Þú ert söluvaran

20140104_094705_resized

Í dag tók ég þátt í málstofu sem haldin var af ÍBR í aðdraganda Reykjavíkurleikanna sem verða haldnir seinna í mánuðinum. Ragna Ingólfsdóttir, fyrrum badmintonkona og ólympíufari hélt fyrirlestur um hennar reynslu af því að sækja um og þyggja styrki frá fyrirtækjum. Ég næstur á svið og hélt stutt erindi um samskipti við styrktaraðila frá sjónarhóli styrktaraðilans, ímynd og svo kynningu í gegn um samfélagsmiðla. Í kjölfarið fylgdi vinnustofa um það hvernig íþróttafólk og íþróttasambönd eiga að kynna sig og sínar greinar.

Það var mjög lærdómsríkt að taka þátt í þessari vinnu enda var þarna fólk á öllum aldri úr mörgum mismunandi greinum.

Það sem helst stóð upp úr var hversu samfélagsmiðlarnir eru orðnir samofnir kynningu hjá yngra fólki. Þegar farið var að tala um miðla eins og Facebook sperrti fullorðna fólki eyrun til að læra á meðan yngra fólkið geispaði. Þau vita þetta og nýta miðlana óspart bæði í kynningu á sjálfu sér og í almenn samskipti. Það þarf ekki að útskýra fyrir þeim hvernig miðlarnir virka eða hversu mikilvægir þeir eru, heldur frekar að leiðbeina hvaða efni á að setja inn til að ná fram tilætluðum árangri.

Annað sem var gaman að upplifa er hversu mikið af hugmyndum kemur úr öllum hornum. Þegar þú blandar saman svona ólíkum hópi með jafn ólíkan bakgrunn verður til samsuða af alls konar þekkingu sem hægt er að læra af og nýta sér.

Ég þakka kærlega fyrir mig og set hérna glærurnar frá minni kynningu hér á netið ef einhver vill njóta þeirra.

2 comments
 1. Ingibjörg said:

  Sæll Hjalti og takk fyrir góðan fyrirlestur. Ekki ert þú nokkuð með glærurnar frá Rögnu?

  • Hjalti R said:

   Hæhæ og takk fyrir síðast

   Nei því miður er ég ekki með neitt frá Rögnu

Hvað segir þú?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s