Nýtt verkefni: Coffee & Reviews

Coffee and reviewsÉg er afskaplega spenntur í dag.

Síðustu vikur höfum við Villi vinur minn – Vilhelm Jensen, Jenni Júmbó, Jarðýtan – aðeins verið að dunda okkur. Þannig er mál með vexti að við höfum alltaf talað um að gera eitthvað skemmtilegt saman. Honum finnst gaman að grúska í vefjum, mér finnst gaman að skrifa. Já og kaffi, við elskum kaffi.

Við erum búnir að velta því fram og aftur hvernig við getum sameinað þetta þrennt og nú erum við tilbúnir að sýna afraksturinn:

www.coffeeandreviews.com

Coffee & Reviews er bloggsíða sem fjallar um viðskiptabækur. Síðustu ár hef ég lesið og hlustað á sennilega um 40-50 bækur sem tengjast fjármálum, markaðsmálum, leiðtogahæfni, auglýsingum og svo lengi megi telja. Ég hef skrifað um nokkrar þeirra hér á hugrenningum (sjá flokkinn “Bækur) og umfjallanir eftir mig hafa t.d. birst á Frumkvodlar.is.

Við stefnum að því að hafa umfjallanirnar skemmtilegar, hagnýtar og auðlesanlegar.

Héðan af munu mínar bókaumfjallanir birtast á Coffee & Reviews en ég mun samt halda áfram að tjá mig um hin ýmsu mál hér á hugrenningum.

Það þarf varla að segja það, en ef þið heimsækið nýju síðuna okkar, endilega smellið á þær auglýsingar sem þið sjáið – við græðum á því. Og svo hvetjum við líka til þess að fólk læki á Facebook, elti á Twitter og segi líka öllum vinum sínum frá okkur.

En vonandi getur þessi síða hjálpað einhverjum að fara í gegnum þann frumskóg sem úrvalið af viðskiptabókum er.

P.s. Endilega smellið á allar auglýsingar sem þið sjáið 🙂

Advertisements

Hvað segir þú?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s