Hljómur vorsins

Já ég ákvað að nota dramatískan titil þar sem það er langt síðan ég bloggaði. Datt í hug að það myndi kveikja í fólki og vekja áhuga á að smella á hlekkinn og lesa færsluna.

Hljómur vorsins gæti verið fuglasöngur, hann gæti verið hlátur í börnum sem eru loksins farin að geta leikið sér úti án þess að frjósa í hel, frambjóðendur í kosningaham, eða það gætu verið strákarnir sem spila körfubolta fyrir utan eldhúsgluggann hjá mér á kvöldin.

Nei, eftir hina dimmu og þöglu vetrarmánuði janúar og febrúar er allt í einu farið að lifna yfir plötuútgáfu. Með vorinu fara nefnilega aftur að koma út plötur. Hingað til hafa komið út plötur með nokkrum stórstjörnum. Til dæmis gaf David Bowie út sína fyrstu plötu í 10 ár sem kom skemmtilega á óvart, Depeche Mode kom með frekar slaka plötu og Íslandsvinurinn John Grant gaf út frekar skrítna plötu þar sem John Grant er blandað saman við GusGus.

En það sem ég er að hlusta á þessa dagana er:

The Knife – Shaking the Habitual

Ég var búinn að bíða eftir þessari plötu lengi. Sænsku systkinin í The Knife gáfu síðast út hina stórgóðu Silent Shout árið 2006. Shaking the Habitual kom út í síðustu viku og ég er búinn að renna henni í gegn 3-4 sinnum. Hún er mun þyngri en sú síðasta og svolítið erfið í meltingu. Ég mæli samt með að þú sækir hana því mig langar að heyra skoðun annarra. “A tooth for an eye” var eitt fyrsta lagið sem heyrðist af henni og með fylgdi þetta stórskemmtilega myndband.

Nick Cave & the Bad Seeds – Push the sky away

Hörkugóð plata frá Cave-aranum. Ég er tiltölulega nýbyrjaður að hlusta á Nick Cave enda er það ekki létt verk að demba sér í tónlistarmann sem er með rúmlega 30 ára feril og hefur gefið út fleiri en 15 plötur. Push the sky away er stórgóð plata þar sem farið er yfir allt frá gleðikonunni Bee á Jubilee Street yfir í Higgs boðeindina. Hún er róleg en lög og textar alveg frábærir.

Urban Cone – Our Youth

Urban Cone er sænsk rafpoppsveit sem gaf út sína fyrstu plötu, Our Youth, á síðasta ári. Platan er uppfull af hressu rafpoppi sem alveg smellpassar við hækkandi sól og hlýnandi veður. Urban Cone er eins af þessum hljómsveitum sem þú spilar helst bara á fimmtudögum og föstudögum þegar helgin er nærri. “We should go to France” og “Searching for silence” eru lögin sem þú ættir að leita að á YouTube en líka lagið “Freak”.

Justin Timberlake – The 20/20 Experience

Þessi maður og þessi plata eru efni í heila færslu. Justin er orðinn fullorðinn. Karlinn er búinn að gifta sig og er orðinn fjárfestir. Það vill svo til að tónlistin virðist hafa þroskast með honum. Klúbbahittarar eins og “SexyBack” og “Summer love” eru farnir en í staðinn eru komnar poppballöður eins og “Mirrors” og “That girl”….og ég er að fílaða. Diskurinn er frábær og hefur farið nokkrar ferðir í gegn um heyrnartólin hjá mér á síðustu vikum.

Er ég að missa af einhverju?

Advertisements

Hvað segir þú?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s