Archive

Monthly Archives: July 2012

Í gær setti ég inn færslu með gátu sem virðist vera óleysanleg. 97% fólks segir hana óleysanlega og ég náði ekki að leysa hana án hjálpar.

Hún hljómar svona:

Þú ert læknir. Það kemur til þín sjúklingur með illkynja æxli í maganum. Það virðist vera ómögulegt að fjarlægja það, en ef ekkert er aðhafst þá mun sjúklingurin deyja. Það er til geislavél sem hægt er að nota til að eyða æxlinu. Ef geislinn hittir á æxlið af fullum krafti, mun það takast að eyða því, en með svo miklum krafti þá mun hann eyðileggja mikið af heilbriðgum vefjum líkamans á leiðinni að æxlinu. Ef þú lækkar kraftinn þá hefur geislinn engin áhrif á heilbrigða vefi, en ekki æxlið heldur. Hvernig aðgerð þarf að framkvæma til að eyða æxlinu, án þess þó að eyðileggja heilbrigða vefi?

En ég var búinn að lofa því að birta vísbendingu. Vísbendingin er í raun saga sem tengist gátunni ekki neitt. Sjáum til hvort við náum að leysa gátuna eftir að hafa lesið vísbendinguna.

Virki eitt er staðsett inni í miðju landi. Margir vegir liggja að virkinu. Hershöfðingi vildi ráðast á virkið og ná þar yfirráðum með hernum sínum. En hann vildi heldur ekki að sprengjur á veginum myndu drepa allan herinn og þorpin í kring. Þar af leiðandi gat herinn ekki allur þrammað niður einn veginn að virkinu. Hins vegar þurfti hershöfðinginn á öllum hernum að halda til að geta unnið sigur, það hefði ekki verið hægt með áras frá hluta hópsins. Hershöfðinginn skipti því hernum upp í litla hópa og staðsetti þá jafna vegalengd frá virkinu, en alla á mismunandi vegum. Allir hóparnir gerðu svo áhlaup á virkið á sama tíma, hver úr sinni átt. Með þessum hætti unnu þeir virkið. 

Þó svo sögurnar tengist ekki á neinn hátt er hægt að sjá ákveðna samsvörun á milli þeirra. 70% af þeim sem fengu vísbendinguna náðu núna að leysa gátuna. Skrollaðu niður til að sjá svarið.

Svarið er að vera með 10 geislavélar sem allar eru stilltar á 10% kraft og raða þeim hringinn í kring um sjúklinginn. Þegar þeim er skotið úr mismunandi áttum en öllum beint á sama staðinn, þá eyðir það æxlinu án þess að hafa áhrif á heilbrigða vefi í sjúklingnum. Hann lifir og allir eru ánægðir.

Bókin sem ég er að hlusta á heitir Imagine: How Creativity Works eftir Jonah Lehrer. Kaflinn sem þetta er tekið úr fjallar um fyrirtækið 3M sem framleiðir allt frá venjulegu límbandi yfir í snertiskjái. Þetta er fyrirtækið sem fann upp Post-It miðana. Lykillinn að þeirra vöruþróun er að setja saman fólk úr mismunandi deildum sem tengjast ekki neitt. Þannig færðu oft sjónarhorn sem þér hefði aldrei dottið í hug áður. Það kemur dómur um bókina seinna. Mig langaði bara til að prófa gátuna.

Ég er að hlusta á ansi áhugaverða bók. Í einum kafla hennar er sagt frá gátum sem fólki er sagt og það á að leysa þær á skömmum tíma. Fyrst færðu gátuna sem þú átt að leysa. Ef þú finnur lausnina þá til hamingju, þú ert frábær. En ef þér gengur erfiðlega, þá færðu vísbendingu, sem gæti samt hjálpað þér að leysa vandann.

Fyrir forvitnissakir þá ætla ég að birta eina gátuna. Annað kvöld mun ég setja inn vísbendinguna. Kannski verð ég kominn með svar áður. Ég náði ekki að leysa vandamálið í fljótu bragði án hjálpar. Endilega komið með ágiskanir í athugasemdum, en ef þið hafið heyrt söguna og lausnina áður þá reynið að sitja á ykkur. Og engir læknar að svara heldur!

Hér kemur þetta:

Þú ert læknir. Það kemur til þín sjúklingur með illkynja æxli í maganum. Það virðist vera ómögulegt að fjarlægja það, en ef ekkert er aðhafst þá mun sjúklingurin deyja. Það er til geislavél sem hægt er að nota til að eyða æxlinu. Ef geislinn hittir á æxlið af fullum krafti, mun það takast að eyða því, en með svo miklum krafti þá mun hann eyðileggja mikið af heilbriðgum vefjum líkamans á leiðinni að æxlinu. Ef þú lækkar kraftinn þá hefur geislinn engin áhrif á heilbrigða vefi, en ekki æxlið heldur. Hvernig aðgerð þarf að framkvæma til að eyða æxlinu, án þess þó að eyðileggja heilbrigða vefi?

Gangi ykkur vel!

UPPFÆRT:

Ég ákvað að setja inn ensku útgáfuna ef þýðingin hjá mér væri að rugla einhvern.

You are a doctor faced with a patient who has a malignant tumor in his stomach. It is impossible to operate on the patient, but unless the tumor is destroyed, the patient will die. There is a kind of ray machine that can be used to shoot at and destroy the tumor. If the rays reach the tumor all at once at sufficiently high intensity, the tumor will be destroyed. Unfortunately, at this intensity, the healthy tissue that the rays pass through on the way to the tumor will also be destroyed. At lower intensities the rays are harmless to the healthy tissue, but they will not affect the tumor either. What type of procedure might be used to destroy the tumor with the rays, and at the same time avoid destroying the healthy tissue?