Mynt – pappír – plast – sími

Allir nota peninga. Svo ég vitni í Þorvald Gylfason: “Hagkerfið þarfnast peninga líkt og vél þarf smurningu. Peningalaust hagkerfi er eins og olíulaus vél: byrjar að hökta og bræðir síðan úr sér.” Ekkert dramatískt hjá karlinum, en allt í lagi með það.

55 dollara seðill frá 1779

Fyrstu myntkerfin sem vitað er um voru sett á legg í Lýdíu við Miðjarðarhaf um 700 f.k. Mynt þótti fullkomin til þess að tákna virði einhvers. Fólk þurfti ekki að stunda vöruskipti lengur heldur táknaði myntin eitthvað virði í raunheimum. Sá sem átti mikið af henni gat keypt sér mikil veraldleg gæði. Síðan þá hafa smápeningar verið notaðir sem gjaldmiðill í gegn um hagsöguna. Til dæmis fékk Júdas 30 silfurpeninga fyrir að færa Rómverjunum Jesú.

Fyrstu heimildir um pappírspeninga eru sagðar frá um árið 700 e.k. í Kína undir Tang og Song keisaraveldunum. Þá voru viðskipti orðin það algeng að kaupmönnum þótti þægilegra að fá uppáskrifað blað í stað stórra kerrufarma af kopar, þar sem auðveldara er að flytja pappírinn. Þó eðli þessara blaða hafi verið líkara ávísunum heldur en þúsundköllum sem við sjáum í dag þá var tilgangur þeirra sá sami, að búa til máta til að geyma fjármuni, án þess að þurfa að flytja þá í hestförmum.

Kreditkortin fóru að gera vart við sig um 1920, þó þau hafi ekki almennilega náð fótfestu fyrr en Diner’s Club gaf út sitt fyrsta kort árið 1950. Maður fór á veitingastað en þegar kom að því að borga þá uppgötvaði hann að hann hafði gleymt veskinu sínu. Uppfrá því fór hann að hugsa að það ætti að vera til eitthvað sem maður gæti notað í staðinn fyrir peninga, skildi maður lenda í því að vera veskislaus. Með tölvuvæðingunni sem kom seinna á öldinni fóru kortin að vera sífellt vinsælli og nú í dag greiða flestallir með debet- eða kreditkorti, enda eru reiðufé og smápeningar bara til trafala að mínu mati.

Í dag er komið að næsta stökki í því hvernig neytendur greiða fyrir vöru. Núna er hægt að nota símann sinn. Fólk gleymir veskinu sínu enn þann dag í dag en það er sjaldgjæft að það gleymi símanum sínum. Með snjallsímavæðingu heimsins er fólki síðan gert kleift að taka við greiðslum og borga fyrir vörur og þjónustur. Eins og staðan er í dag virðast tvær lausnir ætla að stinga af. Annars vegar eru kreditkortagreiðslur sem afgreiddar eru í gegn um farsímann og hitt er NFC eða “near field communication”.

Jack Dorsey er ögn svalari en Zuckerberg

Flottasta fyrirtækið í dag í kreditkortagreiðslum fyrir farsíma er sennilega Square. Maðurinn á bakvið Square er Jack Dorsey sem hefur verið minnst á áður. Ef þú skráir þig sem viðskiptavin hjá Square þá færðu kortalesara og forrit með þar sem þú getur rukkað í gegn um iPhone, iPad eða Android. Inneignin fer svo bara beint inn á bankareikning sem þú tilgreinir. Spáðu í því hvað þetta væri geðveikt fyrir fólk sem rukkar fyrir þjónustur, t.d. iðnaðarmenn, braskarar á Barnalandi, eða bara vinur þinn sem skuldar þér pening og er tregur að borga. Hann straujar bara kortið. Square hefur verið mjög vinsælt í Bandaríkjunum og sem dæmi gerði Apple einkasölusamning við það. Nú er hægt að kaupa kortalesara aðeins í Apple búðum. Að sjálfsögðu er aðeins hægt að nýta þjónustuna í Bandaríkjunum sem stendur og þeir gefa ekkert út um að þeir vilji færa sig út fyrir landsteinana að svo stöddu.

NFC er tækni sem er að ryðja sér til rúms. Nú þegar eru nokkur handtæki farin að vera með þennan möguleika t.d. Samsung Galaxy S II og Nexus S. Einnig benda allir orðrómar til þess að tæknin verði til staðar í nýja iSímanum. NFC er ekki bara notað til að borga en það getur líka verið notað til að deila upplýsingum milli NFC tækja svipað og infrared eða bluetooth hefur gert. 

Samsung Galaxy SII

Til þess að nýta sér tæknina þarf að bera síma með NFC tækni upp að öðru NFC tæki og þá munu upplýsingarnar deilast á milli. Til þess að nota það í stað debet eða kreditkorts þarf að vera búið að tengja reikninginn við þartilgert forrit sem þú sækir í símann þinn. Google hefur riðið á vaðið og býður fólki upp á Google Wallet. Þú getur auðveldlega tengt kreditkortið þitt eða PayPal aðganginn við Google Wallet og svo bara byrja að versla með símanum þínum. 

Því miður þarf þróun að eiga sér stað til þess að hægt sé að byrja byltinguna. Til að byrja með þurfa fleiri handtæki að styðja tæknina, svo þurfa fleiri notendur að kaupa handtækin og að lokum þurfa kaupmenn að tileinka sér þróunina og bjóða upp á þessa tækni við greiðslu. Þetta er nú þegar farið að birtast á markaðnum þannig ég hef engar áhyggjur af því að þetta muni ekki verða vinsælt eftir nokkur ár. Starbucks hefur til dæmis verið að prófa þessa tækni núna í 2 ár, enda eru þeir yfirleitt fljótir að tileinka sér nýjungar.

Endum þetta á Google Wallet auglýsingunni.

3 comments
  1. Alltaf jafn flottar greinar hjá þér… skemmtileg lesning!… keep up the good work!

  2. Flottar pælingar og skemmtileg lesning, peningar eins og við þekkjum þá í dag eru löngu orðnir úreltir og mega alveg fara að missa sín að mínu mati….sé þetta alveg taka þessa stefnu á svona næstu árum eða áratugum!

Hvað segir þú?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s