Archive

Monthly Archives: June 2015

Ég á geðveikt erfitt með einbeitingu.

Ég ætla ekki að segja að ég sé með athyglisbrest en ég get allavega aldrei stillt mig um að líta upp þegar einhver labbar framhjá, flakka á milli verkefna á 5 mínútna fresti og missi fókus við hina minnstu truflun.

Sumt af þessu mun ég aldrei ráða við en ég hef hins vegar komið mér upp nokkrum leiðum til að allavega lágmarka skaðann.

HD-202Tónlist og stór heyrnartól

Þetta er klassísk tækni. Með stórum heyrnartólum og Spotify Premium aðgangi er hægt að útiloka hljóð sem gætu truflað bæði á vinnustaðnum eða á lesstofunni. Hins vegar það sem ekki allir fatta er að tónlistin sjálf getur verið truflandi. Til dæmis getur verið að maður hlusti of mikið á textann og fari þannig eða fari í raun að einbeita sér of mikið af tónlistinni.

Lausn: Danstónlist! Mér finnst best að hlusta á þungan takt þegar ég þarf að einangra mig. Arabian horse platan með GusGus kemur þar t.d. sterkur inn. Besta platan til að hlusta á við lærdóm eða vinnu er Human After All með Daft Punk. (Staðfest)

Færðu þig

Það vinna flestir í opnu vinnurými. Þar er skvaldur, umgangur, fólk kemur til að spyrja þig spurninga og fólk talandi í síma. Þetta getur verið gríðarlega truflandi fyrir marga. Það skal samt sagt að ég elska opið vinnurými. Mér finnst það virka hvað varðar að byggja upp opna menningu í fyrirtækjum og halda uppi móral enda er stutt í gamanið þegar þú ert umvafinn fólki.

Lausn: Fjarlægðu þig. Ef þú hefur tök á, prófaðu að setjast á tómt skrifborð úti í horni, taktu frá fundarherbergi í stutta stund eða prófaðu að vinna heiman frá þér. En aftur, ef þú hefur tök á.

tékklisti handskrifaðurTo-do listar

Ég er búinn að prófa allskonar tól og tæki til að hjálpa mér að skipuleggja mig betur. ToDoist, Trello, Word skjöl, Tasks í Outlook. En það sem ég fer alltaf aftur í er eiginlega frekar old school.

Lausn: Stílabók! Ég byrja daginn á að skrifa niður það sem ég þarf að klára þann daginn og strika síðan út eftir því sem verkefnin klárast. Það sem ekki klárast fer á lista næsta dags. Þetta hjálpar líka við að ákveða hvað þú ætlar að gera og hvað ekki.

StayFocsd

Stundum fer maður ósjálfrátt inn á Facebook, Twitter, MBL.is, Visir.is eða  <insertwebsitehere>. Ef þú myndir mæla hversu mikinn tíma þú eyðir í að hanga á netinu fengirðu örugglega sjokk.

Lausn: StayFocud! StayFocusd er viðbót á Chrome vafrann. Þar geturðu skilgreint hversu miklum tíma á dag þú mátt eyða í almennt netvafr. Þú getur líka “nuke-að” netið hjá þér þannig þú komist ekki inn á þær síður sem þú hefur skilgreint. Ég mæli með þessu, þetta virkar!

Stayfocusd

Jú ég á að vera að vinna en mig langar á Twitter!

Þetta eru nokkrar hugmyndir sem virka fyrir mig. Ég veit ekki hvort þær henta öllum, mér finnst það eiginlega mjög ólíklegt. En ég er alltaf opinn fyrir fleiri hugmyndum. Hvað hjálpar þér?