Gerðu eitthvað einstakt

laylowlivingroom

Í gær tók ég þátt í að láta mjög skemmtilegan viðburð gerast. Lovísa Sigrúnardóttir, betur þekkt sem Lay Low, bauð þá til lítilla tónleika í stofunni heima hjá sér. Allt heila klabbið var síðan tekið upp og streymt á alnetinu fyrir allan heiminn að sjá. Sömuleiðis var hljóðið sömuleiðis tekið upp og verður gefið út á geisladisk.

Ég er rosalega hrifinn af svona viðburðum. Eitthvað sem gerist bara einu sinni, eitthvað sem þú getur sagt og munt segja frá. Einhver alvöru upplifun.

Fólk þráir að taka þátt í einhverju einstöku. Það eru allir að leita að þessum “once in a lifetime” viðburði, uppifun eða augnabliki. Það er það sem dregur mann upp úr sófanum heima og af stað.

Fyrirtæki og vörumerki geta nýtt sér þetta sér til framdráttar þar sem þau hafa oft fjármagn til að láta svona hluti gerast. En margir horfa í pyngjuna og tíma ekki að eyða oft háum upphæðum til að búa til upplifun fyrir örfáar hræður sem vonandi segja vinum sínum frá því. Til að þú fáir eitthvað út úr því þarf viðburðurinn að vera hannaður þannig að hann er geðveikur fyrir þá sem eru viðstaddir en líka áhugaverður fyrir þá sem ekki geta verið á staðnum

Eitt besta dæmið sem ég þekki er Eldhúsið: Iceland’s Little House of Food á vegum Íslandsstofu og Inspired by Iceland í fyrra. Þar var örfáum útlendingum boðið í kvöldmat á 12 daga tímabili víðsvegar um landið. Upplifunin hefur örugglega verið stórkostleg fyrir þá sem fengu boðið, en hugmyndin var að ná í frábært myndefni sem svo er hægt að nota í kynningarefni fyrir Ísland. Það virðist hafa heppnast, allavega vann hugmyndin til tveggja Lúðra á síðustu ÍMARK hátíð.

Hugmyndin var svo tekin áfram á Iceland Airwaves í fyrra þegar húsið var notað sem minnsta off-venue hátíðarinnar. Þá spiluðu margar af okkar fremstu tónlistarmönnum fyrir framan 2-5 áhorfendur í einu, en öllum tónleikunum var svo streymt á netinu. Upptakan er svo til á vef Inspired by Iceland. Þeir örfáu sem var hleypt inn fengu einkatónleika, þeir sem fylgdust með streyminu fengu tónleika í tölvuna hjá sér og það sem situr eftir er fyrirtaks auglýsingaefni.

Hvað stofutónleikana hennar Lay Low varðar þá heppnuðust þeir gríðarlega vel. Hún var frábær, áhorfendurnir skemmtilegir og það var virkilega gaman að verða vitni að þessu. Að sama skapi var gaman að fylgjast með umræðunni á Twitter, en þar sást greinilega að fólk út um allan heim var að stilla inn  á streymið og fylgjast með einhverju sem var í gangi í mörg þúsund kílómetra fjarlægð.

Það væri gaman að sjá meira svona!

Advertisements
1 comment

Hvað segir þú?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s