One streaming service to rule them all

Síðasta mánuðinn hef ég orðið háður Spotify. Það er æðislegt að geta nálgast svotil alla tónlist heimsins í fullkomnum gæðum fyrir aðeins 10€ á mánuði. Meira að segja Bubbi Morthens og Sálin hans Jóns míns eru þarna inni. Þar að auki er hægt að hlusta á hana í öllum tækjum, símanum þínum, tölvunni eða spjaldtölvunni – svo lengi sem þú ert í netsambandi. Þú getur notað Spotify þér að kostnaðarlausu en þá færðu auglýsingar á milli laga, auk þess sem þú getur ekki notað snjallsímaforritið eða gert tónlist “available offline”. Þannig ég mæli með tíu evrunum.

Eitt það skemmtilegasta við Spotify er að þú getur tengt forritið við Facebook og þannig fylgst með því sem vinir þínir eru að hlusta á. Einnig geturðu búið til playlista og deilt þeim, búið til “útvarpsstöðvar” eftir tónlistarstefnum og náð þér í öpp.

Svona lítur Spotify út

Svona lítur Spotify út

radioblogclub

Ég hef neytt tónlistar á allan mögulegan máta í gegn um tíðina, allt frá því að kaupa geisladiska, yfir í ólöglegt niðurhal, kaup á MP3 skrám og svo auðvitað streymi á netinu. Hver man eftir RadioBlogClub? RadioBlogClub var fyrsta streymisþjónustan sem maður fór að fikta í. Svo prófaði ég allan fjandann, allt frá Songza yfir í Deezer og svo að sjálfsögðu Grooveshark. Síðan má auðvitað finna alla tónlist heimsins á YouTube.

Síðustu ár hefur krafan frá tónlistarunnendum orðið þannig að þeir vilja geta nálgast sína tónlist hvar sem er og á hvaða tæki sem er, hvort sem um er að ræða tölvu, vinnustöð eða í símanum sínum. Ég leitaði heillengi að almennilegri þjónustu sem bauð upp á þetta, enda er óþolandi að þurfa að vera að færa tónlist á milli úr tölvu með snúru til þess að geta haft hana til dæmis á símanum sínum. Besta lausnin sem ég fann er Google Music. Sá galli er hins vegar á Google Music að þú þarft að hlaða tónlistinni niður, áður en þú hleður henni upp í skýið. Þá ertu með alla þá tónlist sem þú hefur safnað í gegn um tíðina á einum stað og getur nálgast hana hvar sem er.

Auðvitað er eina vitið að tónlistin sé bara geymd á einum stað og þú borgir einfaldlega fyrir að hlusta. Það er líka einfaldast og þá geturðu jafnvel hlustað á tónlist sem þú hefur ekki kynnst áður án þess að stela henni, en þú þarft samt ekki að kaupa plötuna fullu verði. Tónlistarmenn fá svo greitt eftir því hversu mikið tónlist þeirra er spiluð. Þetta er nútíðin og framtíðin.

Nýja Google Music appið

Það er því ekkert skrítið að Google hafi kynnt sína eigin tónlistar-streymisþjónustu í síðustu viku þar sem viðskiptavinum býðst aðgangur að 18 milljónum laga fyrir fast gjald: $7,99 á mánuði. Samhliða þessu fengu bæði Google Music viðmótið og Android appið andlitslyftingu og er orðið svona líka fallegt og appelsínugult.

Miðað við það sem ég hef fundið er þessi nýja þjónusta mjög svipuð Spotify. Hún geymir tónlistina þína, kemur með áhugaverðar ábendingar miðað við þinn tónlistarsmekk og svo geturðu skoðað það sem vinir þínir eru að hlusta á. Reyndar eru það vinir þínir á Google Plus, þannig ekki búast við mikilli virkni þar. Að því ógleymdu að þjónustan virkar ekki á Íslandi nema með smá fiffi.

Samkvæmt internetinu er Apple að vinna í svipaðri þjónustu fyrir sín iTunes, enda á fyrirtækið undir högg að sækja ef fólk hættir að kaupa plötur og streymir öllu.

Alltaf þegar ný þjónusta eða vara kemur á markað og á að keppa við eitthvað aðra vinsæla vöru þá er talað um hana sem hugsanlegan “killer”. Þannig var Kindle Fire titlaður sem hugsanlegur “iPad killer” og það er talað um Samsung Galaxy símana sem “iPhone killer”. Sömuleiðis átti Spotify að ganga frá öðrum þjónustum eins og Pandora þegar þjónustan lenti í Bandaríkjunum.

spotify killer

Samkeppni virkar þannig að nokkrar þjónustur eða vörur keppast um peninga og athygli neytenda. Neytendur velja svo þá þjónustu eða vöru sem hentar þeirra þörfum. Fleiri keppinautar geta líka stækkað markaðinn, þannig að mögulegur viðskiptavinahópur stækkar og allir (flestir) græða. Þannig getur Google Music hentað ákveðnum hópi, á meðan Pandora hentar öðrum og svo koll af kolli. Þá eru örugglega einhverjir þarna úti sem eru fastir í því að hlaða öllu niður í gegn um Torrent eða kaupa ennþá geisladiska. Verði þeim að góðu.

Persónulega nota ég Google Music og Spotify til skiptis. Ég er með allt tónlistarsafnið mitt á Google Music en næstum öll önnur tónlist er á Spotify. Notendaviðmótið þessa stundina er miklu betra á Google Music en úrvalið miklu meira á Spotify. Það getur nefnilega verið truflandi að vera með of mikið úrval, þá getur maður ekki valið hvað maður vill hlusta á. Svo er ég auðvitað Android notandi þannig það er mér eðlislægt að nota Google þjónustur.

Svo getur vel verið að það komi einhver ofurþjónusta á næstu árum sem mun “drepa” allar þessar ofargreindu. Við bíðum bara og sjáum.

P.s. Ég ætla ekki að biðjast afsökunar á Lord of the Rings tilvitnuninni í titlinum.

Advertisements

Hvað segir þú?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s