Topplistar 2014 – Bestu plöturnar 2014

Fyrr í vikunni skrifaði ég pistil um 15 bestu lög ársins og nú er komið að aðallistanum: Bestu plötur ársins 2015.

Listinn er ekki í neinni sérstakri röð fyrir utan plötuna sem er síðust á listanum, hún er best. En þú þarft að lesa alla leið niður til að komast að því hver hún er. Þar að auki eru allar reglur þverbrotnar á honum! Eins og áður þá skipti ég listanum ekki upp í íslenskt og erlent heldur splæsi öllu saman í einn dúndurlista sem tekur mið af því hvað hefur komið út á árinu og ég á hvað ég hef hlustað.

10. Young Karin – n1

n1Ég ætla að byrja á því að svindla. n1 eftir Young Karin er EP plata frá sveitinni. Hún hinniheldur 5 lög, þar á meðal lagið “Hearts” sem fékk töluverða spilun í útvarpi. Young Karin er verkefni á vegum Loga Stefson úr Retro Stefson og söngkonunnar Karinar Sveinsdóttur. Þetta er sú hljómsveit sem ég er sem spenntastur fyrir á Íslandi í dag. Hún spilar ljúft indípopp og hefur vakið athygli bæði á Íslandi og erlendis, en hún verður ein af þeim sveitum sem treður upp á Eurosonic hátíðinni í næsta mánuði. En flott plata sem er gefur góða von um framhaldið.

Lögin: Hears, Sirens

9. Sólstafir – Ótta

óttaTæplega 20 ára gömul hljómsveit sem er búin að vera að harka þangað til núna loksins þá verða þeir ríkir og frækir. Ok kannski ekki ríkir, en þessi plata fór samt beint í annað sætið í Finnlandi. Á plötunni Ótta færa Sólstafir okkur mjög melódískt þungarokk sem er engu að síður útvarpsvænt og rennur ágætlega í óhörnuð eyru mjúkra manna eins og mín. Platan telur 8 lög sem eiga það sameiginlegt að heita eftir gömlu eyktunum sem voru notaðar til að skipta upp sólarhringnum. Flott plata sem kemur fersk inn í allt indípoppið sem annars var hlustað á þetta árið.

Lögin: Ótta, Náttmál, Nón

8. John Grant – John Grant & the BBC Philharmonic Orchestra

john grantSvindl númer tvö er þessi plata frá John Grant og sinfóníuhljómsveit BBC, en venjulega myndi ég ekki geta tekið með svona safnplötu heldur miða ég aðallega við nýtt efni. Ég verð hins vegar að setja þessa plötu með, en hún kom út seint á árinu. Ég vissi ekki einu sinni að John Grant hefði yfir höfuð spilað með BBC-sinfóníunni, hvað þá að plötuútgáfa stæði til. En þegar ég fékk tölvupóst frá Spotify að nú væri platan “available” spratt ég af stað og hlustaði og ó minn guð hversu flott þessi plata er. Félagi Grant er náttúrulega tónlistarmaður af bestu sort og lögin hans henta fullkomnlega til að vera spiluð með stórri sveit strengja og lúðra. Það þarf svosem ekki að hafa fleiri orð um það.

Lögin: Queen of Denmark, Marz, Pale Green Ghosts

https://www.youtube.com/watch?v=qI1daBAJIXM

7. Royal Blood – Royal Blood

royal bloodMá kalla Royal Blood hljómsveit? Hún samanstendur af 2 meðlimum, annar spilar á trommur, hinn syngur og spilar á bassa. That’s it! En vá þessi plata! Hún er svo brjálæðislega öflug. Öll lögin eru góð! Lögin “Little Monster” og “Figure It Out” hafa verið spiluð töluvert á X-inu. Hún minnir töluvert á Queens of the Stone age með grimman bassa og þungt “stónerrokk”. Flottur gripur.

Lögin: You Can Be So Cruel, Blood Hands, Out of the Black

6. Lykke Li – I Never Learn

i never learnSænski furðufuglinn Lykke Li heldur áfram uppteknum hætti að búa til flotta tónlist. Síðasta plata hennar, Wounded Rhymes var mikið spiluð hjá mér á sínum tíma og nýja platan I Never Learn var mikið spiluð í hjólatúrum núna í sumar. Platan er “rólegri heldur en síðasta plata, aðeins dimmari og melankólískari” eins og ég sagði í færslu í sumar en lögin eru mörg hver afskaplega falleg en sorgleg.

Lögin: Love Me Like I’m Not Made of Stone, Never Gonna Love Again, Gunshot

5. The War On Drugs – Lost in the Dream

war on drugsFyrsta Airwaves sveitin á listanum, en þeir tróðu upp í Valsheimilinu á undan The Flaming Lips í haust. Þar héldu þeir mjög flotta tónleika enda allir færir hljóðfæraleikarar og bara góðir menn yfir höfuð. War On Drugs spilar “pabbatónlist” af bestu gerð. Þetta er popprokk af gamla skólanum og minnir oft á tíðum á Dire Straits og líkar hljómsveitin. Lost in the Dream er mjög heilsteyptur gripur og hvergi er stigin feilnóta. Hins vegar er lítið um hæðir og lægðir og er það svona helsti ókosturinn við hana, lögin eru öll frekar svipuð og fá sem standa upp úr að ráði. En engu að síður, frábær plata.

Lögin: Under the Pressure, Red Eyes, An Ocean Between the Waves

4. Prins Póló – Sorrí

sorriPrinsinn á síðustu íslensku plötu þessa lista. Platan Sorrí er jafnframt besta íslenska plata ársins. Það er erfitt að segja hvað gerir Prins Póló svona skemmtilegan. Lagasmíðarnar eru einfaldar og hljómarnir sömuleiðis. Textarnir eru hversdagslegir og stundum frekar heimskulegir. Samt er þetta svo ótrúlega grípandi og skemmtilegt. Tónleikar hans eru sömuleiðis skrítnir, hressir og vel sóttir. Æji það er eitthvað við Prinsinn úr Breiðholtinu sem er svo æðislegt og óþarfi að segja meira um það.

Lögin: Lúxuslíf, Bragðarefir, Föstudagsmessa

3. Future Islands – Singles

future islandsFuture Islands gaf út plötu í vor sem féll strax í kramið hjá gagnrýnendum, sló í gegn á internetinu eftir stórskrítna frammistöðu í David Letterman og kórónaði svo árið með því að heimsækja Ísland á Airwaves hátíðinni. Singles hefur verið ofarlega á flestum topplistum sem ég hef lesið og skyldi engan undra, um er að ræða frábæra poppplötu. Hvergi er stigið feilspor á plötunni en fyrir mér toppar platan um miðbikið með laginu “A Song for Our Grandfathers”.

Lögin: A Song for Our Grandfathers, Seasons, Back In The Tall Grass

2. Todd Terje – It’s Album Time

todd terjeÉg vissi strax við fyrstu hlustun að þetta yrði ein af bestu plötum ársins. Todd Terje var nafn sem ég var búinn að sjá bregða fyrir hér og þar síðustu misseri en hafði aldrei spáð neitt sérstaklega í það. En þegar hann gaf út plötu ákvað ég að gefa henni gaum og varð svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum. Hér er um að ræða norskt eðalteknó af bestu gerð. Og ekki skemmdi fyrir að hún kom út rétt fyrir sumarið, en svona tónlist er einmitt það sem mér finnst skemmtilegast að hlusta á í sumar og sól (ekki að það hafi verið of mikið af því). Hún er gríðarlega þétt út í gegn, byrjar af krafti, róast aðeins með ballöðunni “Johnny and Mary” sem sungin er af Bryan Ferry, áður en geðveikin er keyrð upp aftur í allsvakalegan lokakafla.

Lögin: Strandbar, Delorean Dynamite, Oh Joy

1. Ezra Furman – Day of the Dog

IMG_20141107_173445Besta plata ársins og síðasta svindlið á listanum er hann Ezra Furman vinur minn frá Chicago. Platan kom út í október í fyrra en ég sleppi henni með af því a) hún er sú sem ég spilaði mest á árinu og b) ég vissi ekki af henni fyrr en á árinu 2014. Ezra Furman kom fram á Airwaves hátíðinni og það er í raun þess vegna sem vegir okkar mættust. Ég sá hann fyrst spila á off-venue tónleikum á Bar 11 þar sem soundið var hræðilegt en frammistaðan frábær. Ég fékk smá stund til að hitta kauða eftir tónleikana og keypti þar af honum vínylplötu sem hann áritaði með glöðu geði. Það er eitthvað öðruvísi við Ezra Furman og erfitt að henda reiður á hvaða tónlistarstefnu hann tilheyrir. Eigum við ekki bara að sammælast um að hann sé frábær?

Lögin: My Zero, Slacker Adria, Tell ‘Em All To Go To Hell

Með þessari færslu næ ég í 12 á þessu ári sem gerir ein í mánuði. Reynum að hafa næsta ár aðeins “pródúktífara”, eins og við segjum á slæmri íslensku.

Gleðlilegt ár!

Hvað segir þú?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s