Tónlist á netinu

Ég á það til að fá ógeð af öllum útvarpsstöðvum landsins. Reyndar svo mikið að ég hlusta einungis á útvarp þegar ég er að keyra. Ég er búinn að koma mér upp myndarlegu iTunes safni af tónlist og finnst gott að hlusta á tónlist þegar ég er að læra eða hanga í tölvunni, nú eða að blogga eins og einmitt núna. En það kemur nú alveg fyrir að ég fái alveg ógeð af iTunes safninu líka og vilji bara hlusta á eitthvað random mix af lögum sem annað hvort ég set saman sjálfur eða læt tilviljunina ráða. Erlendis eru síður eins og Pandora, Spotify og Last.fm að tröllríða öllu. Ástæðan fyrir að þær hafa ekki verið að ná fótfestu hér er meðal annars að meirihluti þeirra er ekki í boði fyrir okkur. En það þýðir ekki að allar götur séu lokaðar. Það eru ýmsir möguleikar í boði til þess að kynnast nýrri tónlist.

Streymi á netinu er svosem ekkert nýtt. Hver man ekki eftir RadioBlogClub? Hvað ætli hafi orðið um þá síðu?

Grooveshark

Ef þú þekkir ekki Grooveshark þá mæli ég með því að þú stökkvir undir eins á http://listen.grooveshark.com/ og byrjir að skoða. Grooveshark er ókeypis síða með RISASTÓRUM gagnagrunni. Það er í alvörunni ALLT þarna! Þú getur líka búið þér til notendanafn og vistað playlista sem þú býrð til sjálfur. Grooveshark er tilvalin síða til að nota í partýið af því það vilja allir heyra sitt lag. Þess vegna er best að smella síðunni upp og svo getur hver og einn sett sitt lag á “on the go” playlist. Einnig er hægt að elta aðra notendur líkt og á Twitter og hlusta á lagalista sem þeir gera. Það er hægt að elta mig hér.

YouTube

Döhh! Hver hefur ekki farið inn á YouTube til að heyra heitustu lögin hverju sinni. Það er meira að segja búið að bæta við fítus (reyndar fyrir löngu) sem leyfir notendum að fara búa til lagalista. Það er eiginlega ALLT inni á YouTube. Ef hljómsveit gefur út lag er það yfirleitt samstundis komið þar inn. Það eru margar hljómsveitir sem nota YouTube mjög vel. Til dæmis sveitin The Wombats, sem settu inn stutta “teaser-a” af öllum lögunum af væntanlegri plötu sinni. Mjög sniðugt til að byggja upp eftirvæntingu fyrir nýju plötunni.

Hypemachine

Hypemachine er skemmtileg síða fyrir tónlistarnörda. Þetta er leitarvél sem leitar að tónlistarbloggum út um allan heim og safnar svo lögum af þessum bloggum í stóran gagnagrunn fyrir okkur að njóta. Hér er oft hægt að finna mjög sjaldgæfar útgáfur af lögum eins og All my friends með LCD Soundsystem í útgáfu Franz Ferdinand. Ég hef t.d. ekki rekist á það neinsstaðar annars staðar. Eins fyrir techno nörda þá er mjög mikið um remix frá alls konar plötusnúðum út um allan heim sem dúkka upp þarna. Eins og á öllum alvöru samfélagsmiðlum þá er hægt að búa sér til notendanafn og fylgjast með öðrum notendum. Einnig er hægt að “elska” lög og bæta þeim þannig í sitt safn, en bara á netinu. Það er ekki boðið upp á niðurhal. Hér er ég á Hypem.

Gogoyoko

Ég elska Gogoyoko. Í fyrsta lagi er hægt að hlusta á allar helstu íslensku hljómsveitirnar frítt á síðunni þeirra með því að búa sér til aðgang. Í öðru lagi getur maður keypt plöturnar frá þessum sömu hljómsveitum. Í þriðja lagi eru þeir með svo klikkað sniðugt viðskiptamódel. 90% af tekjum frá plötusölu fara beint til þeirra sem semja hana og 40% af auglýsingatekjum á síðunni líka. Svokallað Fair Trade in Music. Þetta er bara sniðugt! Svo má ekki gleyma því að með því að versla við Gogoyoko erum við að styrkja íslenskan sprotaiðnað. Er eitthvað sem mælir gegn því að nota þessa síðu?

Cloud players

Þetta er ekki alveg í boði ennþá fyrir utan Grooveshark, en Amazon virðist vera að ríða á vaðið. Að mér skilst eru allir stóru leikmennirnir að koma sér upp svona tónlistarspilara í skýi. Google Music er á leiðinni og Apple, sem segir aldrei hvað þeir eru að gera, er að vinna í einum slíkum. Þetta kemur allt fram á Mashable. Þú munt þannig geta hlaðið upp tónlistinni á tölvunni þinni inn í ský, svipað og Dropbox virkar, og svo geturðu hlustað í hvaða tölvu sem er í heiminum. Það verður líka hægt að fá forrit í iPhone og Android þar sem þú getur spilað á hlaupum og hvar sem þú vilt. Eins og staðan er í dag er Amazon Cloud player bara í boði í Bandaríkjunum, en ég hef enga trú á því að við hér á Íslandi munum ekki fá að vera með þegar þjónustur eins og Google Music verða komnar á laggirnar.

Auðvitað eru milljón fleiri tónlistarsíður til. Myspace er ennþá með tónlistarsíður, Soundcloud er áhugaverð þjónusta, Musicovery er skemmtileg þjónusta sem býr til playlist eftir því í hvernig skapi þú ert og svo má ekki gleyma.

Er ég að gleyma einhverju?

Advertisements
3 comments
  1. vilhelmjensen said:

    Greetings from NYC! Mér finnst bloggið þitt mega metnaðarfullt. Böggar mig samt að sumar myndir birtast yfir textanum. Hafði ekki hugmynd um að maður gæti skráð sig á gogoyoko og hlustað frítt á íslenska músík, nú skil ég hversvegna fólk er að lofsyngja þetta – takk fyrir upplýsingarnar.Aðrar síður sem mér dettur í hug í svipuðum flokki:Last.fm – Pandora.com – Spotify.com

  2. Skoh ég er strax farinn að hafa áhrif! :)Ég minntist á Last.fm – Pandora – og Spotify í innganginum. Annars held ég að Hypem sé eitthvað fyrir þig Villi, þ.e.a.s. ef þú hefur ekki séð það nú þegar

Hvað segir þú?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s