningum. Fyrir þá sem hafa ekki horft á Walking Dead, þá mæli ég með þeim þáttum fyrir heilalaust splatter.

Kvinden i buret

Okei, ég er kannski ekki að horfa á Kvinden í buret. En það er síðasta kvikmynd sem ég horfði á. Danskur spennutryllir byggður á samnefndri bók eftir Jussi Adler-Olsen. Ég get ekki mælt nógu mikið með þessari mynd. Hún var gríðarlega vel leikin og spennandi frá fyrstu mínútu. Allar Adler-Olsen bækurnar eru komnar á náttborðið í kjölfarið. Áfram Danmörk!

Hlusta á:

London Grammar – If You Wait

Þriggja manna band sem var stofnað í háskólanum í Nottingham. Þau gáfu út sína fyrstu plötu If You Wait í febrúar á þessu ári. Söngurinn hjá Hannah Reid er nauðalíkur Florence Welch úr Florence and the Machine en lögin eru ögn rólegri. Breska pressan beið eftir plötunni með mikilli eftirvæntingu og hefur hún fengið ljómandi fína dóma. Lagið “Strong”, númer 6 á plötunni, er svo bara eitt það besta sem hefur komið út á þessu ári.

 

Dale Earnhardt Jr. Jr. – The Speed of Things

Þessi hljómsveit heillaði mig upp úr skónum á Airwaves 2011 og átti að mínu mati eina af bestu plötu þess árs. Nú tveimur árum seinna er The Speed of Things nýkomin út. Létt syntha-popp og dansvænar melódíur. Það vill svo til að annar af meðlimum bandsins á íslenska konu. Ætli það verði íslenskir útgáfutónleikar?