Augmented reality

Augmented reality (skammstafað AR) er brjálæðislega töff fyrirbæri. Ætli þetta útleggist ekki best sem “viðbættur veruleiki” á okkar ylhýra móðurmáli. Með notkun tölvutækni er hægt að útvíkka veruleikann og gera hann skemmtilegri. Eins og þetta myndband hér fyrir neðan sýnir þá mættu englar á Victoria Station þann 5. mars á þessu ári. Látum myndirnar tala sínu máli.

Það er hægt að nota AR á margan hátt. Eins og staðan er í dag er það aðallega notað í svona “WOW-faktor”. En hvað gerist þegar við sameinum tvo af okkar uppáhalds hlutum: AR og QR-kóða? Svona fór þeir að því í Central Park. Herferðin var unnin undir nafninu World Park Campaign, þar sem QR kóðum var smellt út um allan garðin og fólk notaði svo snjallsímana sína til að taka þátt.

Talandi um snjallsíma, þá er til auðveld leið til þess að prófa AR í símanum sínum. Það þarf bara að sækja forritið Space InvadARs. Þetta er mjög einfaldur leikur sem gengur út á að vernda jörðina fyrir geimskipum. Það er hægt að skoða forritið hér (smelltu hérna til að fá QR kóða til skönnunar fyrir Android). Það þarf bara að opna forritið og beina myndavélinni að myndinni að neðan (einnig er hægt að nálgast stærri útgáfu hérna) og voilá, þú ert byrjaður að spila. Jörðin kemur fram í 3D og þú þarft að bjarga henni með því að drepa óvinveittu geimskipin.

Svona í lokin ætla ég að sýna eitt YouTube myndband í viðbót þar sem AR nýtur sín einna best. Þetta er forrit sem heitir Word Lens og er að mér best vitandi bara til fyrir iPhone. En þetta er samt uber cool að sjá og ég hlakka til þegar og ef þetta verður til fyrir fleiri tegundir. Ef einhver veit um fleiri vel heppnaðar útgáfur af AR má sá hinn sami endilega skilja eftir athugasemd hér fyrir neðan.

1 comment

Hvað segir þú?