10 bestu plötur ársins 2015

bestu plötur 2015

Þetta ár hefur verið frábært í tónlist. Ég held ég hafi bara aldrei hlustað svona mikið á tónlist enda var ég sífellt að uppgötva nýjar hljómsveitir, fá ábendingar um frábærar plötur eða hlusta á það sama gamla aftur og aftur.

Það getur verið erfitt að sigta út hvaða plötur eiga heima á topp 10 listanum hjá manni. Í fyrsta lagi eri það ekki endilega mest spiluðu plöturnar sem eru bestar. Sem dæmi þá hlustaði ég á nýju Weeknd plötuna í döðlur á ákveðnum tímapunkti í sumar en í dag get ég ekki hlustað á hana. Þar var ég til dæmis of peppaður og keypti hæpið í kringum plötuna. Því þegar allt kemur til alls finnst mér hún ekkert sérstök.

Svo þarf maður að passa að það séu ekki plöturnar sem þu hefur hlustað á. Akkurat núna er ég til dæmis heltekinn af nýju plötunni með Pusha T. Mér finnst hún frábær, en svo veit ég ekki hvernig hún mun eldast. Hún kemur þá til greina á topplista næsta árs. Að lokum þarf maður að passa að aðrir topplistar séu ekki að hafa áhrif á þitt eigið val. Þannig tók ég Courtney Bartnett plötuna af mínum lista þrátt fyrir að það sé frábært verk. Hún var bara ekki topp 10. Aðrar plötur sem þar má nefna eru Sprinter með Torres og b’lieve I’m going down… með Kurt Vile. Báðar frábærar plötur sem skora hátt út um allan heim en eiga ekki endilega heima á mínum lista. Allar þessar 3 væru samt á topp 20 listanum hjá mér.

En er eitthvað annað að gera en að vinda sér í 10 bestu plötur ársins að mínu mati? Ég get aldrei ákveðið í hvaða röð ég á að setja plöturnar, þannig ég set þær á listann eftir því hversu mikið þær voru spilaðar á árinu.

10. Jamie XX – In Colour

jamie xxJamie XX er annar helmingurinn af tvíeykinu The xx sem margir kannast við. Hann gaf snemma á þessu ári út plötuna In Colour. Ó mæ god hvað hún er góð! Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa hljómnum öðruvísi en lágstemmdu elektró með þungum trommutakti inn á milli. Ef ég þarf að einbeita mér þá kveiki ég alltaf á þessari plötu og stilli í botn. Og dilla mér kannski rétt aðeins í stólnum, bara af því það er gaman.

Á plötunni fær hann nokkra gesti eins og til dæmis rapparann Young Thug í laginu “I Know There’s Gonna Be Good Times”. En besta lagið er að mínu mati upphafslagið “Gosh”.

9. Tame Impala – Currents

currents - tame impalaFyrsta plata áströlsku strákanna í Tame Impala var létt og skemmtilegt psychadelic rokk plata. Á plötu nr. 2 ákváðu þeir að taka syntha miklu meira inn í sinn hljóm og úr varð ein besta popp-plata ársins. Aðalmaðurinn á bakvið Tame Impala heitir Kevin Parker sem er bara allt í öllu í sveitinni. Hann sá um að skrifa lögin, tók þau upp, masteraði og söng – og gerði það allt í stúdíóinu heima hjá sér.

Í heildina litið er Currents mjög heilsteipt og góð plata. Helstu lögin eru “The Less I Know the Better”, “Cause I’m a Man” og “Eventually” en besta lagið á plötunni er klárlega fyrsta lagið – dansvæna, 8 mínútna langa ballaðan “Let It Happen”.

8. Shamir – Ratchet

shamir ratchetShamir er ungur maður frá sem hefur verið að vekja athygli í tónlistarheimum. Ratchet er hans fyrsta plata og fjallar að miklu leiti um hans heimabæ, borg syndanna – Las Vegas.

Ratchet er 10 laga gripur, full af metnaðarfullu indí elektró, orku og skemmtilegheitum. Það er erfitt að hreyfa sig ekki þegar Shamir mætir á svæðið.

7. Little Simz – A Curious Tale of Trials + Persons

little simzÉg er náttúrulega alveg ógeðslega skotinn í þessari dömu eins og ég sagði frá í fyrsta listanum. A Curious Tale of Trials + Persons er fyrsta plata Simbi og var gefin út af hennar eigin útgáfufyrirtæki – AGE:101 Music. Textarnir á plötunni eru út um allt, frá því að biðja Mary nágranna sinn afsökunar á öllum hávaðanum sem kemur frá því að búa við hliðina á tónlistarmanni yfir í að ráðast á staðalímyndir í tónlistarbransanum í laginu “Persons”. Þessa plötu á að hlusta á í heild sinni, ekki velja stök lög.

Little Simz er með svakalega mjúkt flæði, beitta texta og grípandi bít. Og ég er að fara að sjá hana í London í febrúar!

6. Agent Fresco – Destrier

Agent fresco destrierÁ Destrier fara Agent Fresco í aðeins nýja átt en þeir fóru á síðustu plötu. Hún er aðeins mýkri og heilsteiptari og það er greinilegt að það hefur farið gríðarleg vinna í að þróa hljóminn. Arnór Dan hefur sömuleiðis þroskast svakalega mikið sem söngvari og hefur t.d. dregið úr háu falsettunum sem pirruðu suma. Þó má alveg ennþá finna sömu Agent Fresco geðveikina í lögum eins og “Dark Water”, enda er það eitt helsta sérkenni sveitarinnar.

Það er eitt lag sem stendur alveg upp úr á annars mjög góðri plötu. “See Hell” fjallar um líkamsárás sem Arnór varð fyrir að tilefnislausu og þær tilfinningar sem hann þurfti að vinna úr eftir þá lífreynslu. Í sumar var ég að vinna úr ákveðnum málum sjálfur og í fyrsta sinn sem ég heyrði lagið held ég að ég hafi spilað lagið 10 sinnum í röð. “See Hell” er klárlega besta lag ársins.

5. Drake & Future – What a Time To Be Alive

drake what a time to be aliveÉg veit ekki hvað það er við Drake, en það virðist allt sem hann snertir verða að gulli. Að sama skapi veit ég ekki af hverju ég fíla What a Time To Be Alive svona ógeðslega mikið. Textarnir eru heimskulegir, fjalla helst um strippara, peninga, crew-ið, kókaín og djammið. Á sama tíma eru bítin og laglínan alveg fáránlega grípandi. Sem dæmi var “Jumpman” orðinn að hittara á skemmtistöðum nær samstundis.

Það er kannski aðallega hversu uppfull af hégómafullri sjálfhverfu sem maður tengir við þetta. Allavega ef þig vantar að peppa sjálfið þá er þetta platan fyrir þig. Ég hlustaði til dæmis á hana aftur og aftur í ræktinni til að kitla hégómann í sjálfum mér.

4. The Vaccines – English Graffiti

vaccines english graffitiVaccines eru ein af mínum uppáhalds hljómsveitum. Í gegnum tíðina hafa þeir ekki alltaf fengið lof frá spekúlöntum og þar sem lögin þykja oft á tíðum einföld og textarnir heimskulegir. En hey, er þetta ekki popptónlist? Ég elska þetta! Á þessari þriðju plötu gætir aðeins nýrra áhrifa sem erfitt er að lýsa. Það er búið að bæta við effekt á einn rafmagnsgítarinn sem er eiginlega ekki hægt að lýsa öðru vísi en “japönskum”.

English Graffiti fjallar eins og hinar plötur Bóluefnanna um samskipti kynjanna. Og það er gert af gleði og stemningu að það er erfitt að hrífast ekki með.

3. Twin Shadow – Eclipse

twin shadowTwin Shadow er áhugaverður listamaður. Pressan á erfitt með að staðsetja hann tónlistarlega og fjalla mikið um það. Hann spilar mjúkar indí ballöður sem fjalla um ástina og brotin hjörtu. Á sama tíma er hann töff týpa, í leðurjakka og rífur kjaft í viðtölum.

Ég át þessa plötu með húð og hári í vor og sumar, svo mikið að hann er næst mest spilaði listamaðurinn á Last.fm hjá mér (á eftir Drake).

Á plötunni má finna lagið “Old Love / New Love” sem kom út 2013 eða 2014 og er, svo ég leyfi mér að fullyrða, besta lag í heimi.

2. J. Cole – 2014 Forest Hills Drive

Jcole2014 Forest Hills Drive kom út mjög seint á árinu 2014 og fór þannig frekar mikið undir radarinn ef svo má segja. Ég datt bara inn á hana fyrir tilviljun á einhverjum lista í sumar og ákvað að gefa henni séns. Jermaine er nefnilega maður sem mér fannst hreinlega óþolandi. Það var alltaf eins og hann væri að reyna að vera harður til að passa inn í staðalímyndina af rappara.

Á þessari plötu er eins og hann hafi aðeins slakað á og byrjað að rappa um venjulegri hluti. Lagið “Wet Dreamz” fjallar um þegar hann missti sveindóminn og “Hello” fjallar um þegar gömul ást hefur samband aftur eftir langt hlé. Auðvitað finnurðu svo líka hégómarapp eins og í laginu “St. Tropez”. En við fyrirgefum það.

1. Úlfur Úlfur – Tvær plánetur

tvær pláneturFjórða rappplatan á þessum lista og mest spilaða plata ársins hjá mér. Ég hef alltaf verið hrifinn af Úlfi Úlf en ég sá engan veginn fyrir að þeir gætu hent út svona öflugum grip. Það er ekkert lag lélegt á plötunni. Ég fíla líka textana, þeir eru hversdagslegir, fjalla um djammið, að meikaða, eða að eignast pening. En svo eru líka frábærir textar inn á milli sem auðvelt er að tengja við. Það má til dæmis heyra mikla ástarsorg í laginu “Tvær plánetur” og vísanir í sambandsslit í laginu “Akkeri”.

Svo áttu þeir sennilega bestu tónleika ársins – útgáfutónleikarnir í Gamla bíó. Þeir voru rosalegir!

—————————————————————————–

Jæja þá er síðasti listinn klár. Ég þakka þeim sem hafa nennt að hlusta á röflið í mér. Væri gaman að heyra hvaða plötur fólki finnst eiga heima þarna sem ég sleppti og hvað má fjúka af listanum.

Annars óska ég öllum gleðilegs árs. Ég reikna með að topplistinn 2016 verði mjög breskur 🙂

Hvað segir þú?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s