Hvernig selurðu plötu?

daftpunk3

Nú er ég spenntur.

Þann 21. maí verður nýjasta plata franska rafdúettsins Daft Punk gefinn út. Gripurinn ber nafnið Random Access Memories og er fyrsta stúdíóplata þeirra Guy-Manuel de Homem Christo og Thomas Bangalter síðan Human after all árið 2005. Þeir hafa þó ekki setið auðum höndum því í millitíðinni hafa fóru þeir á Alive tónleikarferðalegið (besta live plata ever?) og stjórnuðu heilli sinfóníusveit í bland við elektró þegar þeir gerðu tónlistina fyrir myndina Tron: Legacy.

Daft Punk er ein af mínum uppáhaldshljómsveitum. Discovery platan var ein sú mest spilaða á meðan ég var í menntaskóla og hún opnaði í raun glufuna á það að ég fór yfir höfuð að hlusta á danstónlist. Ég er því búinn að fylgjast með Daft Punk lengi þannig ég er alltaf spenntur fyrir nýju efni frá þeim.

Það sem er ennþá skemmtilegra að fylgjast með, fyrir svona nörda eins og mig, er öll markaðssetningin í kringum útgáfuna. Hún er eiginlega case study útaf fyrir sig. Ég hef bara aldrei séð annað eins.

Í febrúar uppfærði Daft Punk heimasíðuna sína og vísuðu á hana á Facebook síðu sveitarinnar. Í kjölfarið trylltist internetið. Daftpunk.com hrundi og Twitter-inn logaði af sögum um að Daft Punk væri að fara að gefa út nýtt efni. Tilkynningin var þó ekki alveg svo stór, heldur voru Frakkarnir tveir að tilkynna að þeir hefðu skrifað undir hjá plötuútgefandanum Colombia. Þetta var 26. febrúar.

daftpunk2

Fljótlega bættust við sjónvarpsauglýsingar í kringum Saturday Night Live þættina. Þær byrjuðu frekar dularfullar en hafa verið að afhjúpa meira og meira varðandi plötuna eftir því sem vikurnar líða.  Svona var fyrsta auglýsingin:

Þann 24. mars fór svo markaðsvélin í gang af alvöru. Þá var tilkynnt nafn á nýrri plötu og vísað á sérstaka slóð – randomaccessmemories.com.

Í kjölfarið fóru að birtast myndbönd á YouTube undir nafninu The Collaborator Series. Þar er talað við hina ýmsu aðila sem koma að plötunni. Þegar þetta er skrifað hafa birst 4 viðtöl við Giorgio Moroder, Todd Edwards, Nile Rodgers og Pharell Williams. Mér finnst Moroder áhugaverðastur enda einn af frumkvöðlum raftónlistar á sínum tíma. Hann vann meðal annars mikið með Donnu Summer.

Þessir þættir hafa dúkkað upp út um allt! Á tónlistarbloggum, fréttasíðum, á Twitter og síðast en ekki síst í fréttaveitunni á Facebook. Eftirvæntingin virðist vaxa með hverju myndbandi.

Nú síðast var stönt á Coachella hátíðinni í Bandaríkjunum, einni stærstu tónlistarhátíð í heiminum. Á milli atriða kviknaði á risaskjánum og 90 sekúndna trailer fyrir plötuna fór í gang. Fólk greip að sjálfsögðu snjallsímana, tók myndir og myndbönd og tjáði sig á netinu og um leið var Daft Punk orðið eitt umtalaðasta efnið á Twitter. Í þessum trailer var listinn af samstarfsmönnum kunngjörður en þar er til dæmis að finna Julian Casablancas, söngvara The Strokes, Giorgio Moroder, Todd Edwards, Nile Rodgers og Pharell Williams sem ég taldi upp áðan, ásamt fleirum. Núna, 5 dögum síðar, er búið að spila þennan trailer 1,5 milljón sinnum!

Það áhugaverða er að það hefur ekki eitt lag lekið út eða farið í spilun. Venjulega senda hljómsveitir frá sér smáskífur til að vekja athygli á nýjum plötum en ekki Daft Punk. Þeir senda bara frá sér smá hluta úr lagi, sem gerir mann alveg brjálaðan af því mann langar að heyra nýtt efni!

En bíðum við. Það sem hefur gerst er að nú eru fjöldinn allur af myndböndum og lögum á netinu þar sem plötusnúðar um allan heim eru búnir að taka þessi litlu brot og mixa saman. Það er ekki hægt að hlusta á heila útgáfu af laginu ennþá, en þú getur hlustað á “hugsanlega” útgáfu. Og á meðan eru allir að tala um Daft Punk!

Það sem þeir hafa líka gert svo rosalega vel eru allir þessir “teaser-ar”. Dularfull auglýsing á besta tíma í bandarísku sjónvarpi. Óvæntur trailer á Coachella. Viðtöl við samstarfsmenn sem lýsa því hversu frábær þessi plata er. Þetta á allt þvílíkan þátt í því að eftirvæntingin eykst og umtalið sömuleiðis. Daft Punk er allsstaðar!

Ég hef allavega sjaldan verið jafn spenntur fyrir nokkurri plötu. Ég er búinn að kaupa vínylinn í forsölu og stafræn útgáfa fylgir með, þannig ég fæ hana strax og hún kemur út. Þangað til getur verður maður bara að bíða eftir næsta þætti af Collaborator Series.

Advertisements
2 comments

Hvað segir þú?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s