Augmented reality pt deux

Ég er alltaf rosalega hrifinn af framhaldi, hvort sem það eru framhaldsmyndir eins og Transformers 2 og 3 eða framhaldsþættir eins og Dexter nú eða bókaseríur eins og Harry Potter. Þess vegna er ekkert ólíklegt að þið eigið eftir að sjá nokkrar “pt deux” eða “pt troix” hér meðal hugrenninga. Nú þegar hef ég skrifað eina framhaldsfærslu um íslensk farsímaforrit og ég mun ykkur að segja halda áfram að skrifa þær færslur eftir því sem fleiri forrit bætast í hópinn.

Framhaldsfærsla kvöldins fjallar um viðbættan veruleika eða “augmented reality”. Frá því ég skrifaði pt une hefur tækninni fleygt fram (nota bene þá er hálft ár síðan!) og nú eru komin fram ENNÞÁ flottari innsetningar sem fólk og fyrirtæki hafa verið að setja upp. Er eitthvað annað í stöðunni heldur en að vinda sér í þetta?

National Geographic í Ungverjalandi

National Geographic er þekkt fyrir allt annað en tækniinnsetningar. Ef þú segir National Geographic þá hugsa ég: “flottar ljósmyndir og sjónvarpstöðin um dýrin”. Tímaritið setti engu að síður upp magnaða sýningu í þremur verslanamiðstöðvum í Ungverjalandi og afraksturinn má sjá hér að ofan. Sýningin var sett upp af margmiðlunarfyrirtækinu Appshaker, en það eru leiðandi í notkun viðbætts veruleika. Það er hægt að sjá fleiri verk eftir það á heimasíðu fyrirtækisins. Markmið innsetningarinnar var að vekja athygli á háskerpu rásinni frá National Geographic og þeir sem tóku þátt gátu séð risaeðlur, höfrunga og tígrisdýr spandera um á gólfinu í viðkomandi verslunarmiðstöð.

Playstation Vita

Sony hefur ákveðið að stíga auka skref í viðbættum veruleika. Núna í febrúar 2012 mun nýja Playstation Vita leikjatölvan koma á markað. Hvað er svona sérstak við hana? Jú, eru leikirnir farnir út fyrir skjáinn! Playstation Vita er ný leikjatölva í anda PSP tölvunnar sem kom út fyrir nokkrum árum. Þetta video sýnir meðal annars þar sem hún getur gert.

Rock-paper-scissors

Besta hugmynd í heimi er að spila leik við bolinn þinn. Tpostmag.com er fyrirtæki sem sérhæfir sig í “bolatímaritum”. Ég er ekki að grínast. Þú kaupir áskrift á 27 evrur á mánuði og færð sendan bol á fimm vikna fresti með flottri mynd framan á og skrifaðri grein á bakinu. Snillingarnir þarna á bakvið bjuggu þannig til bol sem þú gast spilað steinn-skæri-blað við í gegn um vefmyndavél (webcam).

Pringles fótbolti

Pringles setti upp einfaldan en mjög úthugsaðan leik. Þú spilar fótbolta með viðbættum veruleika í gegn um vefmyndavélina á tölvunni þinni. Þeir passa að hafa vörumerkið sitt alltaf í mynd og þannig notarðu Pringles dósina til að stýra leikmönnunum. Einföld hugmynd og skemmtileg nálgun í markaðssetningu. Reyndar er þetta ársgamalt video og var í boði á framandi mörkuðum eins og Indónesíu, Kína og Filipseyjum.

Tissot

Það er oft erfitt að gera upp við sig hvað maður á að kaupa á netinu, í hvaða stærð o.s.frv. Það á líka við þegar maður er að versla rándýr svissnesk úr. Er þá ekki langbest að geta bara mátað heima og séð hvernig það kemur út á handleggnum á manni? Þú ferð bara á heimasíðu Tissot prentar út dummý úr og svo mátarðu bara í gegn um vefmyndavélina með þartilgerðu forriti.

Það er svo margt sem er til þarna úti. Það virðist bara þurfa hugmyndaflug og góðan forritara.

Advertisements

Hvað segir þú?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s