Topplistar 2014 – 15 bestu lög ársins

Þetta er uppáhaldstíminn minn á árinu hvað tónlist varðar. Ég er með alveg svakalegt blæti fyrir allskonar topplistum. Allan desember er ég búinn að rífa í mig hvern tónlistann af öðrum, hvort sem það var Fréttablaðið, Dr. Gunni, Pitchfork, eða síðan Pigeons and Planes sem ég hafði aldrei lesið áður.

Ég held ég geri bara 2 lista í ár, topp 15 lögin og topp 10 plöturnar. Að vanda þá geri ég sameiginlega lista fyrir erlenda tónlist og íslenska, enda finnst mér íslensk tónlist ekki þurfa neina forgjöf. Ég hlusta á hana í nokkuð jöfni hlutfalli við erlenda og í gegn um tíðina hafa íslenskar plötur komist nokkuð hátt á mína lista.

Allavega, byrjum á 15 bestu lögunum, að mínu mati. Þau eru hér ekki sett fram í neinni sérstakri röð.

Jungle – Busy Earnin’

Jungle átti að troða upp á Airwaves en forfallaðist. Þeir gáfu út nokkrar fantagóðar smáskífur á árinu auk plötu sem náði engan vegin að vera eins góð og vonir stóðu til. Busy Earnin’ er samt hörku stemmari.


Pharrell – Gust of Wind

Þetta lag er það besta á annars ágætri poppplötu frá verðandi Íslandsvininum Pharrell. Enda ekkert skrítið þar sem tónarnir undir eru smíðaðir af snillingunum í Daft Punk. Mjög mikið spilað síðasta vor!


Todd Terje – Strandbar

Norskt gæðateknó eins og það gerist best. Þetta lag var mikið spilað í júlí þegar ég sat á strandbar í Slóveníu. Strandbar á strandbar? Verður varla betra.


Radical Face – The Mute

Ég varð ástfanginn af þessu lagi eftir að hafa heyrt það í trailer fyrir myndina Wish I Was Here. Ég hef reyndar ekki séð myndina ennþá og missti af Radical Face á Airwaves. En lagið er engu að síður æðislegt.


Ezra Furman – My Zero

Okei ég viðurkenni það, þetta er smá svindl. “My Zero” kom í raun út í október 2013. En ég uppgötvaði Ezra Furman ekki fyrr en seint á þessu ári þegar hann kom og toppaði Airwaves hátíðina fyrir mér. Létt indípopp frá Chicago frá einlægum dreng með mikla hæfileika.


The Avener – Fade out lines

Brjálæðislega grúví lag sem er í raun remix af laginu “Fade Out Line”. The Avener er franskur raftónlistarmaður sem ég hef hvorki heyrt af áður né síðar.


Júníus Meyvant – Color Decay

Þetta lag kom eins og þruma úr heiðskýru lofti. Eitt besta lag sumarsins var eftir íslenskan strák sem ég hafði aldrei heyrt um áður. Vel útsett, sungið og spilað. Ég bíð spenntur eftir fyrstu plötunni.


Arthur Beatrice – Fairlawn

Fairlawn er besta lagið á annars ágætri plötu með Arthur Beatrice. Hlustist helst mjög hátt í góðum heyrnartólum.


Perfume Genius – Queen

Ég vissi við fyrstu hlustun að þetta lag yrði ofarlega á topplistanum hjá mér. Ljúf indípopp ballaða sem alveg límist á heilann.

Prins Póló – Lúxuslíf

Prinsinn úr Breiðholtinu er tilnefndur til flestra verðlauna sem hægt er að veita í ár. Platan Sorrí er virkilega flottur gripur og verið mikið spiluð hjá mér. Fyrir mér er lagið Lúxuslíf það besta á plötunni, en ég hef ekki rekist á það í spilun neinsstaðar. Væri gaman að heyra það oftar.


Future Islands – A Song For Our Grandfathers

Airwaves hljómsveitir eru yfirleitt tíðar á þessum listum. Future Islands þekkja allir frá frammistöðunni í David Letterman. Þrátt fyrir að hafa verið að spila saman frá 2006 náðu þeir fyrst eyrum almúgans með plötunni Singles sem kom út í ár. Á annars mjög heilsteyptri plötu fannst mér “A Song For Our Grandfathers” standa upp úr.


Young Karin – Hearts

Ég veit ekki hvað ég er búinn að lofsama þetta band oft. Young Karin byrjaði undir nafninu Highlands fyrr á árinu og er samsett af Loga Stefánssyni úr Retro Stefson og vinkonu hans, Karin Sveinsdóttur. “Hearts” er alveg frábært fyrsta lag úr þeirra smiðju. Ég hlakka mjög til að heyra og sjá meira af þeim.


My Heart The Brave – Meditation Two

Ég rakst á danska vin minn, My Heart The Brave, í “Your Recommendations” á Last.fm. Haldiði að hann geri ekki þetta frábæra elektrópopp


Booka Shade – Love Inc

Þýskt eðalteknó af bestu sort. Ekki skemmir fyrir að myndbandið er skrítið með engu nema fólki i sleik.


Prins Póló – París Norðursins

Af einhverjum ástæðum reyni ég að hafa aldrei sama listamanninn tvisvar á svona lista. En það er bara ekki hægt að sleppa París Norðursins. Þetta lag er bara allt of skemmtilegt, grípandi með hnittnum texta. Það hreinlega hefur allt.

————————————————————-

Þarmeð er þessi listi kominn. Bestu plöturnar eru að gerjast og koma í vikunni.

Það voru að sjálfsögðu fleiri lög sem komu til greina á listann en ég vildi reyna að hafa hann þéttan og góðan. Hér má hlusta á allan listann.

Advertisements

Hvað segir þú?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s