Smá Android

Jæja ég er að spá í að skemmta mér og ykkur með smá Android. Eitt létt og skemmtilegt með nokkrum basic forritum.

Battery indicator

Battery Indicator

Lítið og létt forrit sem sýnir nákvæma stöðu rafhlöðunnar. Myndin af rafhlöðunni getur verið misvísandi. Stundum sýnir hún að maður sé með 50% eftir en þá sýnir Battery Indicator manni að það eru í raun bara 30% þannig maður flýtir sér að hlaða símann. Pínulítið forrit sem tekur ekkert pláss en mjög þægilegt að hafa.


Angry Birds

Það er eiginlega kraftaverk að ég hafi ekki minnst á þennan brjálæðislega skemmitlega leik áður. Hann er alveg einstaklega einfaldur. Markmið leiksins er að hjálpa fuglunum að ná eggjunum sínum aftur frá gráðugu svínunum sem stálu þeim. Leikurinn hefur slegið í gegn og til dæmis hefur honum verið hlaðið niður yfir 50 milljón sinnum í Android Market! Það er hægt að fá hann bæði á Android og iPhone og hann er ókeypis. Höfundar leiksins hafa verið mjög sniðugir að nýta sér vinsældir leiksins og hafa látið búa til alls konar markaðsvörur eins og boli, tuskudýr og meira að segja borðspil! Einnig hafa þeir gefið út ýmsar útgáfur af leiknum, sú síðasta í samstarfi við Fox kvikmyndaframleiðandann í aðdraganda teiknimyndarinnar Rio. Síðast en ekki síst hef ég heimildir um það að Michael Bay ætli sér að gera mynd upp úr tölvuleiknum! Kannski ekki alveg en nokkrir félagar tóku sig saman og gerðu trailer að Angry Birds: The Movie!

Angry Birds

Leikurinn er frekar stór þannig ég mæli með að hann verði sóttur á þráðlausu neti (WiFi). Útgáfan sem er bakvið kóðann er sú upprunalega. En ef það er leitað að Angry Birds þá er hægt að finna hinar útgáfurnar eins og Angry Bird Rio og Angry Birds Seasons.

Shazam

Shazam

Shazam er forrit sem ALLIR verða að hafa. Það er svipað forritinu Track ID sem var mjög vinsælt í Sony Ericsson símum á sínum tíma, nema mun fullkomnara. Hefur þú ekki lent í því að heyra lag í útvarpinu sem þú fílar en veist ekki hvað heitir? Núna kveikirðu á Shazam, leyfir forritinu að hlusta á lagið og það finnur á í gegn um netið hvaða lag þetta er, með hvaða flytjanda og á hvaða plötu. Gagnagrunnurinn er risastór og þetta finnur langflest erlend lög. Þetta forrit er í boði fyrir Android, iPhone og meira að segja NOKIA!

Retro Camera

Retro Camera

Retro Camera er skemmtilegt forrit sem bætir við svona Polaroid effect á myndir sem þú tekur. Skemmtileg viðbót í símann þinn. Það eru reyndar nokkrir samkeppnisaðilar á retro camera markaðnum. Annað vinsælt svona forrit er Vignette, en þeir eru með milljón skrilljón stillingum. Ég fíla Retro Camera út af einfaldleikanum. Mæli með þessu! Smelli einni krúttlegri með til að klára þetta. Gleðilega páska!

Copyright @hhardarson
3 comments
  1. vilhelmjensen said:

    Núna er mig farið að langa pínu aftur í android (er reyndar að nota optimus með biluðum skjá). Það var verið að bjóða mér að kaupa einhvern MyTouch 4G smartphone um daginn á $ 380. Mér fannst það fáránlega mikið verð, hann var samt unlocked. Er nokkuð vit í því?

Hvað segir þú?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s