Archive

Monthly Archives: March 2015

Coffee and reviewsÉg er afskaplega spenntur í dag.

Síðustu vikur höfum við Villi vinur minn – Vilhelm Jensen, Jenni Júmbó, Jarðýtan – aðeins verið að dunda okkur. Þannig er mál með vexti að við höfum alltaf talað um að gera eitthvað skemmtilegt saman. Honum finnst gaman að grúska í vefjum, mér finnst gaman að skrifa. Já og kaffi, við elskum kaffi.

Við erum búnir að velta því fram og aftur hvernig við getum sameinað þetta þrennt og nú erum við tilbúnir að sýna afraksturinn:

www.coffeeandreviews.com

Coffee & Reviews er bloggsíða sem fjallar um viðskiptabækur. Síðustu ár hef ég lesið og hlustað á sennilega um 40-50 bækur sem tengjast fjármálum, markaðsmálum, leiðtogahæfni, auglýsingum og svo lengi megi telja. Ég hef skrifað um nokkrar þeirra hér á hugrenningum (sjá flokkinn “Bækur) og umfjallanir eftir mig hafa t.d. birst á Frumkvodlar.is.

Við stefnum að því að hafa umfjallanirnar skemmtilegar, hagnýtar og auðlesanlegar.

Héðan af munu mínar bókaumfjallanir birtast á Coffee & Reviews en ég mun samt halda áfram að tjá mig um hin ýmsu mál hér á hugrenningum.

Það þarf varla að segja það, en ef þið heimsækið nýju síðuna okkar, endilega smellið á þær auglýsingar sem þið sjáið – við græðum á því. Og svo hvetjum við líka til þess að fólk læki á Facebook, elti á Twitter og segi líka öllum vinum sínum frá okkur.

En vonandi getur þessi síða hjálpað einhverjum að fara í gegnum þann frumskóg sem úrvalið af viðskiptabókum er.

P.s. Endilega smellið á allar auglýsingar sem þið sjáið 🙂

Ég er oft spurður hvar best er að geyma myndbönd. Í raun er ekki neitt eitt rétt svar við því, það fer allt eftir því hvað þú ætlar að gera við myndbandið. Ætlarðu að selja auglýsingar, safna áskrifendum, reyna að láta það fara “viral”, tengja við annað efni t.d. á vefsíðu og svo lengi má telja.

Akkurat núna er mikið stríð á milli miðla að vinna “content-keppnina” en það vilja allir að þú geymir efnið þitt hjá sér. Ég ætla að fjalla aðeins um hvernig þú getur nýtt þér þetta stríð til að ná fram þínum markmiðum.

YouTube-logo-full_color (1)YouTube hefur hingað til verið aðal staðurinn til að geyma myndbönd. Þessi samfélagsmiðill tók svakalegt stökk strax og hann fór í loftið og var á endanum keyptur af Google fyrir 1,650.000 dollara árið 2006. Allir í heiminum nota og þekkja YouTube. Það sem ekki allir vita er að YouTube er næst stærsta leitarvél í heiminum með 3 milljónir fyrirspurna í mánuði! Fjölmargir út um allan heim hafa orðið ríkir á YouTube enda er svo ofboðslega auðvelt að annars vegar byggja upp áhorfendahóp (e. audience) og svo auðvitað að selja auglýsingar í gegnum auglýsingakerfi Google.

facebookFacebook hefur heldur betur sótt í sig veðrið hvað myndbönd varðar. Ég get staðfest af eigin raun að ef þú setur myndband inn á Facebook þá fer það á fleygiferð og flestir vinir þínir sjá það. Facebook er hér klárlega að reyna að krækja sér í hlutdeild af YouTube kökunni. Facebook vill gera sem mest til þess að þú þurfir aldrei að fara út af Facebook. Þeir verðlauna þig þannig með áhorfi fyrir að hlaða myndbandinu þínu á Facebook, en refsa þér ef þú linkar á YouTube myndband eða aðra miðla sem taka þig af Facebook. Við skulum samt ekki gefa Facebook of mikið hrós því þó að myndbandið þitt sjáist í öllum fréttaveitum sem þú veist um þá er þar líka pottur brotinn. Myndböndin spilast nefnilega sjálfkrafa á Facebook þegar þú sérð það og það telur sem 1 “áhorf”. Þannig alltaf taka þeim tölum með fyrirvara hjá Facebook.

vimeo logo blueSvo er það Vimeo. Vimeo er videoplatform fyrir myndbandsrúnkara. Allt á Vimeo er miklu fallegra en á YouTube. Þú hefur sömuleiðis betri stjórn á hlutum eins og stillimynd, læsingum og slíku og er þannig alveg frábær miðill til að nota til dæmis ef þú ætlar að setja myndböndin þín á vefsíður (e. embedded videos), til dæmis á vörusíður á heimasíðu fyrirtækis þíns. Að sama skapi geturðu stjórnað því betur hvað birtist þegar myndbandið þitt er búið.

Þetta eru svona þessir þrír helstu.  Það eru fullt af öðrum miðlum í boði eins og til dæmis myndbönd á Twitter og svo örmyndbönd á t.d. Vine og Instagram. Þá er hér ekki einu sinni minnst á myndbandsspilara fyrir fjölmiðla, sem vilja geta stýrt læsingunni ennþá betur og jafnvel handvalið auglýsingar á undan eða eftir hverju myndbandi. Það er líka allt önnur pæling.

En hvað af þessu er best?

Eins og ég sagði áðan þá fer það rosalega eftir því hvað þú ætlar að gera við myndbandið. Það er hægt að kafa gríðarlega djúpt ofan í algórythma, pælingar um að byggja upp áskrifendahóp og hvar þú ætlar að græða peninga en þumalputtareglan hjá mér er:

Facebook – Til að sjást sem víðast (e. most impressions)

YouTube – Til þess að finnast

Vimeo – Til að “embedda” á aðrar síður.

Þetta er svona þokkalega algilt fyrir flesta auglýsendur og vörumerki. Til þess að nýta kosti hvers miðils má líka hlaða myndbandi inn á alla þessa miðla.

Vonandi hjálpar þetta einhverjum.