80 bjórar – 5 tökur – 1 tónlistarmyndband

Við höfum öll farið á tónleika þar sem hljómsveitin gat varla haldið á hljóðfærunum sökum ölvunar. Flestir halda sér þó þurrum á meðan þeir taka upp tónlistarmyndböndin.

Tónlistarmyndbönd geta verið gríðarlega góð leið fyrir tónlistarmenn til að koma sér á framfæri. Flestir þekkja myndböndin hjá LMFAO sem gerðu ofurhittarann “Sexy and I Know It” (267 milljón áhorf) og svo auðvitað PSY karlinn sem gerði “Gangnam Style” (1,6 milljarður áhorfa). Þessi lög hefðu sennilega aldrei orðið jafn vinsæl og raun bar vitni nema af því tónlistarmyndböndin voru fyndin og fólk deildi þeim áfram.

Ég rakst á geðveikt fyndna tilraun hjá hljómsveitinni Moones þar sem þeir nýttu YouTube annotation virknina til fulls. Fyrir þá sem ekki þekkja þessa virkni þá er það í stuttu máli leið til þess að færa þig á milli myndbanda á YouTube. Þannig geturðu látið notandann skipta á milli myndbanda þannig að sagan breytist eða þá að þú hoppir inn í myndbandið frá öðru sjónarhorni. Þessi virkni hefur verið notuð á skemmtilegan hátt í hinum ýmsu herferðum til dæmis í Meira Ísland herferðinni hjá Símanum og svo í nýlegri herferð frá SUS fyrir kosningarnar í vor.

En þetta hérna myndband slær öllu út að mínu mati.

Hljómsveitin Moones ákvað að taka upp sama lagið, “Better Energy”, upp fimm sinnum og drekka 4 bjóra á mann á milli hverrar töku. Þannig 5 hljómsveitarmeðlimir drukku 16 bjóra á mann. Svo er hægt að fylgjast með því hvernig þeim gengur að fara með lagið eftir því sem svífur á mannskapinn með því að smella á 20, 40, 60 eða 80 bjóra.

Útkoman er alveg eins og maður býst við, undir lokin ráða þeir ekki við neitt og eru fullkomlega út úr heiminum. Það er betur hægt að fylgjast með þróuninni á ástandinu hjá þeim með því að horfa á “Making of” myndbandið.

Ég er kannski ekki að mæla með að hljómsveitir drekki sig haugafullar og bjóði fólki að horfa á, en þetta er allavega ein leið til að nýta tæknina til að koma sér á framfæri.

Hvað segir þú?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s