Samfélagsmiðlar

Samfélagsmiðlar (e. social media) snerta flest okkar. Við notum þá flest, sum í vinnu og sum til skemmtana. Rúmlega 60% Íslendinga voru skráðir með Facebook aðgang í júlí 2010, og ég get bara ímyndað mér að sá fjöldi hafi aukist. Með aukinni netnotkun eru sífellt ný samfélög á netinu að spretta upp. Sem dæmi um samfélag á netinu má nefna BarnalandKop.isEVEMySpaceNapster og svo mætti LENGI telja. Fólk hefur alltaf haft þörf fyrir að tengjast, taka þátt í umræðum og deila efni.

En þar sem fólk eyðir sífellt meiri tíma tengt á við netið er kannski rétt að spá aðeins í því hvað netið segir um þig. Þú getur verið 100% viss um að þegar þú sækir um vinnu mun tilvonandi vinnuveitandi þinn fletta þér uppá Google. Spurningin er sú hvort að þú viljir að þar sem kemur þar upp sé þér talið til tekna eða muni vega á móti þér. Það er vel hægt að nota netið til þess að koma sér á framfæri og tengjast fólki sem gæti hjálpað þér að komast lengra.

Hefurðu áhuga á blaðamennsku? Til þess að fá vinnu við blaðamennsku er mjög mikilvægt að geta skrifað á góðri íslensku og vera með hnitmiðaða og góða pistla. Þú vilt að framtíðar-vinnuveitandi þinn viti hvað þú kannt og vilt reyna að fullvissa hann um að þú vitir hvað þú ert að gera. Góð bloggforrit eru t.d. Blogspot, WordPress, eða hið íslenska Bloggar.is. Svo er þetta svona líka skemmtileg leið til að fá útrás fyrir skoðanir ef enginn nennir að hlusta á þig!

Twitter er líka rosalega skemmtilegur miðill. Samkvæmt nýjustu fréttum er hann metinn á 10 milljarða Bandaríkjadala! Það held ég nú! Frekar mikið fyrir fyrirtæki sem hefur ekki ennþá sýnt frá á tryggt tekjustreymi! Allavega þá er Twitter, eins og áður segir, mjög skemmtilegur miðill. Þar er hægt að tengjast við fólk hvaðan af úr heiminum sem hefur svipuð áhugamál og þú. Flestir setja inn linka á eitthvað sem þeir sáu áhugavert á netinu, nú eða pósta skoðanir og taka þátt í umræðum. Snilldin er að það er aðeins hægt að skrifa 140 stafi í hvern status þannig maður þarf að velja orðin vel. Ég er mjög hrifinn af Twitter og nota miðilinn mikið til að sækja mér upplýsingar. Hann býr líka til tækifæri fyrir notanda að miðla þekkingu svo að allir á netinu sjái hversu klár hann er. Endilega eltið www.twitter.com/hjaltir.

Svo virðist sem að allir þeir sem eru eitthvað tengdir viðskiptum séu að skrá sig inn á síðu sem heitir LinkedIn. Sú síða er alltaf að skjóta upp kollinum meðal samnemanda í skólanum, þegar við vinnum verkefni og líka bara í vinnunni. Þetta er mjög sniðugt tól til að halda utan um tengslin sem þú myndar. Þetta er þá einskonar Facebook fyrir atvinnulífið. Ég nota LinkedIn í vinnu, en Facebook fyrir vini og fjölskyldu.

En jæja ætli þetta sé ekki komið nóg í bili. Ég væri nú ekki samkvæmur sjálfum mér ef ég minntist nú ekki aðeins á síma. Það er hægt að fá app fyrir bæði seinni forritin. Smelli QR kóðum inn 🙂

LinkedIn

Twitter
Advertisements
1 comment

Hvað segir þú?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s