Ég er að lesa…

Bækur er hægt að nýta sér til skemmtunar og fróðleiks. Þær er hægt að lesa eða hlusta á einhvern lesa þær. Ég geri mikið af báðu. Hljóðbækurnar henta vel núna þegar hlýnar í veðri og sólin hækkar. Þá fer maður að vera meira úti, til dæmis að hjóla í vinnuna. Venjulegar bækur er gott að lesa uppi í sófa, í bústaðnum eða úti á palli (þegar hann verður tilbúinn.

Akkurat núna er ég með 3 bækur í gangi:

Hljóðbókin – Marketing 3.0 eftir Philip Kotler, Hermawan Kartajaya og Iwan Setiawan

marketing 3.0

Í tilefni þess að Philip Kotler er að koma til Íslands í næstu viku ákvað ég að kíkja á hugmyndafræðina sem hann er að fara að prédika . Marketing 3.0 er hugmyndafræði sem segir að þau fyrirtæki sem ætla að lifa af þurfa að tileinka sér ákveðin gildi sem þau vilja standa fyrir og uppfylla þau. Neytendur með svipuð gildi munu þá vilja eiga viðskipti við fyrirtækið og báðir græða. Í Marketing 1.0 snérist allt um vöruna og í Marketing 2.0 snérist allt um viðskiptavininn.

Ég er rétt að verða hálfnaður með bókina. Það sem hún segir er kannski ekkert nýtt og brautryðjandi, en mér finnst hugmyndafræðin er þó gríðarlega áhugaverð og því gaman að kafa dýpra í hana. 

Rafbókin – The Truth About E-mail Marketing eftir Simms Jenkins

truth about e-mail

Þetta er biblía þeirra sem vilja ná árangri með tölvupóst markaðssetningu. Í henni fer höfundur í alla anga hennar, allt frá því hvernig þú átt að stækka póstlistann þinn, yfir í hvernig pósturinn á að líta út og hvað þú átt að segja. Í mínu starfi sé ég meðal annars um að halda utan um netklúbb og þess vegna keypti ég bókina á sínum tíma.

Ég er búinn með svona 3/4 af bókinni en er strax búinn að skrifa 3 blaðsíður af glósum upp úr henni með hugmyndum um eitthvað sem hægt er að nota, breyta og bæta. Ég myndi mæla með henni fyrir alla sem eru að spá í þessum málum, sama hvort þú sért vanur tölvupóstmarkaðssetningu eða ert að prófa þig áfram.

Bókin – Gvendur Jóns – Prakkarasögur úr Vesturbænum eftir Hendrik Ottósson

henrikottoson_gvendurjonsogvidhinir

Þetta er kannski frekar óvænt bók á þessum lista. Ég las allar þessar sögur þegar ég var lítill. Mér hefur alltaf þótt mjög vænt um sögurnar af honum Gvendi Jóns og Vesturbæjargenginu, sérstaklega eftir að mamma sagði mér að hann Bjarni langafi minn hafði þekkt Gvend sjálfan. Það var svo ekki ónýtt að fá að heyra sögurnar frá fyrstu hendi frá honum afa mínum!

Sögurnar af Gvendi Jóns eru stuttar og skemmtilegar. Þær fjalla um prakkarastrik, ævintýri og áflög við strákana hinum enda bæjarins. Þær mála líka skemmtilega mynd af Reykjavík fyrir rúmlega 100 árum þegar borgin var bara lítið þorp. Gvendur og sögurnar af honum eru tilvaldar þegar þarf aðeins að slökkva á hausnum fyrir svefninn.

BÓNUS! Vefsíðan – www.sabotagetimes.com

Ég ákvað að skella síðu sem ég er að elska þessa stundina. Sabotage Times er bresk vefsíða sem á að höfða til karlmanna. Þar er tekin fyrir tíska, tónlist, íþróttir, kvikmyndir og margt annað. Umfjallanir eru flestar vel skrifaðar, pennarnir ískra af breskri kaldhæðni og tónninn á síðunni er svona smá “in your face” sem getur verið alveg gríðarlega skemmtilegur.

Tökum sem dæmi þessa grein um nýju Justin Timberlake plötuna: Justin Timberlake 20/20: The Greatest Pop Album This Century.
Eða The Me Generation: A Celebration of Not Giving A F*ck.
Og svo þessa umfjöllun um David De Gea, markvörð Man Utd: David De Gea: Why United’s Vampire Is Better Than City’s Joe Hart.

Sabotage Times er algjört möst í netrúntinn.

Góðar stundir.

 

Hvað segir þú?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s