Archive

Monthly Archives: September 2013

hjaltistankoHann Stanko tengdafaðir minn rekur lítið kaffihús í miðbæ Reykjavíkur. Eins og nafnið gefur til kynna er Stanko upprunalega frá gömlu Júgóslavíu, nánar tiltekið frá litlu þorpi í Króatíu. Þegar hann var tæplega tvítugur flutti hann til Íslands og fór að vinna í fiski. Fyrir 10 árum keypti hann Svarta Kaffi, fyrrnefnt kaffihús, og hefur átt og rekið það allar götur síðan.

Ef allar spár ganga eftir þá munu um 800.000 ferðamenn heimsækja Ísland á þessu ári. Ég spurði tengdapabba um daginn hvort hann væri ekki að reyna að taka þátt í gullæðinu og ná eins miklu út úr túristunum og hægt væri. Hann svaraði því að útlendingarnir væru auðvitað mikilvægir og það er nauðsynlegt að taka vel á móti þeim, en það væri ennþá mikilvægara að hugsa vel um Íslendingana. Þau koma nefnilega aftur.

Þetta er ein mikilvægasta speki sem nokkur aðili í viðskiptum getur tileinkað sér.og það er hægt að heimfæra hana á alla markaði.

Auðvitað er mikilvægt að hugsa vel um alla viðskiptavini og veita góða þjónustu alltaf. En það sem skiptir mestu máli er að byggja upp langtímasamband. Hvor er verðmætari viðskiptavinur, sá sem borgar hæsta reikninginn í dag eða sá sem kemur fjórum sinnum á ári? Ég held að svarið við þeirri spurningu sé augljóst.

Og var ég búinn að segja að súpurnar á Svarta Kaffi eru brjálæðislega góðar? 🙂

soup

Þið megið svo endilega setja eins og eitt “læk” á Svarta Kaffið á Facebook.