Ég er að… (vol. 3)

Bækur

trustmeimlyingTrust Me I’m lying: Confessions of a Media Manipulator

Þessa er ég að hlusta á. Ryan Holiday er jafn gamall mér en hann hefur verið markaðsstjóri American Apparell fatarmerkisins frá því hann var 21 árs. Síðast liiðin ár hefur hann “sérhæft sig” ef svo má segja í að hafa áhrif á fjölmiðla, með misfallegum aðferðum. Hann hefur m.a. unnið með rithöfundum, hljómsveitum og bíómyndum. Bókin er mjög fræðandi kennslubók í því hvernig hægt er að nýta netið, nýmiðla og fjölmiðla til að koma efni á framfæri en á sama tíma er hún líka ádeila á bandarískan fjölmiðlamarkað og beinist ádeilan einna helst að því hvernig bloggheimurinn er uppbyggður. Mjög áhugavert og sérstaklega þægilegt að hlusta á þegar maður hjólar í vinnuna þessa dagana.

shiningThe Shining

Þessa er ég að lesa og til að gera langa sögu stutta þá er The Shining ástæðan fyrir að ég ligg hérna kl. 1 að nóttu og skrifa. Ég get ekki farið að sofa . Ég hef aldrei lesið neitt eftir Stephen King og ákvað af einhverri ástæðu að kíkja á Bókasafn Kópavogs eftir vinnu á mánudaginn og fá hana lánaða. Fyrsta flokks hrollvekja.

P.s. Ég hef ekki séð myndina heldur…

Tónlist

Lykke Li – I Never Learn

I Never Learn er þriðja plata sænsku söngkonunnar Lykke Li. Platan er ágæt. Hún er rólegri heldur en síðasta plata, aðeins dimmari og melankólískari – eins og maður segir á slæmri íslensku. Guði (eða kannski bara Daniel Ek) sé lof fyrir Spotify!

Horfa á:

Mad Men

Ég er mikill Mad Men maður og hef alltaf haft þvílíkt gaman af því að fylgjast með því sem vinur minn Don Draper tekur sér fyrir hendur. Ég fór loksins í það að horfa á 6. seríu af Mad Men, enda var hún loksins að detta inn á Netflix. Ég verð að segja að ég er að verða þreyttur á þessu. Það er engin karakterþróun í gangi og í raun er verið að endurnýta hugmyndir úr fyrri seríum. Ef þú hefur ekki séð 6. seríu ennþá ertu ekki að missa af miklu. Sama hvað þá er þetta alltaf besta atriðið:

Silicon Valley

Hér erum við að tala um eitthvað nýtt og skemmtilegt! Þátturinn er framleiddur af HBO, sem þýðir yfirleitt að um gæðaefni sé að ræða, og þeim sem samdi Office Space. Hann fylgist með 5 strákum sem stofna fyrirtæki í Kýsildalnum og hvernig þeim gengur í samkeppninni við risann Hooli, sem er auðvitað Google. Þetta er ekta efni fyrir nörda!

Advertisements
1 comment

Hvað segir þú?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s