Archive

Monthly Archives: April 2011

Mig langar til að deila með ykkur hljómsveit sem ég hef dálæti á. Ekki endilega af því hún gerir svo góða tónlist (þó svo ég kunni nú alveg að meta hana), heldur frekar af því þeir kunna að nota YouTube og netið. Það er eins og allt sem þeir gera verði “viral”. Þeir leggja gríðarlega mikla vinnu í myndböndin sín enda eru þau hrein sýning frá byrjun til enda! Ég hef aldrei byrjað að horfa á myndband með þeim og hætt í miðju kafi.

Fyrsta lagið sem gerði þá fræga er Here It Goes Again. Það kom út 2006 og sýnir meðlimi hljómsveitarinnar í allskonar samhæfðum æfingum á hlaupabrettum. Mjög “einfalt” að því leiti að þetta kostar ekki neitt og það er pott þétt að svona fer í dreifingu. Ég vil vekja athygli á því að myndbandið er allt tekið í einni töku og einnig að þeir tóku þetta LIVE á MTV tónlistarverðlaununum 2006.

Næsta myndband er við lagið “This too shall pass”. Það var fyrsta smáskífan af plötunni Of the blue colour of the sky. Í myndbandinu er búið til risastórt domino líkan sem var hannað af nemendum við California Institute of Technology! Hananú! Myndbandið fékk yfir 900.000 áhorf á fyrsta sólarhringnum! Talandi um að breiðast út eins og vírus… Þetta myndband er tekið í einni töku eins og það fyrra og það tók aðeins 3 tökur til að ná þessu fullkomnu. Ímyndaðu þér samt hvað það hefur verið pirrandi að setja brautina saman í þriðja skiptið.

Þriðja myndbandið er með laginu “White knuckles”. Því var leikstýrt af sama leikstjóra og “Here it goes again”. Enn of aftur er myndbandið tekið í einni töku og hefur fengið hátt í 10 milljónir áhorfa til dagsins í dag. Þeir fengu um 12 hunda og eina geit með sér í lið og tóku upp þetta stórskemmtilega myndband. Þess má geta að allir hundarnir komu frá dýraathvarfi og þeir notkuðu frægð sýna og útbreiðslu myndbandsins til þess að hjálpa hundum um öll Bandaríkin að finna sér ný heimili. Það sýnir greinilega að það er hægt að græða peninga og gera vel á sama tíma.

Rétt fyrir jólin tóku þeir upp á skemmtilegu bragði. Þeir smöluðu saman nokkrum vinum (100 manns), tóku hljóðfærin sín og héldu tónlistar-skrúðgöngu um Los Angeles-borg. Með hjálp Range Rover Pulse of the City forritinu skrifuðu þeir OK Go inn á kortið. Persónulega hefði ég náttúrulega viljað sjá þá nota Google Maps og Android síma en það er önnur saga 🙂

Þetta er eitt dæmi hvernig hægt er að nota YouTube og samfélagsmiðla til að koma sér á framfæri og þess vegna ná heimsfrægð. Það eru mun fleiri myndbönd inni á YouTube síðunni þeirra sem ég mæli með að þið skoðið, ég valdi einungis mín uppáhalds.

Jæja ég er að spá í að skemmta mér og ykkur með smá Android. Eitt létt og skemmtilegt með nokkrum basic forritum.

Battery indicator

Battery Indicator

Lítið og létt forrit sem sýnir nákvæma stöðu rafhlöðunnar. Myndin af rafhlöðunni getur verið misvísandi. Stundum sýnir hún að maður sé með 50% eftir en þá sýnir Battery Indicator manni að það eru í raun bara 30% þannig maður flýtir sér að hlaða símann. Pínulítið forrit sem tekur ekkert pláss en mjög þægilegt að hafa.


Angry Birds

Það er eiginlega kraftaverk að ég hafi ekki minnst á þennan brjálæðislega skemmitlega leik áður. Hann er alveg einstaklega einfaldur. Markmið leiksins er að hjálpa fuglunum að ná eggjunum sínum aftur frá gráðugu svínunum sem stálu þeim. Leikurinn hefur slegið í gegn og til dæmis hefur honum verið hlaðið niður yfir 50 milljón sinnum í Android Market! Það er hægt að fá hann bæði á Android og iPhone og hann er ókeypis. Höfundar leiksins hafa verið mjög sniðugir að nýta sér vinsældir leiksins og hafa látið búa til alls konar markaðsvörur eins og boli, tuskudýr og meira að segja borðspil! Einnig hafa þeir gefið út ýmsar útgáfur af leiknum, sú síðasta í samstarfi við Fox kvikmyndaframleiðandann í aðdraganda teiknimyndarinnar Rio. Síðast en ekki síst hef ég heimildir um það að Michael Bay ætli sér að gera mynd upp úr tölvuleiknum! Kannski ekki alveg en nokkrir félagar tóku sig saman og gerðu trailer að Angry Birds: The Movie!

Angry Birds

Leikurinn er frekar stór þannig ég mæli með að hann verði sóttur á þráðlausu neti (WiFi). Útgáfan sem er bakvið kóðann er sú upprunalega. En ef það er leitað að Angry Birds þá er hægt að finna hinar útgáfurnar eins og Angry Bird Rio og Angry Birds Seasons.

Shazam

Shazam

Shazam er forrit sem ALLIR verða að hafa. Það er svipað forritinu Track ID sem var mjög vinsælt í Sony Ericsson símum á sínum tíma, nema mun fullkomnara. Hefur þú ekki lent í því að heyra lag í útvarpinu sem þú fílar en veist ekki hvað heitir? Núna kveikirðu á Shazam, leyfir forritinu að hlusta á lagið og það finnur á í gegn um netið hvaða lag þetta er, með hvaða flytjanda og á hvaða plötu. Gagnagrunnurinn er risastór og þetta finnur langflest erlend lög. Þetta forrit er í boði fyrir Android, iPhone og meira að segja NOKIA!

Retro Camera

Retro Camera

Retro Camera er skemmtilegt forrit sem bætir við svona Polaroid effect á myndir sem þú tekur. Skemmtileg viðbót í símann þinn. Það eru reyndar nokkrir samkeppnisaðilar á retro camera markaðnum. Annað vinsælt svona forrit er Vignette, en þeir eru með milljón skrilljón stillingum. Ég fíla Retro Camera út af einfaldleikanum. Mæli með þessu! Smelli einni krúttlegri með til að klára þetta. Gleðilega páska!

Copyright @hhardarson

Það er kannski skrítið að uppfæra bloggið strax þar sem meðaltími sem líður milli þess sem ég hendi inn færslum virðist vera um það bil vika. En þannig er það nú að ég er í miðjum próflestri. Eins og allir sem hafa verið í skóla vita þá vill maður yfirleitt gera allt annað en að lesa. En þegar fólk tekur sér pásu þarf ekki endilega að eyða tímanum í að spila Bubbles eða Splash Back, þó svo að það sé sennilega besti leikur í heimi.

Næst þegar þú tekur þér hlé skalltu endilega eyða því í að horfa á fyrirlestur af TED.com. TED ráðstefnurnar hafa verið haldnar á hverju vori frá árinu 1984 í vesturhluta Bandaríkjanna, en hafa síðan undið upp á sig og allskonar afbrigði sprottið af því. Til dæmis TEDxToronto, TEDWomen og TEDxReykjavík sumarið 2009 og svo lengi mætti halda áfram. Upprunalega markmið ráðstefnunnar var að sameina hugi sérfræðinga úr hönnunar-, tækni og afþreyingarheiminum, en í dag eru flokkarnir svo sannarlega orðnir fleiri. Opinbert markmið TED hreyfingarinnar er að deila þekkingu eða “spread knowledge” á móðurmálinu.TED.com var sett í loftið 2007 og eru þar inni upptökur frá fyrirlestrum á TED ráðstefnunum. Það er hægt að horfa á þær frítt, hlaða þeim niður og dreifa að vild. Mig langaði til að segja frá nokkrum fyrirlestrum sem ég hef haft mjög gaman af.

Sir Ken Robinson er breskur snillingur. Hann stjórnaði teymi á vegum bresku ríkisstjórnarinnar undir lok síðustu aldar sem gerði úttekt á sköpunargáfu og -gleði í breska skólakerfinu. Hann var svo sleginn til riddara fyrir afrek sín. Hann segir í þessum fyrirlestri frá TED 2006, að skólakerfið drepi niður sköpunargáfu barna því það sé allt of niðurnjörvað. Börn fái ekki útrás fyrir sköpunarkraft sinn og þessu þurfi að breyta. En ætli það sé ekki best að  leyfa Sir Ken að tjá sig sjálfur.
http://video.ted.com/assets/player/swf/EmbedPlayer.swf

John Wooden var körfuboltaþjálfari við UCLA háskólann í Bandaríkjunum í fjöldamörg ár. Ég komst á snoðir um hann eftir að hafa horft á viðtal við Ólaf Stefánsson, handboltahetju. John Wooden náði á einstakan hátt á hvetja leikmenn sína áfram og vann marga titla með UCLA háskólanum. Það sem hann sagði og snerti mest við mér var að maður ætti alltaf að reyna að toppa sjálfan sig, í stað þess að vera endalaust að keppa við aðra. Hvernig áttu að verða betri en aðrir ef þú ert ekki að ná að hámarka þína getu? Þetta er frá TED 2001.
http://video.ted.com/assets/player/swf/EmbedPlayer.swf

Neil Pasricha var maður með bjarta framtíð. Hann var nýgiftur og gekk vel í lífinu. Svo fór einn daginn að halla undan fæti hjá honum. Hjónabandið rann út í sandinn og hann skildi og svo til að toppa allt þá framdi góður vinur hans sjálfsmorð. Þegar honum leið sem verst ákvað hann að stofna bloggsíðu sem heitir 1000 awesome things. Einu sinni á dag setti hann in færslu af einhverju sem honum þótti vera æðislegt (awesome) til að minna mann á hvað litlu hlutirnir í lífinu skipta miklu máli. Bloggsíðan hans vakti það mikla athygli að áður en langt var liðið var það valið vinsælasta bloggið í heiminum og nú hefur hann gefið út bókina The Book of Awesome. Bloggið er enn við lýði, enda er hann bara kominn niður í 266 af 1000. Neil Pasricha talaði á TEDxToronto 2010.
http://video.ted.com/assets/player/swf/EmbedPlayer.swf

Að lokum vil ég benda á Malcolm Gladwell. Hann í fyrirlestrinum að neðan talar hann um hina fullkomnu spaghetti sósu. Howard Moskowitz breytti tómatsósumarkaðnum í Bandaríkjunum. Þessi fyrirlestur fjallar samband milli neytenda og framleiðenda og sambandið milli vals og hamingju. Aðal málið er að framleiða vöru sem neytandinn vill, ekki endilega reyna að framleiða vöruna “eins og hún á að vera”. Látum markaðinn ráða. Frá TED 2004.
http://video.ted.com/assets/player/swf/EmbedPlayer.swf

Ætli ég verði ekki að halda áfram með þessa tölfræði. Endilega sendið mér ábendingar um fleiri fyrirlesara

Viðbót: Ég gleymi að sjálfsögðu að minna á TED appið! Hvað er að frétta? Nú geturðu fengið alla fyrirlestrana beint í Android símann! Bara með því að skanna kóðann til hliðar!

Ég á það til að fá ógeð af öllum útvarpsstöðvum landsins. Reyndar svo mikið að ég hlusta einungis á útvarp þegar ég er að keyra. Ég er búinn að koma mér upp myndarlegu iTunes safni af tónlist og finnst gott að hlusta á tónlist þegar ég er að læra eða hanga í tölvunni, nú eða að blogga eins og einmitt núna. En það kemur nú alveg fyrir að ég fái alveg ógeð af iTunes safninu líka og vilji bara hlusta á eitthvað random mix af lögum sem annað hvort ég set saman sjálfur eða læt tilviljunina ráða. Erlendis eru síður eins og Pandora, Spotify og Last.fm að tröllríða öllu. Ástæðan fyrir að þær hafa ekki verið að ná fótfestu hér er meðal annars að meirihluti þeirra er ekki í boði fyrir okkur. En það þýðir ekki að allar götur séu lokaðar. Það eru ýmsir möguleikar í boði til þess að kynnast nýrri tónlist.

Streymi á netinu er svosem ekkert nýtt. Hver man ekki eftir RadioBlogClub? Hvað ætli hafi orðið um þá síðu?

Grooveshark

Ef þú þekkir ekki Grooveshark þá mæli ég með því að þú stökkvir undir eins á http://listen.grooveshark.com/ og byrjir að skoða. Grooveshark er ókeypis síða með RISASTÓRUM gagnagrunni. Það er í alvörunni ALLT þarna! Þú getur líka búið þér til notendanafn og vistað playlista sem þú býrð til sjálfur. Grooveshark er tilvalin síða til að nota í partýið af því það vilja allir heyra sitt lag. Þess vegna er best að smella síðunni upp og svo getur hver og einn sett sitt lag á “on the go” playlist. Einnig er hægt að elta aðra notendur líkt og á Twitter og hlusta á lagalista sem þeir gera. Það er hægt að elta mig hér.

YouTube

Döhh! Hver hefur ekki farið inn á YouTube til að heyra heitustu lögin hverju sinni. Það er meira að segja búið að bæta við fítus (reyndar fyrir löngu) sem leyfir notendum að fara búa til lagalista. Það er eiginlega ALLT inni á YouTube. Ef hljómsveit gefur út lag er það yfirleitt samstundis komið þar inn. Það eru margar hljómsveitir sem nota YouTube mjög vel. Til dæmis sveitin The Wombats, sem settu inn stutta “teaser-a” af öllum lögunum af væntanlegri plötu sinni. Mjög sniðugt til að byggja upp eftirvæntingu fyrir nýju plötunni.

Hypemachine

Hypemachine er skemmtileg síða fyrir tónlistarnörda. Þetta er leitarvél sem leitar að tónlistarbloggum út um allan heim og safnar svo lögum af þessum bloggum í stóran gagnagrunn fyrir okkur að njóta. Hér er oft hægt að finna mjög sjaldgæfar útgáfur af lögum eins og All my friends með LCD Soundsystem í útgáfu Franz Ferdinand. Ég hef t.d. ekki rekist á það neinsstaðar annars staðar. Eins fyrir techno nörda þá er mjög mikið um remix frá alls konar plötusnúðum út um allan heim sem dúkka upp þarna. Eins og á öllum alvöru samfélagsmiðlum þá er hægt að búa sér til notendanafn og fylgjast með öðrum notendum. Einnig er hægt að “elska” lög og bæta þeim þannig í sitt safn, en bara á netinu. Það er ekki boðið upp á niðurhal. Hér er ég á Hypem.

Gogoyoko

Ég elska Gogoyoko. Í fyrsta lagi er hægt að hlusta á allar helstu íslensku hljómsveitirnar frítt á síðunni þeirra með því að búa sér til aðgang. Í öðru lagi getur maður keypt plöturnar frá þessum sömu hljómsveitum. Í þriðja lagi eru þeir með svo klikkað sniðugt viðskiptamódel. 90% af tekjum frá plötusölu fara beint til þeirra sem semja hana og 40% af auglýsingatekjum á síðunni líka. Svokallað Fair Trade in Music. Þetta er bara sniðugt! Svo má ekki gleyma því að með því að versla við Gogoyoko erum við að styrkja íslenskan sprotaiðnað. Er eitthvað sem mælir gegn því að nota þessa síðu?

Cloud players

Þetta er ekki alveg í boði ennþá fyrir utan Grooveshark, en Amazon virðist vera að ríða á vaðið. Að mér skilst eru allir stóru leikmennirnir að koma sér upp svona tónlistarspilara í skýi. Google Music er á leiðinni og Apple, sem segir aldrei hvað þeir eru að gera, er að vinna í einum slíkum. Þetta kemur allt fram á Mashable. Þú munt þannig geta hlaðið upp tónlistinni á tölvunni þinni inn í ský, svipað og Dropbox virkar, og svo geturðu hlustað í hvaða tölvu sem er í heiminum. Það verður líka hægt að fá forrit í iPhone og Android þar sem þú getur spilað á hlaupum og hvar sem þú vilt. Eins og staðan er í dag er Amazon Cloud player bara í boði í Bandaríkjunum, en ég hef enga trú á því að við hér á Íslandi munum ekki fá að vera með þegar þjónustur eins og Google Music verða komnar á laggirnar.

Auðvitað eru milljón fleiri tónlistarsíður til. Myspace er ennþá með tónlistarsíður, Soundcloud er áhugaverð þjónusta, Musicovery er skemmtileg þjónusta sem býr til playlist eftir því í hvernig skapi þú ert og svo má ekki gleyma.

Er ég að gleyma einhverju?

Augmented reality (skammstafað AR) er brjálæðislega töff fyrirbæri. Ætli þetta útleggist ekki best sem “viðbættur veruleiki” á okkar ylhýra móðurmáli. Með notkun tölvutækni er hægt að útvíkka veruleikann og gera hann skemmtilegri. Eins og þetta myndband hér fyrir neðan sýnir þá mættu englar á Victoria Station þann 5. mars á þessu ári. Látum myndirnar tala sínu máli.

Það er hægt að nota AR á margan hátt. Eins og staðan er í dag er það aðallega notað í svona “WOW-faktor”. En hvað gerist þegar við sameinum tvo af okkar uppáhalds hlutum: AR og QR-kóða? Svona fór þeir að því í Central Park. Herferðin var unnin undir nafninu World Park Campaign, þar sem QR kóðum var smellt út um allan garðin og fólk notaði svo snjallsímana sína til að taka þátt.

Talandi um snjallsíma, þá er til auðveld leið til þess að prófa AR í símanum sínum. Það þarf bara að sækja forritið Space InvadARs. Þetta er mjög einfaldur leikur sem gengur út á að vernda jörðina fyrir geimskipum. Það er hægt að skoða forritið hér (smelltu hérna til að fá QR kóða til skönnunar fyrir Android). Það þarf bara að opna forritið og beina myndavélinni að myndinni að neðan (einnig er hægt að nálgast stærri útgáfu hérna) og voilá, þú ert byrjaður að spila. Jörðin kemur fram í 3D og þú þarft að bjarga henni með því að drepa óvinveittu geimskipin.

Svona í lokin ætla ég að sýna eitt YouTube myndband í viðbót þar sem AR nýtur sín einna best. Þetta er forrit sem heitir Word Lens og er að mér best vitandi bara til fyrir iPhone. En þetta er samt uber cool að sjá og ég hlakka til þegar og ef þetta verður til fyrir fleiri tegundir. Ef einhver veit um fleiri vel heppnaðar útgáfur af AR má sá hinn sami endilega skilja eftir athugasemd hér fyrir neðan.

Samfélagsmiðlar (e. social media) snerta flest okkar. Við notum þá flest, sum í vinnu og sum til skemmtana. Rúmlega 60% Íslendinga voru skráðir með Facebook aðgang í júlí 2010, og ég get bara ímyndað mér að sá fjöldi hafi aukist. Með aukinni netnotkun eru sífellt ný samfélög á netinu að spretta upp. Sem dæmi um samfélag á netinu má nefna BarnalandKop.isEVEMySpaceNapster og svo mætti LENGI telja. Fólk hefur alltaf haft þörf fyrir að tengjast, taka þátt í umræðum og deila efni.

En þar sem fólk eyðir sífellt meiri tíma tengt á við netið er kannski rétt að spá aðeins í því hvað netið segir um þig. Þú getur verið 100% viss um að þegar þú sækir um vinnu mun tilvonandi vinnuveitandi þinn fletta þér uppá Google. Spurningin er sú hvort að þú viljir að þar sem kemur þar upp sé þér talið til tekna eða muni vega á móti þér. Það er vel hægt að nota netið til þess að koma sér á framfæri og tengjast fólki sem gæti hjálpað þér að komast lengra.

Hefurðu áhuga á blaðamennsku? Til þess að fá vinnu við blaðamennsku er mjög mikilvægt að geta skrifað á góðri íslensku og vera með hnitmiðaða og góða pistla. Þú vilt að framtíðar-vinnuveitandi þinn viti hvað þú kannt og vilt reyna að fullvissa hann um að þú vitir hvað þú ert að gera. Góð bloggforrit eru t.d. Blogspot, WordPress, eða hið íslenska Bloggar.is. Svo er þetta svona líka skemmtileg leið til að fá útrás fyrir skoðanir ef enginn nennir að hlusta á þig!

Twitter er líka rosalega skemmtilegur miðill. Samkvæmt nýjustu fréttum er hann metinn á 10 milljarða Bandaríkjadala! Það held ég nú! Frekar mikið fyrir fyrirtæki sem hefur ekki ennþá sýnt frá á tryggt tekjustreymi! Allavega þá er Twitter, eins og áður segir, mjög skemmtilegur miðill. Þar er hægt að tengjast við fólk hvaðan af úr heiminum sem hefur svipuð áhugamál og þú. Flestir setja inn linka á eitthvað sem þeir sáu áhugavert á netinu, nú eða pósta skoðanir og taka þátt í umræðum. Snilldin er að það er aðeins hægt að skrifa 140 stafi í hvern status þannig maður þarf að velja orðin vel. Ég er mjög hrifinn af Twitter og nota miðilinn mikið til að sækja mér upplýsingar. Hann býr líka til tækifæri fyrir notanda að miðla þekkingu svo að allir á netinu sjái hversu klár hann er. Endilega eltið www.twitter.com/hjaltir.

Svo virðist sem að allir þeir sem eru eitthvað tengdir viðskiptum séu að skrá sig inn á síðu sem heitir LinkedIn. Sú síða er alltaf að skjóta upp kollinum meðal samnemanda í skólanum, þegar við vinnum verkefni og líka bara í vinnunni. Þetta er mjög sniðugt tól til að halda utan um tengslin sem þú myndar. Þetta er þá einskonar Facebook fyrir atvinnulífið. Ég nota LinkedIn í vinnu, en Facebook fyrir vini og fjölskyldu.

En jæja ætli þetta sé ekki komið nóg í bili. Ég væri nú ekki samkvæmur sjálfum mér ef ég minntist nú ekki aðeins á síma. Það er hægt að fá app fyrir bæði seinni forritin. Smelli QR kóðum inn 🙂

LinkedIn

Twitter

Fullt af fyrirtækjum hafa verið að nýta sér möguleikana sem snjallsímar bjóða upp á. Ég hef verið að spila Angry Birds og séð auglýsingar frá Símanum og Ring. Einnig eru einfaldari þjónustur til eins og bara t.d. að fá bíómiðann sendan með MMS á Midi.is. En svo virðist sem fólk og fyrirtæki sé að sjá hag sinn í því að búa til forrit fyrir sitt fyrirtæki sem við hér í nördaheimum teljum ekkert nema gott og blessað!

Já!

Snillingarnir hjá Já.is bjuggu til lítið en MJÖG SVO handhægt forrit. Það virkar þannig að ef einhver er að hringja í þig, og viðkomandi er ekki í símaskránni í símanum þínum, þá leitar forritið einfaldlega á Ja.is og athugar hvort það finnist ekki í hinni stóru þykku símaskrá. Þannig veistu alltaf hver er að hringja í þig! Forritið er mjög lítið og er í gangi í bakgrunni. Það er frítt að hala því niður en notkunin kostar 99 kr á mánuði, sem er greitt með símareikningi þínum. Aldrei þessu vant, þá virkar QR kóðinn fyrir alla síma, en vert er að taka fram að Já í símann virkar bara fyrir Android síma og Nokia síma með nýlegu Symbian stýrikerfi.

Bestu Lögin

Grapewire, í samstarfi við Símann, framleiddi skemmtilegt forrit fyrir jólin sem heitir Bestu Lögin. Það er samansafn af allskonar lagalistum, allt frá drum and bass til jazz frá Jónasi Sen. Fjölbreytnin þarna er það mikil að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Forritið er snilld og ég hvet alla til að prófa það! Það er frítt fyrir þá sem eru með áskrift að GSM eða interneti hjá Símanum. Það er líka hægt að hlusta á þessa tóna á http://bestulogin.siminn.is og ef menn hafa ekki tök á að nýta sér forritið er einnig hægt að hlusta á http://bestulogin.siminn.is/mobile. Reyndar er til annað alveg eins forrit sem heitir RING tónar! Þetta er sama forritið nema með öðru “skinni” yfir 🙂

Leggja.is

Hver kannast ekki við það að vera niðri í bæ og eiga ekki klink í stöðumælinn? Nú er það vandamál úr sögunni með tilkomu Leggja.is! Þú einfaldlega skráir þig inni á Leggja.is, hleður niður appinu og vandamálin eru úr sögunni. Borgar bara fyrir þann tíma sem þú notar og ef þú gleymir að logga þig út þá hættir alltaf að gjaldfærast klukkan 18:00 þegar gjaldskyldan fellur niður. Ekkert vesen lengur! Leggja.is er nú reyndar ekki nýtt af nálinni en fram til þessa hefurðu þurft að hringja í þjónustunúmer til að skrá bílinn í stæði. Nú er það úr sögunni. Þetta er í boði fyrir Android og mér skilst að það sé á leiðinni í iPhone.

Tonlist.is

Forritið sem þeir gerðu er mjög skemmtilegt fyrir þá sem eru með áskrift að því! Þar er hægt að hlusta á nær alla íslenska tónlist, nýja sem gamla. Ef þú ert sveitaballanörd (hóst ekki eins og ég by the way hóst) þá er þetta gullnáma fyrir þig!

Þetta er ekki tæmandi listi yfir íslensk forrit. Það er til forrit frá Bland.is og svo eru fleiri forrit í bígerð sem ég hef heyrt um, til dæmis tónlistarforrit frá Gogoyoko og leikir frá Gogogic. Að lokum þarf maður að sjálfsögðu að vera með íslenska stafi í símanum! QR kóðinn fyrir neðan vísar á forritið fyrir það. Over and out!

Íslenskt lyklaborð

13/08/11 Viðbót – Ég vil einnig vekja athygli á nýjum pistli – Íslensk “Öpp” pt deux