Archive

Monthly Archives: April 2014

Í gegnum tíðina hef ég átt í ágætis sambandi við mann að nafni Gerard Adriaan Heineken. Ef þú kannast ekki við nafnið þá var hann stofnandi Heineken bruggsmiðjunnar, en Heineken er einn mest seldi bjór í heimi.

Heineken hefur verið einn helsti styrktaraðili Meistaradeildar Evrópu og stór hluti af markaðsefni fyrirtækisins ár hvert er tileinkað keppninni. Þá hafa Hollendingarnir verið duglegir að búa til upplifun fyrir fótboltaaðdáendur og nýta sér svo samfélagsmiðla í ríkum mæli til að ná til fólks. Eitt dæmið er þegar þeir komu hótelgestum að óvörum á leikdag.

Ég er mjög hrifinn af því sem hefur verið gert í vetur. Þá eru fengnar gamlar kempur til að horfa á leiki og koma með komment á hann. Meðal þessara kempa eru menn eins og Ruud van Nistelrooy, Hernan Crespo og Juliano Belletti. Þeir eru þá staddir í Meistaradeildarpartý í boði Heineken og á meðal leik stendur er hægt að spyrja barþjóninn spurninga, sjá skemmtilega sketsa og síðast en ekki síst hægt að tala við kempurnar sjálfar.

sharethesofa

Miðlarnir sem eru notaðir eru annars vegar Twitter síða Heineken og hins vegar videomiðillinn Vine. Allt undir merkinu #sharethesofa.

Twitter er orðinn stór hluti af öllum beinum útsendingum og á í raun stóran þátt í að bæta við upplifun hvers viðburðar. Fótboltaáhugamenn hafa verið mjög fyrirferðamiklir þar og má í raun segja að þeir hafi til dæmis leitt Twitter innleiðinguna hér á Íslandi (nú er ég sennilega að móðga einhverja af nörda-vinum mínum á netinu). Með þessum hætti er Heineken að taka þátlt í umræðunni og vera hluti af leiknum en þú færð í raun að “deila sófanum” með gamalli hetju.

Skál fyrir því!