Archive

Topplistar

For the past few years I´ve held a tradition to write a post about my favourite albums. This will be the first one I do in English, but you can see lists from past years here. Although they are in Icelandic, the names of the bands and albums should be very readable and in fact I encourage you, dear reader, to give them a read through – you might discover something new!

I am not a music critic so it´s not a collection of the year´s BEST albums, I´ll leave that judgement to the people at Pitchfork. However, these are my FAVORITE albums of the year. If you disagree, I don´t really care… it´s my list.

So without further ado, here are Hjalti’s favourite albums of 2017.

10. Formation – Look at the Powerful People

Powerful synth-rock-pop. I like their energy and enthusiasm.

I went to a release show with Formation at Rough Trade last spring. I had a little chat with them after the show, they´re a bunch of nice lads.

9. Vök – Figures

Only Icelandic band to hit the top 10 this year. I´ve been a fan of Vök for a long time now, ever since their EP album hit back in 2013. Their debut album, Figures, was a bit of a surprise to me. Dreamy pop music that signals a bit of a change in direction for the band, but at the same time shows the depth of their creative potential.

If you have the chance to see them live I highly encourage you to do so!

8. London O´Connor – O∆

Slacker pop, is that a thing?

This guy popped up on my Discover Weekly sometime last spring and was played on repeat while I was writing my master´s dissertation. Thanks man, you helped me through some hard times!

7. Sampha – Process

Sampha had been a peripheral figure for me over the last year or so, popping up in collaborations and various music blogs here and there. Process is his solo debut. Very fresh, ranging from soulful tunes like ‘Incomplete Kisses’ to a heartfelt piano melody ‘(No One Knows Me) Like the Piano’.

Great stuff from one of the most exciting talents in British music.

6. Kendrick Lamar – DAMN

What can I say about Kendrick Lamar that hasn´t been said before? While his talent, flow and lyricism is probably the best in today´s music (!), I´ve always found him a bit hard to digest.

Hard hitting beats and lyrics and an all-star cast. DAMN is a sick album. There are no more words needed about that.

5. Loyle Carner – Yesterday´s Gone

This album totally owned the first months of 2017 for me. This easy listening hip-hop is a slam dunk with the words flowing effortlessly. Chill-hop as someone described it.

One of the highlights of the British music year, not just for me but many others!

4. Sundara Karma – Youth is Only Ever Fun in Retrospect

Another album that came out of nowhere. I had never heard of Sundara Karma until I saw someone tweeting about their album release concert in September.

FUN! There’s no way to describe Youth is Only Ever Fun in Retrospect. They are rolling in the new wave of Britpop, taking the torch from the likes of the Vaccines, Arctic Monkeys and The Wombats. Just give it a listen, it´ll lighten your mood.

3. LCD Soundsystem – American Dream

Full disclosure: LCD Soundsystem is my all-time favourite band.

I´m not going to say that American Dream was worth the wait because honestly I was writhing in agony after the band announced their retirement ON MY BIRTHDAY in 2011. But thankfully, James Murphy came to his senses and delivered us another album. It´s full of typical LCD hits – ‘Oh baby’, ‘American dream’, ‘Call the Police’.

I´m so excited for All Points East next summer, who´s with me?

2. Rat Boy – SCUM

Although placed second, I have to say that SCUM is my favourite album of the year. I´ve been watching this kid intently since I saw him play at The Great Escape back in 2015 and after a handful of singles the LP finally hit the stores.

Genre-wise, the album is all over the place. Reggae-SKA (‘TURN AROUND M8’), guitar rock (‘SCUM’), synth-pop (‘MOVE’) – borrowing from influences such as Primal Scream, Supergrass and Oasis, as well as owning their own sound. It´s just so fun! They glide between songs and genres so effortlessly, telling stories about British youth. I can always listen to this album.

1. The xx – I see you

This was the album I listened to the most this year. I´ve always been a fan of The xx, but never a die-hard one. I´ve always felt them as a low beat band that you would play while relaxing.

I See You in my view is where they really come into their own. They mix the best of Jamie xx’s producing skills as well as playing perfectly on the dynamic and contrast between the two vocalists. This album has everything, up-beat dance tunes like ‘Dangerous’ solemn heart break tunes like ‘Say Something Loving’ and then ‘I Dare You’, the song that cuts right down the middle between the two.

Another band who will be headlining at All Points East next summer (seriously who´s with me??).


I wish you all a happy new year and may 2018 bring us some more ear candy so that I´ll have something to write about in a year!

Þetta er sennilega erfiðasti listinn að setja saman. Listinn sem ég byrjaði að vinna úr taldi um 90-100 lög. Svo eru aðrir hlutir sem þarf að huga til, til dæmis hef ég yfirleitt þá reglu að það fer bara eitt lag með hverjum listamanni sem kemst inn á topp 10. Sem þýðir að ég þarf yfirleitt að velja á milli 3-4 laga af uppáhaldsplötunum mínum. Að lokum er maður með 20+ lög sem öll gera tilkall til þess að vera á listanum.

En á einhverjum tímapunkti þarf að taka ákvörðun. Það er erfitt að velja bestu lögin, þá þarf maður að hugsa um hluti eins og texta, pródúksjón, hvaða áhrif það hafði o.s.frv. Það er miklu skemmtilegra að velja bara þau lög sem eru í mestu uppáhaldi.

Þetta eru 10 uppáhaldslögin mín frá árinu 2016:

10. Apothek – Invited (Dillistone Remix)

Ég deildi skrifstofu í sumar með norska plötufyrirtækinu Propeller Recordings sem sér um mál norsku indípoppsveitarinnar Apothek. Apothek gaf út mjög fína plötu í haust sem heitir einfaldlega Apothek. En það er fyndið að þó platan sé ágæt, og lagið ‘Invited’ er ágætt líka að þá er remixið það sem ég elska. Það er eitthvað við hook-ið sem er fullkomlega ávanabindandi.

9. Drake – One Dance

Drake er konungur streymisins. ‘One Dance’ er mest spilaða lag sögunnar á Spotify – það hefur verið spilað yfir 1.000.000.000 sinnum! Drake gaf út plötuna Views á árinu sem er ein fullkomlega leiðinleg plata.

Það er samt ekki annað hægt að dansa aðeins við ‘One Dance’. Sennilega mest grípandi lag ársins.

8. Lucy Dacus – I Don’t Wanna Be Funny Anymore

Ég talaði um Lucy Dacus í Topp 5 uppgötvunum ársins. Það er eitthvað við þetta lag sem dregur mann inn. Textinn er heiðarlegur, saga stelpu sem glímir við óöryggi og vill bara passa inn og vera hluti af hópnum.

7. Aron Can – Rúllupp

Eina íslenska lagið á listanum. Það voru alveg nokkur önnur sem komu til greina en Aron Can – næsta stjarna íslensku hip hop senunnar var sá eini sem komst í gegnum síuna. Þetta lag er ógeðslega grípandi og auðvelt að tengja við söguna. Stelpa og strákur, ástfangin í ómögulegri ást.

“Ég gleymi að fokking gleyma þér.” Instant hit.

6. A Tribe Called Quest – We The People

Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki hlustað neitt á A Tribe Called Quest í gegnum tíðina. En þegar gagnrýnendur byrjuðu að lofsyngja plötuna ákvað ég að hoppa á vagninn og hlusta. Og VÁ! Ef þú hefur ekki hlustað á We got it from here…….Thank you 4 your service gerðu það þá núna! Pólitík, djamm, mismunun á grundvelli kynþáttar, konur – það er farið yfir víðan völl.

En lagið ‘We the People’ er sennilega eitt það sterkasta á plötunni og það birtist á hárréttum tíma – 3 dögum eftir að Donald Trump var kostinn forseti Bandaríkjanna.

5. MØ – Final Song

Ef hin danska MØ heldur áfram á þessari braut þá getur hún orðið ein af stærstu poppstjörnum í heiminum. ‘Final Song’ kom út maí á þessu ári og var á tímabili eitt mest spilaða lagið í Evrópu. Og það er plata á leiðinni á næsta ári..

4. Christine and the Queens – Tilted

Það er alþjóðlegur listi í gangi – Noregur, Kanada, Ísland, Bandaríkin, Danmörk og nú Frakkland. Christine & the Queens hefur verið að semja og spila tónlist alveg heillengi, en það var ekki fyrr en 2016 að einhver fór að taka eftir henni utan Frakklands þegar BBC tók hana á sína arma og gerði lagið ‘Tilted’ að sumarsmelli.

Öll lögin hér að ofan eru með Spotify link, en Christine & the Queens fá YouTube link með, aðallega vegna þess að frammistaðan í þessu myndbandi er geðveik!

3. Lake Ruth – The Inconsolable Jean Claude

Lake Ruth er glæný hljómsveit frá Bandaríkjunum. Það er það eina sem ég veit. Hljómsveitin er með 758 likes á Facebook og ekki með Wikipedia síðu þannig það er frekar erfitt að finna upplýsingar. Hraunberg bróðir minn fann þetta lag einhvernveginn, sendi það á mig og það var instant ást.

Bassalínan í þessu lagi er sennilega sú besta sem ég hef heyrt (sagt með fyrirvara).

2. Frank Ocean – Ivy

Ég er einn af þeim sem var búinn að bíða eftir nýrri plötu frá Frank Ocean. Og þegar hún loksins kom þá olli hún mér sko engum vonbrigðum! En það sem hún gerði hins vegar var að valda mér miklum höfuðverk um hvaða lag ætti að fara á þennan lista. ‘White Ferraris’ og ‘Nikes’ gerðu líka tilkall. En ‘Ivy’ er bæði rosalega grípandi laglína og texti sem hægt er að tengja vel við. Þar syngur Ocean um minningar af gamalli ást. “I thought that I was dreaming, when you said you loved me.” “We both know that deep down, the feeling still deepdown is good.”

Þetta er Frank Ocean eins og hann var á channel Orange. Mjúk laglína, grípandi texti og skemmtileg saga sem hægt er að tengja við.

1. Kanye West – Famous

Þetta lag er hrikalegt. Frá fyrstu línunni þar sem hann ræðst á Taylor Swift yfir í myndbandið fræga sem gerði allt brjálað. En það er samt eitthvað svo…. geðveikt! Þetta er óður til frægðarinnar – sem er leikur sem enginn spilar betur en Kanye. Hann spilar leikinn það vel að hann missir tök á veruleikanum og lifir í eigin heimi frægðarinnar.

‘Famous’ er flaggskipið af The Life of Pablo plötunni (Spoiler alert: TLOP mun vera hátt á listanum yfir bestu plötur ársins). Það rammar inn allt þema plötunnar og rómar nákvæmlega hvaða mann Kanye hefur að geyma. Hann er maður með rosalega blöndu af mikilmennskubrjálæði og minnimáttarkennd. Og hann kann að pakka því inn í grípandi slagara.

‘Famous’ er mitt uppáhaldslag frá árinu 2016.

Að lokum, ef þú hefur áhuga, þá er hér playlistinn ‘Your Top Songs 2016’ sem Spotify voru svo góðir að setja saman fyrir mig. Þar kennir ýmissa grasa – bæði lög sem komu út á árinu sem er að líða en líka bara lög sem ég elska og hlusta á hverju ári.

Hó hó hó! Það er sá tími ársins að allir og amma þeirra taka saman árið. Ég hef haft þann sið að taka saman það sem mér finnst standa upp úr í tónlistarárinu hverju sinni. Hvernig listarnir eru settir saman breytast ár eftir ár og hvaða þema er tekið fyrir sömuleiðis. Fyrir þá sem vilja kynna sér lista fyrri ára mega þeir endilega skoða taggið “Topplistar“.

En til að byrja topplistaösina í ár ætla ég að skella í einn Topp fimm. Í kvöld ætla ég að fara yfir þá 5 hluti sem ég uppgötvaði á árinu og eru í mestu uppáhaldi hjá mér.

Atriðin birtast í engri sérstakri röð. Hefst þá lesturinn:

American Wrestlers

Ég rakst á þessa hljómsveit á einhverjum lista. Gott ef það var ekki á Twitter eða eitthvað svoleiðis. Þegar ég reyndi að leita frekari upplýsinga um hljómsveitina American Wrestlers (lesist: Gúgla “American Wrestlers”) mætti þetta mér:

american-wrestletrsÉg er ekki að segja að ég hafi EKKI verið fyrir vonbriðgum þegar ég komast að því að þetta væri ekki metal hljómsveit með Steve Austin á bassa, John Cena á trommum, Hulk Hogan á saxófón og Rocky Maivia á rafmagnsgítar og söng. En þetta er hins vegar frábær hljómsveit, létt gítar rokk sem kemur manni í gott skap. Þetta þarf ekki að vera flókið.

Platan Goodbye Terrible Youth er önnur plata sveitarinnar og hún mun örugglega vera í baráttunni um bestu plötur ársins.

 

Julia Jacklin

Ég uppgötvaði Julia Jacklin eiginlega fyrir slysni. Ég var á Great Escape hátíðinni í Brighton að horfa á hljómsveit sem ég hafði verið spenntur fyrir. 2 lög inn komst ég að því að sú hljómsveit var bara hundleiðinleg. Þannig ég labbaði bara út, opnaði appið og fann næstu tónleika án þess að spá nokkuð sérstaklega í því hver var að spila. Á þeim stað var Julia Jacklin nýkomin frá Ástralíu akkurat að stíga á svið. Og hún var svo góð það kvöld að ég fór að sjá hana daginn eftir líka og 3 dögum síðar á tónleikum í London.

Í október gaf hún út sína fyrstu plötu Don’t Let The Kids Win sem er eiginlega alveg ógeðslega góð!

Gagnrýnendur hafa verið í erfiðleikum með að skilgreina hana Júlíu vinkonu mína. Gítar popp, Americana, Country, Indie rokk – ég veit það ekki. Það eina sem ég veit er að þetta er engan veginn tónlistarstefna sem ég er venjulega hrifinn af. En hún kveikir einhvern neista hjá mér.

 

Finnskt rapp

Ég er búinn að vera að vinna fyrir Nordic Playlist allt árið. Verandi í vinnu við það að kynna tónlist frá Norðurlöndunum verður sjálfkrafa til þess að maður fer að hlusta á Norræna tónlist. Indípopp frá Danmörku og diskótónlist frá Noregi hefur líka verið á listanum. En það sem stendur upp úr er klárlega hip hop frá Finlandi.

Ég mæli sérstaklega með Biniyam, View og Noah Kin. Þeir eru allir ungir og upprennandi strákar að gera þrælskemmtilega hluti. Og það vill svo til að ég náði að sjá þá alla spila live í ár.

Lucy Dacus

Ef það hefur ekki skinið í gegn ennþá þá elska ég stelpur sem spila á rafmagnsgítar. Mér finnst það geðveikt kúl og mikið af því sem ég hef hlustað á síðustu 2 ár hefur einmitt verið með hljómsveitum þar sem stelpur spila á rafmagnsgítar. Torres, Hanna Lou Clarke, Julia Jacklin, Courtney Bartnett, Frankie Cosmos hafa allar verið í mikilli spilun – og svo hún Lucy Dacus auðvitað.

Lucy gaf út plötuna No Burden fyrr á árinu sem er eiginlega alveg frábær. Textarnir eru einhverskonar játningar frá tvítugri stelpu þar sem hún glímir við eigið óöryggi og segir frá því hvernig er að standa fyrir utan og passa ekki í hópinn.

Áfram stelpur á rafmagnsgítar!

 

Public Enemy – Harder than you think

Ég veit að það er mjög sérstakt að sjá 9 ára gamalt lag eftir 30 ára gamla hljómsveit á lista yfir uppgötvanir ársins 2016. En það vill bara svo til að ég hef aldrei hlustað neitt mkið á Public Enemy og hafði aldrei heyrt þetta lag fyrr en það var spilað í útvarpinu einhverntíman í sumar. Ég myndi segja að þetta væri besta lag sem ég hef heyrt á þessu ári. Bítið, textinn, sagan, attitude-ið – ég er bara svo mikið að fíla þetta að það er ekki einu sinni fyndið. En þar sem það kom út árið 2007 er eiginlega ekki hægt að setja það á listann yfir bestu lög ársins – svo ég tróð því með á uppgötvanir ársins.

bestu plötur 2015

Þetta ár hefur verið frábært í tónlist. Ég held ég hafi bara aldrei hlustað svona mikið á tónlist enda var ég sífellt að uppgötva nýjar hljómsveitir, fá ábendingar um frábærar plötur eða hlusta á það sama gamla aftur og aftur.

Það getur verið erfitt að sigta út hvaða plötur eiga heima á topp 10 listanum hjá manni. Í fyrsta lagi eri það ekki endilega mest spiluðu plöturnar sem eru bestar. Sem dæmi þá hlustaði ég á nýju Weeknd plötuna í döðlur á ákveðnum tímapunkti í sumar en í dag get ég ekki hlustað á hana. Þar var ég til dæmis of peppaður og keypti hæpið í kringum plötuna. Því þegar allt kemur til alls finnst mér hún ekkert sérstök.

Svo þarf maður að passa að það séu ekki plöturnar sem þu hefur hlustað á. Akkurat núna er ég til dæmis heltekinn af nýju plötunni með Pusha T. Mér finnst hún frábær, en svo veit ég ekki hvernig hún mun eldast. Hún kemur þá til greina á topplista næsta árs. Að lokum þarf maður að passa að aðrir topplistar séu ekki að hafa áhrif á þitt eigið val. Þannig tók ég Courtney Bartnett plötuna af mínum lista þrátt fyrir að það sé frábært verk. Hún var bara ekki topp 10. Aðrar plötur sem þar má nefna eru Sprinter með Torres og b’lieve I’m going down… með Kurt Vile. Báðar frábærar plötur sem skora hátt út um allan heim en eiga ekki endilega heima á mínum lista. Allar þessar 3 væru samt á topp 20 listanum hjá mér.

En er eitthvað annað að gera en að vinda sér í 10 bestu plötur ársins að mínu mati? Ég get aldrei ákveðið í hvaða röð ég á að setja plöturnar, þannig ég set þær á listann eftir því hversu mikið þær voru spilaðar á árinu.

10. Jamie XX – In Colour

jamie xxJamie XX er annar helmingurinn af tvíeykinu The xx sem margir kannast við. Hann gaf snemma á þessu ári út plötuna In Colour. Ó mæ god hvað hún er góð! Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa hljómnum öðruvísi en lágstemmdu elektró með þungum trommutakti inn á milli. Ef ég þarf að einbeita mér þá kveiki ég alltaf á þessari plötu og stilli í botn. Og dilla mér kannski rétt aðeins í stólnum, bara af því það er gaman.

Á plötunni fær hann nokkra gesti eins og til dæmis rapparann Young Thug í laginu “I Know There’s Gonna Be Good Times”. En besta lagið er að mínu mati upphafslagið “Gosh”.

9. Tame Impala – Currents

currents - tame impalaFyrsta plata áströlsku strákanna í Tame Impala var létt og skemmtilegt psychadelic rokk plata. Á plötu nr. 2 ákváðu þeir að taka syntha miklu meira inn í sinn hljóm og úr varð ein besta popp-plata ársins. Aðalmaðurinn á bakvið Tame Impala heitir Kevin Parker sem er bara allt í öllu í sveitinni. Hann sá um að skrifa lögin, tók þau upp, masteraði og söng – og gerði það allt í stúdíóinu heima hjá sér.

Í heildina litið er Currents mjög heilsteipt og góð plata. Helstu lögin eru “The Less I Know the Better”, “Cause I’m a Man” og “Eventually” en besta lagið á plötunni er klárlega fyrsta lagið – dansvæna, 8 mínútna langa ballaðan “Let It Happen”.

8. Shamir – Ratchet

shamir ratchetShamir er ungur maður frá sem hefur verið að vekja athygli í tónlistarheimum. Ratchet er hans fyrsta plata og fjallar að miklu leiti um hans heimabæ, borg syndanna – Las Vegas.

Ratchet er 10 laga gripur, full af metnaðarfullu indí elektró, orku og skemmtilegheitum. Það er erfitt að hreyfa sig ekki þegar Shamir mætir á svæðið.

7. Little Simz – A Curious Tale of Trials + Persons

little simzÉg er náttúrulega alveg ógeðslega skotinn í þessari dömu eins og ég sagði frá í fyrsta listanum. A Curious Tale of Trials + Persons er fyrsta plata Simbi og var gefin út af hennar eigin útgáfufyrirtæki – AGE:101 Music. Textarnir á plötunni eru út um allt, frá því að biðja Mary nágranna sinn afsökunar á öllum hávaðanum sem kemur frá því að búa við hliðina á tónlistarmanni yfir í að ráðast á staðalímyndir í tónlistarbransanum í laginu “Persons”. Þessa plötu á að hlusta á í heild sinni, ekki velja stök lög.

Little Simz er með svakalega mjúkt flæði, beitta texta og grípandi bít. Og ég er að fara að sjá hana í London í febrúar!

6. Agent Fresco – Destrier

Agent fresco destrierÁ Destrier fara Agent Fresco í aðeins nýja átt en þeir fóru á síðustu plötu. Hún er aðeins mýkri og heilsteiptari og það er greinilegt að það hefur farið gríðarleg vinna í að þróa hljóminn. Arnór Dan hefur sömuleiðis þroskast svakalega mikið sem söngvari og hefur t.d. dregið úr háu falsettunum sem pirruðu suma. Þó má alveg ennþá finna sömu Agent Fresco geðveikina í lögum eins og “Dark Water”, enda er það eitt helsta sérkenni sveitarinnar.

Það er eitt lag sem stendur alveg upp úr á annars mjög góðri plötu. “See Hell” fjallar um líkamsárás sem Arnór varð fyrir að tilefnislausu og þær tilfinningar sem hann þurfti að vinna úr eftir þá lífreynslu. Í sumar var ég að vinna úr ákveðnum málum sjálfur og í fyrsta sinn sem ég heyrði lagið held ég að ég hafi spilað lagið 10 sinnum í röð. “See Hell” er klárlega besta lag ársins.

5. Drake & Future – What a Time To Be Alive

drake what a time to be aliveÉg veit ekki hvað það er við Drake, en það virðist allt sem hann snertir verða að gulli. Að sama skapi veit ég ekki af hverju ég fíla What a Time To Be Alive svona ógeðslega mikið. Textarnir eru heimskulegir, fjalla helst um strippara, peninga, crew-ið, kókaín og djammið. Á sama tíma eru bítin og laglínan alveg fáránlega grípandi. Sem dæmi var “Jumpman” orðinn að hittara á skemmtistöðum nær samstundis.

Það er kannski aðallega hversu uppfull af hégómafullri sjálfhverfu sem maður tengir við þetta. Allavega ef þig vantar að peppa sjálfið þá er þetta platan fyrir þig. Ég hlustaði til dæmis á hana aftur og aftur í ræktinni til að kitla hégómann í sjálfum mér.

4. The Vaccines – English Graffiti

vaccines english graffitiVaccines eru ein af mínum uppáhalds hljómsveitum. Í gegnum tíðina hafa þeir ekki alltaf fengið lof frá spekúlöntum og þar sem lögin þykja oft á tíðum einföld og textarnir heimskulegir. En hey, er þetta ekki popptónlist? Ég elska þetta! Á þessari þriðju plötu gætir aðeins nýrra áhrifa sem erfitt er að lýsa. Það er búið að bæta við effekt á einn rafmagnsgítarinn sem er eiginlega ekki hægt að lýsa öðru vísi en “japönskum”.

English Graffiti fjallar eins og hinar plötur Bóluefnanna um samskipti kynjanna. Og það er gert af gleði og stemningu að það er erfitt að hrífast ekki með.

3. Twin Shadow – Eclipse

twin shadowTwin Shadow er áhugaverður listamaður. Pressan á erfitt með að staðsetja hann tónlistarlega og fjalla mikið um það. Hann spilar mjúkar indí ballöður sem fjalla um ástina og brotin hjörtu. Á sama tíma er hann töff týpa, í leðurjakka og rífur kjaft í viðtölum.

Ég át þessa plötu með húð og hári í vor og sumar, svo mikið að hann er næst mest spilaði listamaðurinn á Last.fm hjá mér (á eftir Drake).

Á plötunni má finna lagið “Old Love / New Love” sem kom út 2013 eða 2014 og er, svo ég leyfi mér að fullyrða, besta lag í heimi.

2. J. Cole – 2014 Forest Hills Drive

Jcole2014 Forest Hills Drive kom út mjög seint á árinu 2014 og fór þannig frekar mikið undir radarinn ef svo má segja. Ég datt bara inn á hana fyrir tilviljun á einhverjum lista í sumar og ákvað að gefa henni séns. Jermaine er nefnilega maður sem mér fannst hreinlega óþolandi. Það var alltaf eins og hann væri að reyna að vera harður til að passa inn í staðalímyndina af rappara.

Á þessari plötu er eins og hann hafi aðeins slakað á og byrjað að rappa um venjulegri hluti. Lagið “Wet Dreamz” fjallar um þegar hann missti sveindóminn og “Hello” fjallar um þegar gömul ást hefur samband aftur eftir langt hlé. Auðvitað finnurðu svo líka hégómarapp eins og í laginu “St. Tropez”. En við fyrirgefum það.

1. Úlfur Úlfur – Tvær plánetur

tvær pláneturFjórða rappplatan á þessum lista og mest spilaða plata ársins hjá mér. Ég hef alltaf verið hrifinn af Úlfi Úlf en ég sá engan veginn fyrir að þeir gætu hent út svona öflugum grip. Það er ekkert lag lélegt á plötunni. Ég fíla líka textana, þeir eru hversdagslegir, fjalla um djammið, að meikaða, eða að eignast pening. En svo eru líka frábærir textar inn á milli sem auðvelt er að tengja við. Það má til dæmis heyra mikla ástarsorg í laginu “Tvær plánetur” og vísanir í sambandsslit í laginu “Akkeri”.

Svo áttu þeir sennilega bestu tónleika ársins – útgáfutónleikarnir í Gamla bíó. Þeir voru rosalegir!

—————————————————————————–

Jæja þá er síðasti listinn klár. Ég þakka þeim sem hafa nennt að hlusta á röflið í mér. Væri gaman að heyra hvaða plötur fólki finnst eiga heima þarna sem ég sleppti og hvað má fjúka af listanum.

Annars óska ég öllum gleðilegs árs. Ég reikna með að topplistinn 2016 verði mjög breskur 🙂

bestu lög 2015

Þá er það listi 2 af 3. Í gær henti ég í hvaða listamenn mér fannst standa upp úr á árinu 2015 og nú eru það 42 bestu lög ársins.

Það var erfiðast að búa til þennan lista. Ég var búinn að segja að hver listi væri settur saman eftir hávísindalegri aðferð og þetta er sennilega sá eini í ár sem er byggður á einhverjum gögnum.

Fyrst datt mér í hug að búa til lista yfir 10 bestu lögin að mínu mati, svo var ég að hugsa um að taka 10 mest spiluðu lög ársins hjá mér samkvæmt Last.fm.

Að lokum ákvað ég að nota bara lagalistann “Songs 2015” sem ég er búinn að vera að safna í síðan í sumar. Sá listi geymir öll þau lög sem hafa verið í mestu uppáhaldi hjá mér á þessu ári. Er það ekki bara sanngjarnast?

Listinn er ekki í uppáhaldsröð og ekki í þeirri röð sem er mest spiluð heldur í þeirri röð sem lögunum er bætt á listann. And here we go:

 1. Everything Everything – Spring / Sun / Winter / Dread
 2. Miguel – Hollywood Dreams
 3. J. Cole – Hello
 4. Gísli Pálmi – Draumalandið
 5. Jack Garratt – Worry
 6. Courtney Bartnett – Pedestrian at Best
 7. Úlfur Úlfur – Brennum allt
 8. The Vaccines – 20/20
 9. The Weeknd – Can’t Feel My Face
 10. Justin Bieber – Where Are You Now ft. Jack U & Skrillex
 11. Bitch Better Have My Money – Rihanna
 12. Broods – Bridges
 13. Little Simz – Time Capsule ft. Jakwob, Caitlyn Scarlett
 14. Úlfur Úlfur – #Nett ft. Emmsjé Gauti
 15. Hot Chip – Need You Now
 16. The Weeknd – The Hills
 17. Drake – Know Yourself
 18. Agent Fresco – See Hell
 19. The Chemical Brothers – Go
 20. Tame Impala – Let It Happen
 21. Shamir – Demon
 22. Twin Shadow – Turn Me Up
 23. Will Butler – Anna
 24. Disclosure – Hourglass ft. Lion Babe
 25. Drake – Back to Back
 26. Little Simz – Full or Empty
 27. Rat Boy – Sign On
 28. Real Lies – One Club Town
 29. Noel Gallagher’s High Flying Birds – Ballad of the Mighty I
 30. Jack Garratt – Weathered
 31. Justin Bieber – What Do You Mean?
 32. Big Grams – Goldmine Junkie
 33. Adele – Hello
 34. Seinabo Sey – Younger
 35. Jamie xx – Gosh
 36. Grimes – Flesh Without Blood
 37. Drake & Future – Diamond Dancing
 38. Torres – Sprinter
 39. A$AP Rocky – L$D
 40. Kurt Vile – Dust Bunnies
 41. Alfie Connor – Stranger
 42. LCD Soundsystem – Christmas Will Break Your Heart

Er einhver tími ársins betri en desember þegar maður fær öll ársuppgjörin. Ég er alveg búinn að liggja yfir öllum listum sem ég finn. Paste Magazine, Spin, NPR All Songs Considered, Straumur, Dr. Gunni, Line of Best Fit….listinn yfir topplistana er meira að segja snilld.

Í ár ætla ég að vera með 3 lista og eins og venjulega þá er ég með minn eigin hátt á þessu. Ég mun í dag segja frá þeim listamönnum sem stóðu upp úr á árinu, svo fer ég yfir uppáhaldslögin mín og að lokum topp 10 plötur ársins.

Hver listi er settur saman eftir hávísindalegri aðferð: Það sem mér finnst. Þannig breytast reglurnar ár eftir ár. En það kemur engum við, þetta eru jú mínir listar.

Listamenn ársins 2015

Það eru nokkrir listamenn sem hafa gjörsamlega átt árið hvað mig varðar. Sumir gáfu út fullt af nýju efni á árinu, sumir gefa út eftir áramót en aðrir eiga bara fullt af efni sem ég hafði ekki hlustað á áður. Listinn er ekki í neinni sérstakri röð.

Drake

Þangað til í sumar hef ég engan veginn verið hrifinn af Drake. Ég er búinn að reyna mikið og ég hef svosem alltaf fílað nokkur lög með honum. “Hold On We’re Going Home” var t.d. strax í uppáhaldi, eins og svosem hjá öllum sem heyrðu það. En í ár var Drake bara Á ELDI! Hann gaf út 2 plötur, nokkrar smáskífur auk þess að túra, koma fyrir í lögum hjá öðrum og eiga í heitu “bíf-i” við Meek Mill sem spann af sér smellinn “Back to Back”. Drake er sennilega heitasta poppstjarna ársins og er sá listamaður sem ég spilaði mest á þessu ári.

En í gegnum öll þessi nýju lög sem hann er að gefa út þá kynntist ég gamla efninu hans. Platan Take Care frá árinu 2011 finnst mér vera sú besta sem hann hefur gert. Og besta lagið á henni er að mínu mati “We’ll Be Fine” þó titillagið “Take Care” og “Marvins Room” séu ekki langt undan.

Little Simz

Little Simz er ungur rappari frá London. Ég sá hana á The Great Escape hátíðinni í Brighton í fyrra. Þvílík sviðsframkoma! Þegar ég kom heim frá Englandi byrjaði ég að fletta henni upp á YouTube og Spotify. Síðustu ár hefur hún verið að gefa út mixteip eins og vindurinn og leikið sér með allskonar stef. Hún fékk m.a. lánað “Gimme Shelter” frá Rolling Stones og “Yesterday” frá Bítlunum á “Blank Canvas”.

Samhliða því hefur hún verið að spila um allan heim og gaf svo í haust út sýna fyrstu alvöru plötu – A Curious Tale of Trials + Persons – sem hún gaf út hjá sínu eigin útgáfufélagi. Á plötunni fór hún um víðan völl en byrjunin á fyrsta lagi hennar situr svakalega í mér þar sem hún segir “Women can be kings”. Þarna er ung kona (Simbi er fædd 1994) að ráðast á plötu heiminn og velta fyrir sér stöðu kvenna í honum. Hún kemur út úr horninu með hnefana á lofti, óhrædd og segir sína sögu. Ég fílaða! Sögurnar á plötunni eru sömuleiðis um það hvernig er að verða fullorðin og reyna að meikaða.

Til gamans má geta að ég á aukamiða á tónleika með henni í London í febrúar ef einhver er game 🙂

Emmsjé Gauti

Ég ætla bara að segja það strax að Emmsjé Gauti er maður sem ég hef aldrei fílað. Ég var bara ekki að ná þessu. Veit ekki hvað það er. En svo breyttist allt þegar ég sá Gauta á sviði á útgáfutónleikum Úlfs Úlfs í Gamla Bíó. Svo sá ég hann aftur Menningarnæturtónleikunum í portinu á bakvið 11una. Síðan þá held ég að ég hafi séð svona 5 gigg með honum, það stærsta á Airwaves þar sem 800 manns hoppuðu, sungu og dönsuðu.

Gauti er maður sem er fæddur til að vera á sviði. Born performer.

Jack Garratt

Ef þú ert ekki búinn að hlusta á Jack Garratt þá skaltu gera það núna.

Þetta er sá listamaður sem ég er hvað spenntastur fyrir í heiminum í dag. Við Vilhelm sáum hann á Great Escape í Brighton og urðum báðir ástfangnir af manninum. Hann er á sviðinu með trommuheila, rafmagnsgítar, synth, hljómborð og syngur. Allt á sama tíma. Einn. Hann er rosalegur.

Bretarnir eru að missa sig yfir honum og spá því að hann sé næsta stjarna þar í landi. Hann virðist líka vera að ná hingað til Íslands, en ég heyrði lagið “Weathered” á X-inu um daginn. Hlustaðu á lögin í þessari röð: 1. Worry, 2. Chemical, 3. Weathered, 4. The Love You’ve Given, 5. Remnants

Fyrsta plata Jack Garratt kemur út í febrúar. Ég mun kaupa eintak á vinyl og standa fyrir utan heima hjá manninum að vona að hann áriti eintak.

Vök

Ok er einhver sem er ekki að fíla það sem þessir krakkar eru að gera? Ég er búinn að sjá þau nokkrum sinnum í ár og hlusta mikið á efnið sem þau hafa gefið frá sér. Svo var ég svo heppinn að taka viðtal við þau fyrir Kjarnann.

Ég held að ég sé ekki að ljúga neinu þegar ég segi að þetta er næsta stóra bandið frá Íslandi. Þeir sem sáu þau spila á Airwaves hátíðinni í haust vita alveg af hverju. Og við skulum ekki gleyma því að lagið Before er komið upp í rúmlega 1,8 milljón spilanir á Spotify. Það er eitthvað stórt í gangi.

Ég bíð allavega spenntur.

Gott í bili. Gleðileg jól

Fyrr í vikunni skrifaði ég pistil um 15 bestu lög ársins og nú er komið að aðallistanum: Bestu plötur ársins 2015.

Listinn er ekki í neinni sérstakri röð fyrir utan plötuna sem er síðust á listanum, hún er best. En þú þarft að lesa alla leið niður til að komast að því hver hún er. Þar að auki eru allar reglur þverbrotnar á honum! Eins og áður þá skipti ég listanum ekki upp í íslenskt og erlent heldur splæsi öllu saman í einn dúndurlista sem tekur mið af því hvað hefur komið út á árinu og ég á hvað ég hef hlustað.

10. Young Karin – n1

n1Ég ætla að byrja á því að svindla. n1 eftir Young Karin er EP plata frá sveitinni. Hún hinniheldur 5 lög, þar á meðal lagið “Hearts” sem fékk töluverða spilun í útvarpi. Young Karin er verkefni á vegum Loga Stefson úr Retro Stefson og söngkonunnar Karinar Sveinsdóttur. Þetta er sú hljómsveit sem ég er sem spenntastur fyrir á Íslandi í dag. Hún spilar ljúft indípopp og hefur vakið athygli bæði á Íslandi og erlendis, en hún verður ein af þeim sveitum sem treður upp á Eurosonic hátíðinni í næsta mánuði. En flott plata sem er gefur góða von um framhaldið.

Lögin: Hears, Sirens

9. Sólstafir – Ótta

óttaTæplega 20 ára gömul hljómsveit sem er búin að vera að harka þangað til núna loksins þá verða þeir ríkir og frækir. Ok kannski ekki ríkir, en þessi plata fór samt beint í annað sætið í Finnlandi. Á plötunni Ótta færa Sólstafir okkur mjög melódískt þungarokk sem er engu að síður útvarpsvænt og rennur ágætlega í óhörnuð eyru mjúkra manna eins og mín. Platan telur 8 lög sem eiga það sameiginlegt að heita eftir gömlu eyktunum sem voru notaðar til að skipta upp sólarhringnum. Flott plata sem kemur fersk inn í allt indípoppið sem annars var hlustað á þetta árið.

Lögin: Ótta, Náttmál, Nón

8. John Grant – John Grant & the BBC Philharmonic Orchestra

john grantSvindl númer tvö er þessi plata frá John Grant og sinfóníuhljómsveit BBC, en venjulega myndi ég ekki geta tekið með svona safnplötu heldur miða ég aðallega við nýtt efni. Ég verð hins vegar að setja þessa plötu með, en hún kom út seint á árinu. Ég vissi ekki einu sinni að John Grant hefði yfir höfuð spilað með BBC-sinfóníunni, hvað þá að plötuútgáfa stæði til. En þegar ég fékk tölvupóst frá Spotify að nú væri platan “available” spratt ég af stað og hlustaði og ó minn guð hversu flott þessi plata er. Félagi Grant er náttúrulega tónlistarmaður af bestu sort og lögin hans henta fullkomnlega til að vera spiluð með stórri sveit strengja og lúðra. Það þarf svosem ekki að hafa fleiri orð um það.

Lögin: Queen of Denmark, Marz, Pale Green Ghosts

https://www.youtube.com/watch?v=qI1daBAJIXM

7. Royal Blood – Royal Blood

royal bloodMá kalla Royal Blood hljómsveit? Hún samanstendur af 2 meðlimum, annar spilar á trommur, hinn syngur og spilar á bassa. That’s it! En vá þessi plata! Hún er svo brjálæðislega öflug. Öll lögin eru góð! Lögin “Little Monster” og “Figure It Out” hafa verið spiluð töluvert á X-inu. Hún minnir töluvert á Queens of the Stone age með grimman bassa og þungt “stónerrokk”. Flottur gripur.

Lögin: You Can Be So Cruel, Blood Hands, Out of the Black

6. Lykke Li – I Never Learn

i never learnSænski furðufuglinn Lykke Li heldur áfram uppteknum hætti að búa til flotta tónlist. Síðasta plata hennar, Wounded Rhymes var mikið spiluð hjá mér á sínum tíma og nýja platan I Never Learn var mikið spiluð í hjólatúrum núna í sumar. Platan er “rólegri heldur en síðasta plata, aðeins dimmari og melankólískari” eins og ég sagði í færslu í sumar en lögin eru mörg hver afskaplega falleg en sorgleg.

Lögin: Love Me Like I’m Not Made of Stone, Never Gonna Love Again, Gunshot

5. The War On Drugs – Lost in the Dream

war on drugsFyrsta Airwaves sveitin á listanum, en þeir tróðu upp í Valsheimilinu á undan The Flaming Lips í haust. Þar héldu þeir mjög flotta tónleika enda allir færir hljóðfæraleikarar og bara góðir menn yfir höfuð. War On Drugs spilar “pabbatónlist” af bestu gerð. Þetta er popprokk af gamla skólanum og minnir oft á tíðum á Dire Straits og líkar hljómsveitin. Lost in the Dream er mjög heilsteyptur gripur og hvergi er stigin feilnóta. Hins vegar er lítið um hæðir og lægðir og er það svona helsti ókosturinn við hana, lögin eru öll frekar svipuð og fá sem standa upp úr að ráði. En engu að síður, frábær plata.

Lögin: Under the Pressure, Red Eyes, An Ocean Between the Waves

4. Prins Póló – Sorrí

sorriPrinsinn á síðustu íslensku plötu þessa lista. Platan Sorrí er jafnframt besta íslenska plata ársins. Það er erfitt að segja hvað gerir Prins Póló svona skemmtilegan. Lagasmíðarnar eru einfaldar og hljómarnir sömuleiðis. Textarnir eru hversdagslegir og stundum frekar heimskulegir. Samt er þetta svo ótrúlega grípandi og skemmtilegt. Tónleikar hans eru sömuleiðis skrítnir, hressir og vel sóttir. Æji það er eitthvað við Prinsinn úr Breiðholtinu sem er svo æðislegt og óþarfi að segja meira um það.

Lögin: Lúxuslíf, Bragðarefir, Föstudagsmessa

3. Future Islands – Singles

future islandsFuture Islands gaf út plötu í vor sem féll strax í kramið hjá gagnrýnendum, sló í gegn á internetinu eftir stórskrítna frammistöðu í David Letterman og kórónaði svo árið með því að heimsækja Ísland á Airwaves hátíðinni. Singles hefur verið ofarlega á flestum topplistum sem ég hef lesið og skyldi engan undra, um er að ræða frábæra poppplötu. Hvergi er stigið feilspor á plötunni en fyrir mér toppar platan um miðbikið með laginu “A Song for Our Grandfathers”.

Lögin: A Song for Our Grandfathers, Seasons, Back In The Tall Grass

2. Todd Terje – It’s Album Time

todd terjeÉg vissi strax við fyrstu hlustun að þetta yrði ein af bestu plötum ársins. Todd Terje var nafn sem ég var búinn að sjá bregða fyrir hér og þar síðustu misseri en hafði aldrei spáð neitt sérstaklega í það. En þegar hann gaf út plötu ákvað ég að gefa henni gaum og varð svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum. Hér er um að ræða norskt eðalteknó af bestu gerð. Og ekki skemmdi fyrir að hún kom út rétt fyrir sumarið, en svona tónlist er einmitt það sem mér finnst skemmtilegast að hlusta á í sumar og sól (ekki að það hafi verið of mikið af því). Hún er gríðarlega þétt út í gegn, byrjar af krafti, róast aðeins með ballöðunni “Johnny and Mary” sem sungin er af Bryan Ferry, áður en geðveikin er keyrð upp aftur í allsvakalegan lokakafla.

Lögin: Strandbar, Delorean Dynamite, Oh Joy

1. Ezra Furman – Day of the Dog

IMG_20141107_173445Besta plata ársins og síðasta svindlið á listanum er hann Ezra Furman vinur minn frá Chicago. Platan kom út í október í fyrra en ég sleppi henni með af því a) hún er sú sem ég spilaði mest á árinu og b) ég vissi ekki af henni fyrr en á árinu 2014. Ezra Furman kom fram á Airwaves hátíðinni og það er í raun þess vegna sem vegir okkar mættust. Ég sá hann fyrst spila á off-venue tónleikum á Bar 11 þar sem soundið var hræðilegt en frammistaðan frábær. Ég fékk smá stund til að hitta kauða eftir tónleikana og keypti þar af honum vínylplötu sem hann áritaði með glöðu geði. Það er eitthvað öðruvísi við Ezra Furman og erfitt að henda reiður á hvaða tónlistarstefnu hann tilheyrir. Eigum við ekki bara að sammælast um að hann sé frábær?

Lögin: My Zero, Slacker Adria, Tell ‘Em All To Go To Hell

Með þessari færslu næ ég í 12 á þessu ári sem gerir ein í mánuði. Reynum að hafa næsta ár aðeins “pródúktífara”, eins og við segjum á slæmri íslensku.

Gleðlilegt ár!

Þetta er uppáhaldstíminn minn á árinu hvað tónlist varðar. Ég er með alveg svakalegt blæti fyrir allskonar topplistum. Allan desember er ég búinn að rífa í mig hvern tónlistann af öðrum, hvort sem það var Fréttablaðið, Dr. Gunni, Pitchfork, eða síðan Pigeons and Planes sem ég hafði aldrei lesið áður.

Ég held ég geri bara 2 lista í ár, topp 15 lögin og topp 10 plöturnar. Að vanda þá geri ég sameiginlega lista fyrir erlenda tónlist og íslenska, enda finnst mér íslensk tónlist ekki þurfa neina forgjöf. Ég hlusta á hana í nokkuð jöfni hlutfalli við erlenda og í gegn um tíðina hafa íslenskar plötur komist nokkuð hátt á mína lista.

Allavega, byrjum á 15 bestu lögunum, að mínu mati. Þau eru hér ekki sett fram í neinni sérstakri röð.

Jungle – Busy Earnin’

Jungle átti að troða upp á Airwaves en forfallaðist. Þeir gáfu út nokkrar fantagóðar smáskífur á árinu auk plötu sem náði engan vegin að vera eins góð og vonir stóðu til. Busy Earnin’ er samt hörku stemmari.


Pharrell – Gust of Wind

Þetta lag er það besta á annars ágætri poppplötu frá verðandi Íslandsvininum Pharrell. Enda ekkert skrítið þar sem tónarnir undir eru smíðaðir af snillingunum í Daft Punk. Mjög mikið spilað síðasta vor!


Todd Terje – Strandbar

Norskt gæðateknó eins og það gerist best. Þetta lag var mikið spilað í júlí þegar ég sat á strandbar í Slóveníu. Strandbar á strandbar? Verður varla betra.


Radical Face – The Mute

Ég varð ástfanginn af þessu lagi eftir að hafa heyrt það í trailer fyrir myndina Wish I Was Here. Ég hef reyndar ekki séð myndina ennþá og missti af Radical Face á Airwaves. En lagið er engu að síður æðislegt.


Ezra Furman – My Zero

Okei ég viðurkenni það, þetta er smá svindl. “My Zero” kom í raun út í október 2013. En ég uppgötvaði Ezra Furman ekki fyrr en seint á þessu ári þegar hann kom og toppaði Airwaves hátíðina fyrir mér. Létt indípopp frá Chicago frá einlægum dreng með mikla hæfileika.


The Avener – Fade out lines

Brjálæðislega grúví lag sem er í raun remix af laginu “Fade Out Line”. The Avener er franskur raftónlistarmaður sem ég hef hvorki heyrt af áður né síðar.


Júníus Meyvant – Color Decay

Þetta lag kom eins og þruma úr heiðskýru lofti. Eitt besta lag sumarsins var eftir íslenskan strák sem ég hafði aldrei heyrt um áður. Vel útsett, sungið og spilað. Ég bíð spenntur eftir fyrstu plötunni.


Arthur Beatrice – Fairlawn

Fairlawn er besta lagið á annars ágætri plötu með Arthur Beatrice. Hlustist helst mjög hátt í góðum heyrnartólum.


Perfume Genius – Queen

Ég vissi við fyrstu hlustun að þetta lag yrði ofarlega á topplistanum hjá mér. Ljúf indípopp ballaða sem alveg límist á heilann.

Prins Póló – Lúxuslíf

Prinsinn úr Breiðholtinu er tilnefndur til flestra verðlauna sem hægt er að veita í ár. Platan Sorrí er virkilega flottur gripur og verið mikið spiluð hjá mér. Fyrir mér er lagið Lúxuslíf það besta á plötunni, en ég hef ekki rekist á það í spilun neinsstaðar. Væri gaman að heyra það oftar.


Future Islands – A Song For Our Grandfathers

Airwaves hljómsveitir eru yfirleitt tíðar á þessum listum. Future Islands þekkja allir frá frammistöðunni í David Letterman. Þrátt fyrir að hafa verið að spila saman frá 2006 náðu þeir fyrst eyrum almúgans með plötunni Singles sem kom út í ár. Á annars mjög heilsteyptri plötu fannst mér “A Song For Our Grandfathers” standa upp úr.


Young Karin – Hearts

Ég veit ekki hvað ég er búinn að lofsama þetta band oft. Young Karin byrjaði undir nafninu Highlands fyrr á árinu og er samsett af Loga Stefánssyni úr Retro Stefson og vinkonu hans, Karin Sveinsdóttur. “Hearts” er alveg frábært fyrsta lag úr þeirra smiðju. Ég hlakka mjög til að heyra og sjá meira af þeim.


My Heart The Brave – Meditation Two

Ég rakst á danska vin minn, My Heart The Brave, í “Your Recommendations” á Last.fm. Haldiði að hann geri ekki þetta frábæra elektrópopp


Booka Shade – Love Inc

Þýskt eðalteknó af bestu sort. Ekki skemmir fyrir að myndbandið er skrítið með engu nema fólki i sleik.


Prins Póló – París Norðursins

Af einhverjum ástæðum reyni ég að hafa aldrei sama listamanninn tvisvar á svona lista. En það er bara ekki hægt að sleppa París Norðursins. Þetta lag er bara allt of skemmtilegt, grípandi með hnittnum texta. Það hreinlega hefur allt.

————————————————————-

Þarmeð er þessi listi kominn. Bestu plöturnar eru að gerjast og koma í vikunni.

Það voru að sjálfsögðu fleiri lög sem komu til greina á listann en ég vildi reyna að hafa hann þéttan og góðan. Hér má hlusta á allan listann.

plöturtÉg gef nú ekki mikið fyrir keðjustatusa á Facebook en síðustu daga hefur samt einn skemmtilegur verið að ganga. Fólk á að nefna 10 plötur sem hafa haft áhrif á mann á einhvern hátt. Mig langaði hins vegar til að taka þetta skrefinu lengra og segja aðeins hvenær og af hverju hver plata snerti mig á þann hátt sem hún gerði. Mig langar til að þakka Rúnu frænku minni fyrir að tagga mig í sína færslu.

Að velja 10 plötur er nú ekki auðvelt verk en ég er samt nokkurn veginn búinn að koma mér niður á listann.

Hér kemur listinn, í engri sérstakri röð.

Quarashi – Xeinezes

Ó elsku Quarashi. Þetta var eiginlega fyrsta hljómsveitin sem ég gat kallað uppáhaldshljómsveitina mína. Ég man að ég keypti þennan geisladisk og spilaði hann aftur og aftur og aftur í Aiwa ferðageislaspilaranum mínum. Hefur því miður ekki elst neitt sérstaklega vel og verið lítið spilaður upp á síðkastið. En ást mín á Xeinezes varð meira að segja til þess að ég tók upp tónlistarmyndband við lagið “Tarfur” í kvikmynda-valáfanga í Madison High School í New Jersey. Geri aðrir betur!

Weezer – Blue album

Þetta er uppáhaldsplatan mín í öllum heiminum.  Ég byrjaði að hlusta á Weezer þegar ég bjó í Bandaríkjunum en samband okkar fór upp á annað stig á meðan ég var í menntaskóla. Ég er með geisladiskinn í bílnum mínum og spila hann oft. Og í hvert einasta skipti sing ég hástöfum “SAY IT AIN’T SOOOO”.

Nirvana – Unplugged in New York

Það var mjög erfitt, en ég valdi Unplugged in New York framyfir Nevermind. Ég held að ástæðan sé aðallega sú að ég hlustaði svo miklu miklu meira á Unplugged. Þessi plata er einstök og eiginlega frábær í alla staði og hjálpaði mér mikið þegar ég var að eiga við þau ímynduðu vandamál sem allir unglingar glíma við. Pródúseringin á þessum tónleikum er frábær, lagavalið hjá Nirvana er dimmt og drungalegt og flutningur Kurt Cobain er svakalega tregafullur en geðveikur.

LCD Soundsystem – Sound of Silver

Allt frá því ég heyrði fyrst í James Murphy og félögum þá hefur hann verið einn mínum allra uppáhalds tónlistarmönnum. Þessi plata er algjört meistaraverk. Það eru öll lögin á henni góð. Allt frá “North American Scum”, til hins hugljúfa “New York I Love You But You’re Bringing Me Down” . Það virðist einkenna góðar plötur að eftir því sem maður hlustar meira á þær þá eignast maður alltaf ný uppáhaldslög. Hjá mér var það fyrst  “North American Scum”, svo “All My Friends”, “Sound of Silver” o.s.frv. En ég er nokkuð viss um að “Someone Great” sé bara eitt fallegasta lag sem ég hef heyrt. Hlustið á textann.

Kanye West – My dark twisted fantasy

Besta plata sjálfhverfasta manns í heimi. Toppaði lista hjá mörgum gagnrýnendum fyrir árið 2010. Ég hef bara hlustað á þessa plötu í svo mörgum aðstæðum: í partý, úti að hlaupa, í sólbaði, að læra, í vinnunni. Það er eins og hún passi við allt.

Tilbury – Exorcise

Ég verð að viðurkenna að mér finnst í raun ótrúlegt að þessi hljómsveit og þessi plata hafi ekki fengið enn meiri umfjöllun. Hún er svo rosalega melódísk og er einmitt þannig að öll lögin eru góð. Í raun kom hún inn í líf mitt eins og þruma úr heiðskýru lofti. Ég hafði aldrei heyrt um Tilbury og hvað þá Þormóð Dagsson. En hún sigraði allavega árið 2012, var valin plata ársins (af mér). Þeir gáfu út aðra plötu í fyrra sem heitir Northern Comfort og sem er líka fantagóð.

Passion Pit – Manners

Þessi plata átti sumarið 2009. Ég rak verslun á Laugaveginum þetta sumar, veðrið var geðveikt, ég var á ferð og flugi allt sumarið og platan var spiluð á repeat allan tímann. Ég var til dæmis svo hrifinn af laginu “Moth’s Wings” að ég fór að sjá mynd í bíó BARA af því það var notað í trailernum! Í hvert skipti sem ég heyri lag af henni þá fæ ég svona ánægjutilfinningu í magann

Eminem – Marshall Mathers

Það var ekki hægt að sleppa þessari. Kannski ekki besta platan á listanum og hún er alls ekki mikið spiluð í dag. En ef það á að gera lista með plötum sem hafa haft áhrif á mig í gegn um tíðina er ekki hægt að sleppa Marshall Mathers með Eminem. Ég var nýfluttur til Bandaríkjanna og “The Real Slim Shady” var að tröllríða MTV. Ég man ég fór á Napster (já Napster) og sótti öll lögin hans. Svo voru skrifaðir diskar. Ég man eftir að hafa verið að ræða textana við mömmu og hún var ekki hrifin, en studdi samt soninn sem var loksins að spá í einhverskonar ljóðlist. En platan er sjúk, skrifuð af sjúkum manni eins og lagið “Kim” gefur til kynna.

The Killers – Hot fuss

Þessi er bara í svo miklu uppáhaldi. Sennilega ein besta fyrsta plata í heimi og leiðinlegt hvað The Killers hafa aldrei náð sömu hæðum að mínu mati. Þetta er náttúrulega eðal popprokk og átti svo sannarlega upp á pallborðið á útvarpsstöðvum á árunum 2004-2005. Þó ég hafi straujað í gegn um smáskífurnar þegar platan kom út var það ekki fyrr en svona 1-2 árum síðar sem platan small hjá mér. “Glamorous Indie Rock And Roll”, “Smile Like You Mean It” og “Change Your Mind” eru til dæmis allt frábær lög líka en fengu á sínum tíma litla spilun og athygli.

The Postal Service – Give up

Þessi plata á sérstakan stað í hjarta mér. Þó hún hafi komið út árið 2003 fór hún víst mjög hægt af stað og sló veit ég ekki í gegn fyrr en löngu seinna. Sjálfur datt ég inn á hana í 4. bekk í MA. Hér er um að ræða fallegt indie popp í rólegri kantinum. Ég held það séu fá lög í heiminum sem ég hef hlustað jafn oft á í gegnum tíðina og “Such Great Heights”, en það er bara eitt af 10 frábærum lögum á plötunni.

Ahh alltaf gaman að orðaleikjum.

Tónlist og sumarið eru svo nátengd að það er ekki fyndið. Á sumrin eru allir léttir. Fólk fer í frí, grillar, heldur partý, fer í útilegu og ferðast innanlands og utan. Hvert einasta sumar er fullt af sínum slögurum en svo eru líka til sumarplötur. Þær eru mismunandi hjá hverjum og einum og yfirleitt er það svona í lok sumarsins sem maður horfir til baka og getur sagt “þetta var sumarplatan í ár.

Hjá mér eru sumarplöturnar yfirleitt dansvæn diskótónlist. Elektóskotið indýpopp. Bróðir minn kallar mig hipster, ég ætti kannski að skipta yfir í sojalatte.

This is happening2010 – This Is Happening – LCD Soundsystem

Hljómsveitin LCD Soundsystem hefur verið ein af mínum uppáhalds síðan ég var í menntaskóla. This Is Happening er þriðja og síðasta plata sveitarinnar sem gaf mér það í 24 ára afmælisgjöf að leggja upp laupana. Síðustu tónleikarnir þeirra fóru í alvörunni fram á 24. afmælisdaginn minn. Þetta sumar bjó ég á Akureyri, vann í Símabúðinni á Glerártorgi og æfði af kappi (ekkert nógu mikið samt) fyrir mitt fyrsta hálfmaraþon. Lög eins og “Drunk Girls”, “I Can Change” og “You Wanted a Hit” voru sungin á meðan ég hljóp veginn upp í Hlíðarfjall og um götur Þorpsins. Alveg frábær plata!

The_Naked_and_Famous_-_Passive_Me,_Aggressive_You2011 – Passive Me, Aggressive You – The Naked and Famous

Þessi hljómsveit frá Nýja Sjálandi var spiluð aftur og aftur sumarið 2011. Fyrsta sumarið mitt í markaðsdeild. Og reyndar alveg rosalega mikið sumarið 2012 líka. Hér er um að ræða rífandi danstónlist með synthum, rafmagnsgíturum og almennri gleði. “Girls Like You”, “All Of This” og “Punching In A Dream” héldu manni alveg dansandi í sætinu og annarsstaðar. Passive Me, Aggressive You er fyrsta plata The Naked and Famous og var fylgt eftir með plötunni In Rolling Waves síðasta sumar. Sú var ekki eins ógeðslega góð en ágæt samt.

220px-GossamerPP2012 – Gossamer – Passion Pit

Ég er svakalegur Passion Pit aðdáandi og beið eftir þessari plötu númer 2 í ofvæni. Ég var meira að segja búinn að merkja daginn sem hún kom út hana í calendar hjá mér og keypti samdægurs. Þetta sumar fór mestmegnis að æfa (aftur ekki nógu mikið) fyrir heilt maraþon. “Take a Walk”, “Hideaway” og “It’s Not My Fault I’m Happy” stóðu mest upp úr en annars er erfitt að velja úr svona heilsteyptum grip. Sumarið var frábært, platan er æðisleg en við tölum ekkert mikið um hvernig gekk í maraþoninu.

220px-Random_Access_Memories2013 – Random Access Memories – Daft Punk

2013, fyrsta sumarið með minni sönnu ást í lífinu: Spotify (sorry Tinna). Platan Random Access Memories tekur Yeezus með Kanye West með örlítilli prósentu. Dómaraskandall! Í raun ætti sumarið 2013 að heita “Get Lucky”-sumarið mikla enda var það eina lagið sem heyrðist á öllum útvarpsstöðvum, skemmtistöðum, verslunum og heyrnartólum. Svo er Daft Punk dúó-ið bara svo svalt.

2014 – ?

Hvaða plata verður efst á listanum þetta sumarið? Síðustu vikur og mánuði hefur nokkrar verið gefnar út sem koma sterkar inn. Mexico frá GusGus rennur ágætlega í gegn, Lykke Li gaf út rólega plötu í vor, Jack White kom með sprengju fyrr í mánuðinum, The Antlers voru að gefa út nýja plötu og Íslandsvinirnir í Future Islands gáfu út eina skemmtilega í mars.

Þó það sé of snemmt að ákveða hver verður sumarplata ársins 2014 er ég samt kominn með eina í huga. Ég var orðinn ástfanginn af henni strax á þriðja lagi þegar ég hlustaði á hana fyrst í þessari viku. It’s album time frá norska stuðboltanum Todd Terje er nefnilega rosaleg. En það er ennþá bara júní. Bíðum og sjáum hvort einhver nái að skáka Norsaranum.

 

Gleðilegt sumar, ég er farinn í frí!

Kveðja
Sumar-Hjalti

sumarhjalti