Það sem ég get kennt Björgólfi Thor

Björgólfur Thor er snjall bissnessmaður. Hann hefur átt í mörgum af umsvifamestu viðskiptum Íslandssögunnar og af honum fara góðar og slæmar sögur.

En ég ætla ekki að spá í það núna.

Björgólfur er nýbúinn að gefa út afar áhugaverða bók sem ber nafnið Billions to bust – and back. Titillinn hljómar reyndar aðeins eins og ferðasaga Bilbo Baggins en ég hlakka engu að síður mikið til að lesa hana.

Og þar sem ég var í sakleysi mínu að lesa Vidskiptabladid.is í síðustu viku rakst ég á þennan fína vefborða og verandi áhugasamur um að kaupa bókina smellti ég á hann til að fá að vita meira.

Hugrenningar: vb bjoggi thor

 

Vonbrigðin leyndu sér ekki því lendingarsíðan var þessi, forsíða BTB.is sem er persónuleg heimasíða Björgólfs Thors.

Hugrenningar - btb.is

 

Á þessari síðu er enginn hlekkur þar sem hægt er að kaupa bókina, ekkert um það hvort bókin sé komin út, engar upplýsingar um hvar má nálgast hana eða hvort það sé yfir höfuð hægt að kaupa hana hérlendis.

Ég varð fyrir miklum vonbrigðum og lokaði síðunni án þess að fjárfesta í eintaki. Þarna varð Björgólfur Thor af örfáum krónum frá mér.

Ég reikna með að markmiðið með þessum vefborða hafi verið að vekja athygli á bókinni. Það tókst, enda smellti ég á borðann. Það sem þarf hins vegar að hugsa er hvað tekur við þegar maður er búinn að smella. Lokamarkmið hlýtur svo að vera að maður kaupi bókina og meðtaki boðskapinn. Það er alltaf jákvætt þegar það er gert auðveldara fyrir mann.

Og hérmeð segi ég ráðleggingum mínum til Björgólfs Thors lokið. Vonandi kemst þetta til skila og vonandi finn ég einhversstaðar hvar ég get keypt bókina.

Advertisements

Hvað segir þú?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s