Topplistarmanía – version 2015!

Er einhver tími ársins betri en desember þegar maður fær öll ársuppgjörin. Ég er alveg búinn að liggja yfir öllum listum sem ég finn. Paste Magazine, Spin, NPR All Songs Considered, Straumur, Dr. Gunni, Line of Best Fit….listinn yfir topplistana er meira að segja snilld.

Í ár ætla ég að vera með 3 lista og eins og venjulega þá er ég með minn eigin hátt á þessu. Ég mun í dag segja frá þeim listamönnum sem stóðu upp úr á árinu, svo fer ég yfir uppáhaldslögin mín og að lokum topp 10 plötur ársins.

Hver listi er settur saman eftir hávísindalegri aðferð: Það sem mér finnst. Þannig breytast reglurnar ár eftir ár. En það kemur engum við, þetta eru jú mínir listar.

Listamenn ársins 2015

Það eru nokkrir listamenn sem hafa gjörsamlega átt árið hvað mig varðar. Sumir gáfu út fullt af nýju efni á árinu, sumir gefa út eftir áramót en aðrir eiga bara fullt af efni sem ég hafði ekki hlustað á áður. Listinn er ekki í neinni sérstakri röð.

Drake

Þangað til í sumar hef ég engan veginn verið hrifinn af Drake. Ég er búinn að reyna mikið og ég hef svosem alltaf fílað nokkur lög með honum. “Hold On We’re Going Home” var t.d. strax í uppáhaldi, eins og svosem hjá öllum sem heyrðu það. En í ár var Drake bara Á ELDI! Hann gaf út 2 plötur, nokkrar smáskífur auk þess að túra, koma fyrir í lögum hjá öðrum og eiga í heitu “bíf-i” við Meek Mill sem spann af sér smellinn “Back to Back”. Drake er sennilega heitasta poppstjarna ársins og er sá listamaður sem ég spilaði mest á þessu ári.

En í gegnum öll þessi nýju lög sem hann er að gefa út þá kynntist ég gamla efninu hans. Platan Take Care frá árinu 2011 finnst mér vera sú besta sem hann hefur gert. Og besta lagið á henni er að mínu mati “We’ll Be Fine” þó titillagið “Take Care” og “Marvins Room” séu ekki langt undan.

spotify:track:7udsBKuqnJ5csWTAkR0vEI

Little Simz

Little Simz er ungur rappari frá London. Ég sá hana á The Great Escape hátíðinni í Brighton í fyrra. Þvílík sviðsframkoma! Þegar ég kom heim frá Englandi byrjaði ég að fletta henni upp á YouTube og Spotify. Síðustu ár hefur hún verið að gefa út mixteip eins og vindurinn og leikið sér með allskonar stef. Hún fékk m.a. lánað “Gimme Shelter” frá Rolling Stones og “Yesterday” frá Bítlunum á “Blank Canvas”.

Samhliða því hefur hún verið að spila um allan heim og gaf svo í haust út sýna fyrstu alvöru plötu – A Curious Tale of Trials + Persons – sem hún gaf út hjá sínu eigin útgáfufélagi. Á plötunni fór hún um víðan völl en byrjunin á fyrsta lagi hennar situr svakalega í mér þar sem hún segir “Women can be kings”. Þarna er ung kona (Simbi er fædd 1994) að ráðast á plötu heiminn og velta fyrir sér stöðu kvenna í honum. Hún kemur út úr horninu með hnefana á lofti, óhrædd og segir sína sögu. Ég fílaða! Sögurnar á plötunni eru sömuleiðis um það hvernig er að verða fullorðin og reyna að meikaða.

Til gamans má geta að ég á aukamiða á tónleika með henni í London í febrúar ef einhver er game 🙂

Emmsjé Gauti

Ég ætla bara að segja það strax að Emmsjé Gauti er maður sem ég hef aldrei fílað. Ég var bara ekki að ná þessu. Veit ekki hvað það er. En svo breyttist allt þegar ég sá Gauta á sviði á útgáfutónleikum Úlfs Úlfs í Gamla Bíó. Svo sá ég hann aftur Menningarnæturtónleikunum í portinu á bakvið 11una. Síðan þá held ég að ég hafi séð svona 5 gigg með honum, það stærsta á Airwaves þar sem 800 manns hoppuðu, sungu og dönsuðu.

Gauti er maður sem er fæddur til að vera á sviði. Born performer.

Jack Garratt

Ef þú ert ekki búinn að hlusta á Jack Garratt þá skaltu gera það núna.

Þetta er sá listamaður sem ég er hvað spenntastur fyrir í heiminum í dag. Við Vilhelm sáum hann á Great Escape í Brighton og urðum báðir ástfangnir af manninum. Hann er á sviðinu með trommuheila, rafmagnsgítar, synth, hljómborð og syngur. Allt á sama tíma. Einn. Hann er rosalegur.

Bretarnir eru að missa sig yfir honum og spá því að hann sé næsta stjarna þar í landi. Hann virðist líka vera að ná hingað til Íslands, en ég heyrði lagið “Weathered” á X-inu um daginn. Hlustaðu á lögin í þessari röð: 1. Worry, 2. Chemical, 3. Weathered, 4. The Love You’ve Given, 5. Remnants

Fyrsta plata Jack Garratt kemur út í febrúar. Ég mun kaupa eintak á vinyl og standa fyrir utan heima hjá manninum að vona að hann áriti eintak.

Vök

Ok er einhver sem er ekki að fíla það sem þessir krakkar eru að gera? Ég er búinn að sjá þau nokkrum sinnum í ár og hlusta mikið á efnið sem þau hafa gefið frá sér. Svo var ég svo heppinn að taka viðtal við þau fyrir Kjarnann.

Ég held að ég sé ekki að ljúga neinu þegar ég segi að þetta er næsta stóra bandið frá Íslandi. Þeir sem sáu þau spila á Airwaves hátíðinni í haust vita alveg af hverju. Og við skulum ekki gleyma því að lagið Before er komið upp í rúmlega 1,8 milljón spilanir á Spotify. Það er eitthvað stórt í gangi.

Ég bíð allavega spenntur.

Gott í bili. Gleðileg jól

Advertisements
2 comments

Hvað segir þú?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s