Arctic Monkeys og Englar alheimsins

Ég rakst á þessa frábæru ábreiðu með hljómsveitinni CHVRCHES af laginu “Do I Wanna Know” sem var samið af Arctic Monkeys. Það fékk  mig til að hugsa um mismunandi útgáfur af sama hlutnum. Tökum sem dæmi upprunalegu útgáfuna af laginu. Hvor er betri?

Upprunalega útgáfan með Arctic Monkeys er dimm og drungaleg. Textinn og flutningurinn finnst mér lýsa ástsjúkum manni sem fær ekki það sem hann vill. Útgáfa CHVRCHES er hins vegar mun léttari og flutningur textans lýsir frekar trega frá stelpu sem þráir einhvern heitt. Það er stigsmunur þar á. En í báðum útgáfum er verið að vinna með sömu orðin og í raun sömu laglínu. Þá langar mig til að spyrja aftur, hvor er betri?

Af hverju skiptir það svona miklu máli að annað sé betra en hitt?

Hversu marga þekkirðu sem segja “Já myndin var ágæt, en bókin var nú betri”? Stundum er bókin betri, stundum er myndin betri. En stundum þarf ekki að vera í samanburði. Það er nefnilega hægt að njóta mismunandi meðferðar á efni á mismunandi hátt.

Eitt besta dæmið af þessu er Englar alheimsins. Flestir Íslendingar hafa séð bíómyndina, margir hafa lesið bókina eftir Einar Má og nú eru leiksýningarnar komnar yfir 80 talsins. Í öllum tilvikum er verið að vinna með sömu söguna, sama textann, sömu persónur. Hvaða útgáfa er best?

Skiptir það einhverju máli?

Advertisements

Hvað segir þú?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s