Ég bjó til myndband, hvað svo?

12531078_1046360968792155_462913133_nMyndbönd getur verið skemmtilegt leið til þess að vekja athygli fólks. Þau geta verið gott ítarefni fyrir vef eða eitthvað til þess að deila á samfélagsmiðla. Þau gefa líka viðskiptavininum val um það hvernig hann eða hún meðtekur upplýsingar frá þér. Sumum hentar til dæmis betur að horfa á myndband sem útskýrir eitthvað, frekar en að lesa texta.

En umfram allt geta myndbönd verið skemmtileg og smell passa inn í strategíu fyrir þá sem tileinka sér efnismarkaðssetningu (e. content marketing)

Þegar ég vann hjá Íslandsbanka þá skiptum við myndböndunum sem við gerðum niður í 4 flokka:

  • Auglýsingar / Kynningar – Efni sem framleitt var af auglýsingastofu, pródúserað og er til þess fallið að kynna vörur og þjónustu
  • Upptökur – Íslandsbanki og VÍB halda marga kynningar- og fræðslufundi. Með því að taka þá upp náðum við að margfalda fjölda þeirra sem við náðum til. Í stað þess að tala við þá 50 manns sem sátu í salnum, náðum við kannski til 350 manns sem sátu heima og horfðu á upptökuna.
  • Innra efni – Við framleiddum mjög mikið af myndböndum til innri notkunar. Mest var þetta létt og skemmtilegt efni (eins og t.d. Áki úr markaðsdeildinni að kenna fólki hvernig á að taka þátt í karókí) en einnig viðtöl við bankastjóra eða fjármálastjóra til að útskýra tíðindi sem snéru að bankanum og markaðnum.
  • ISB TV – Ég framleiddi sjálfur heilan helling af myndböndum sem fóru á ISB TV – sjónvarpsrás Íslandsbanka. Þetta voru viðtöl eða stuttar kynningar um afmörkuð mál. Þar á meðal þetta tímamótamyndband:

https://vimeo.com/103347703

Þegar þú ert að gera myndband eru nokkrir hlutir sem þarf alltaf að hafa í huga:

  • Fyrir hvern ertu að gera það? Hver er markhópurinn?
  • Hvar á að birta það? (t.d.Facebook eða á vef)
  • Alltaf að skrifa lýsingu með! Það hjálpar bæði upp á leitarvélar og hjálpar fólki líka að ákveða hvort það vill yfir höfuð horfa á myndbandið
  • Ekki gleyma Call to Action! Ef þú ert með myndband sem fjallar um að stofna sparnaðarreikning þá er nauðsynlegt að hafa hlekk í lýsingunni og lok myndbands sem bendir fólki á hvar það getur stofnað reikning.
Umsagnir frá síðasta námskeiði

Umsagnir frá síðasta námskeiði

En af hverju er ég allt í einu að tala um myndbönd?

Myndbönd eru stór hluti af því efni sem ég mun fara yfir á námskeiðinu um efnismarkaðssetningu sem ég er að kenna á 7. og 9. nóvember í Endurmenntun Háskóla Íslands. Námskeiðið er bæði fyrir byrjendur í markaðsmálum en einnig þá sem vilja bæta við þekkingu sína á þessu sviði.

Ég hvet þig til að skrá þig á www.endurmenntun.is

Að lokum eru hér fyrir neðan glærur frá erindi sem ég hélt á hádegisfundi Ský 29. október 2014 sem bar einmitt nafnið “Ég bjó til myndband, hvað svo?”

 

Hvað segir þú?