Takk Síminn

Í dag var síðasti dagurinn minn hjá Símanum.

Kjúklingur

Kjúklingur

Ég byrjaði að vinna sem þjónustufulltrúi í versluninni í Ármúla í október 2007 og vann við það ásamt ýmsum aukaverkefnum til haustsins 2009 þegar ég byrjaði í háskólanum. Ég var samt alltaf í fastri vinnu hjá fyrirtækinu nokkra daga í mánuði í búðinni í Smáralindinni og svo alltaf í aukaverkefnum.

Það var svo vorið 2011 sem ég var ráðinn inn á markaðsdeildina og vá hvað tíminn hefur flogið þar. Ég er búinn að koma að allskonar verkefnum eins og Meira Ísland, Höldum fókus, Iceland Airwaves, Spotify og ótal öðrum stærri og minni verkefnum. Í leiðinni er ég búinn að kynnast alveg frábæru fólki og mörgum sem ég kalla nána vini í dag.

Ég hef alltaf sagt að ég sé alinn upp hjá Símanum, enda er það fyrsta fyrirtækið sem ég hef unnið hjá í fullri vinnu. Í raun má segja að ég hafi slitið barnsskónum hjá Símanum – tvisvar. Fyrst haustið 2007 með því að upplifa hvernig er að vera á almennum vinnumarkaði og svo þegar ég kem í markaðsdeildina og fékk smjörþefinn af markaðs- og auglýsingabransanum.

Síminn fær mín hæstu meðmæli sem vinnustaður og ég er gríðarlega þakklátur fyrir þau tækifæri sem ég hef fengið þar. Það eru ekki öll fyrirtæki sem eru tilbúin að gefa óreyndum mönnum tækifæri til þess að sprikla og sanna sig.

Takk fyrir mig!

Nú taka við spennandi tímar en á mánudaginn tek ég við nýrri stöðu hjá Íslandsbanka. Ég mun þar fara inn á Samskiptasviðið og einbeita mér að rafrænum viðskiptum og markaðssetningu á netinu.

Kveðja,
Banka-Hjalti

0204873999 Hjalti Rögnvaldsson

Advertisements
1 comment

Hvað segir þú?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s