Íslensk "Öpp"

Fullt af fyrirtækjum hafa verið að nýta sér möguleikana sem snjallsímar bjóða upp á. Ég hef verið að spila Angry Birds og séð auglýsingar frá Símanum og Ring. Einnig eru einfaldari þjónustur til eins og bara t.d. að fá bíómiðann sendan með MMS á Midi.is. En svo virðist sem fólk og fyrirtæki sé að sjá hag sinn í því að búa til forrit fyrir sitt fyrirtæki sem við hér í nördaheimum teljum ekkert nema gott og blessað!

Já!

Snillingarnir hjá Já.is bjuggu til lítið en MJÖG SVO handhægt forrit. Það virkar þannig að ef einhver er að hringja í þig, og viðkomandi er ekki í símaskránni í símanum þínum, þá leitar forritið einfaldlega á Ja.is og athugar hvort það finnist ekki í hinni stóru þykku símaskrá. Þannig veistu alltaf hver er að hringja í þig! Forritið er mjög lítið og er í gangi í bakgrunni. Það er frítt að hala því niður en notkunin kostar 99 kr á mánuði, sem er greitt með símareikningi þínum. Aldrei þessu vant, þá virkar QR kóðinn fyrir alla síma, en vert er að taka fram að Já í símann virkar bara fyrir Android síma og Nokia síma með nýlegu Symbian stýrikerfi.

Bestu Lögin

Grapewire, í samstarfi við Símann, framleiddi skemmtilegt forrit fyrir jólin sem heitir Bestu Lögin. Það er samansafn af allskonar lagalistum, allt frá drum and bass til jazz frá Jónasi Sen. Fjölbreytnin þarna er það mikil að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Forritið er snilld og ég hvet alla til að prófa það! Það er frítt fyrir þá sem eru með áskrift að GSM eða interneti hjá Símanum. Það er líka hægt að hlusta á þessa tóna á http://bestulogin.siminn.is og ef menn hafa ekki tök á að nýta sér forritið er einnig hægt að hlusta á http://bestulogin.siminn.is/mobile. Reyndar er til annað alveg eins forrit sem heitir RING tónar! Þetta er sama forritið nema með öðru “skinni” yfir 🙂

Leggja.is

Hver kannast ekki við það að vera niðri í bæ og eiga ekki klink í stöðumælinn? Nú er það vandamál úr sögunni með tilkomu Leggja.is! Þú einfaldlega skráir þig inni á Leggja.is, hleður niður appinu og vandamálin eru úr sögunni. Borgar bara fyrir þann tíma sem þú notar og ef þú gleymir að logga þig út þá hættir alltaf að gjaldfærast klukkan 18:00 þegar gjaldskyldan fellur niður. Ekkert vesen lengur! Leggja.is er nú reyndar ekki nýtt af nálinni en fram til þessa hefurðu þurft að hringja í þjónustunúmer til að skrá bílinn í stæði. Nú er það úr sögunni. Þetta er í boði fyrir Android og mér skilst að það sé á leiðinni í iPhone.

Tonlist.is

Forritið sem þeir gerðu er mjög skemmtilegt fyrir þá sem eru með áskrift að því! Þar er hægt að hlusta á nær alla íslenska tónlist, nýja sem gamla. Ef þú ert sveitaballanörd (hóst ekki eins og ég by the way hóst) þá er þetta gullnáma fyrir þig!

Þetta er ekki tæmandi listi yfir íslensk forrit. Það er til forrit frá Bland.is og svo eru fleiri forrit í bígerð sem ég hef heyrt um, til dæmis tónlistarforrit frá Gogoyoko og leikir frá Gogogic. Að lokum þarf maður að sjálfsögðu að vera með íslenska stafi í símanum! QR kóðinn fyrir neðan vísar á forritið fyrir það. Over and out!

Íslenskt lyklaborð

13/08/11 Viðbót – Ég vil einnig vekja athygli á nýjum pistli – Íslensk “Öpp” pt deux

Hvað segir þú?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s