Giorgio by Moroder

Verandi mikill Daft Punk aðdáandi þá beið ég gríðarlega spenntur eftir Random Access Memories, sem kom út fyrir rúmum mánuði. Ég var meira að segja svo spenntur að ég skrifaði pistil um hversu spenntur ég væri. Svo kom hún á endanum, fyrst á MP3 og svo kom vínyllinn loksins til landsins. Ó hvílík gleði.

Þessi plata hefur fengið blandaða dóma en mér finnst hún frábær. Útsetningarnar á lögunum góðar og hún líður alveg gríðarlega vel í gegn. Það þarf eiginlega að hlusta á hana alla og horfa á sem eina heild því það er erfitt að taka út einstaka hluti. Hver einasta skipting milli laga er útpæld. Sem dæmi þá fengu þeir píanóleikarann Chilly Gonzales til að smíða lag til að færa hljóminn úr A-moll yfir í B og úr varð lagið “Within”. Fyrstu 3 lögin voru semsagt í moll en það þurfti á einhvern hátt að færa þau yfir í dúr og þegar þú ert Daft Punk verður skiptingin að vera hnökralaus.

En það er óþarfi fyrir mig að koma með plötudóm núna mörgum vikum seinna. Það hefur allt verið skrifað og sagt um Random Access Memories sem þarf að koma fram. Það eina sem ég segi er að mér finnst hún frábær.

En það er eitt lag sem mér finnst standa upp úr og hefur ekki farið úr hausnum úr mér frá fyrstu hlustun. Og ekki einu sinni eitt lag, heldur ein setning úr einu lagi. Það er lag númer 3, sem er samið sem virðingarvottur við Giorgio nokkurn Moroder, einn af frumkvöðlum danstónlistar í heiminum. Hann samdi til dæmis marga af heitustu smellum Donnu Summer á sínum tíma.

Það sem Giorgio segir sem stendur upp úr hljómar svona:

“Once you free your mind about a concept of harmony and music being correct, you can do whatever you want. So, nobody told me what to do, and there was no preconception of what to do.”

Það er svo rétt! Og það er hægt að fullyrða það sama um listir, bókmenntir, arkitektúr, hönnun og kvikmyndir. Þegar út í það er farið á þetta jafn vel um viðskiptamódel og verkferla. Þó hlutirnir hafi alltaf verið gerðið ákveðinn hátt þá þarf ekki að gera þá þannig að eilífu.

Stundum þarf bara 73 ára gamlan Ítala til að segja manni það.

Hvað segir þú?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s