Topp 5 2012 – Vonbrigði ársins

Jæja þá er komið að vonbrigðum árins í tónlist. Í flestum eða öllum tilvikum er hér um að ræða plötur sem ég hef beðið lengi eftir og hafa ekki staðið undir þeim væntingum sem ég gerði til þeirra. Í mörgum tilvikum eru það samt fínar plötur sem valda vonbrigðum. Í þeim tilvikum held ég að það sé meira að sakast við mig og mínar væntingar en tónlistarmennina.

1. Sigur Rós – Valtari

valtariJá fyrsta plata á blað er fimmta breiðskífa Sigur Rósar, sú leiðinlegasta til þessa. Ég og margir aðrið voru búnir að bíða eftir þessari plötu lengi og hún olli fullkomnum vonbrigðum. Engu að síður var hún áhugaverður viðsnúningur frá hinni poppuðu Með suð í eyrunum við spilum endalaust. Ég er alltaf fylgjandi því þegar hljómsveitir taka sénsa og breyta um stíl. Í mörgum tilvikum verður það til þess að fyrsti gripurinn í nýja stílnum er algjör hörmung en svo gæti orðið úr áhugaverð samsuða.

Lagið “Varúð” er samt ágætt og hljómaði vel á tónleikunum í Laugardalshöll.

2. The Shins – Port of Morro

port of mororwHér er plata sem ég var búinn að bíða eftir í 5 ár. Indý-kóngarnir í The Shins hafa alltaf átt sérstakan stað í hjarta mínu eftir að ég horfði á myndina Garden State. Fyrir þá sem hafa ekki séð þá mynd, vinsamlegast bætið úr því núna. Fyrsta platan þeirra, Oh Inverted World var alveg frábær og þriðja plata þeirra Wincing the Night Away mjög góð sömuleiðis. James Mercer, aðalforsprakki The Shins hefur líka verið duglegur í augaverkefnum og gaf t.d. út frábæra plötu með Danger Mouse sem hljómsveitin Broken Bells.

Ég var því gríðarlega spenntur fyrir fjórðu plötu The Shins, sem ég hafði beðið eftir í 5 ár. Lagið “Simple Song” fór í spilun nokkru áður og mér fannst það ágætt. Daginn sem platan kom út var hún keypt á Tónlist.is og byrjað að hlusta. Strax frá fyrstu hlustun var hún ekki að gera sig. Það var eitthvað að sem ég gat ekki alveg bent á. Svo kom það, ég fór að heyra lögin af henni á Bylgjunni. Shins eru indý-kóngar Bandaríkjanna. Ef lögin eru orðin það hlustendavæn að Bylgjan getur spilað þau þá er eitthvað í gangi. Kannski er ég bara snobbaður…

3. Mumford & Sons – Babel

babelHér er dæmi um plötu sem ég var ekki viss hvort að ætti heima á listanum yfir vonbrigði ársins. Ég ákvað samt að leyfa þeim að vera með. Það getur verið rosalega erfitt að fylgja eftir frábærri fyrstu plötu. Árið 2010 gáfu Mumford & Sons út þá stórkostlegu plötu Sigh No More. Þegar þú gefur út 10 laga frumburð þar sem öll lögin eru góð þá er erfitt að toppa það. Babel er ágætis plata og er á lista hjá mörgum yfir betri plötur ársins. Hún telur sem vonbrigði ársins hjá mér, en ætli það sé ekki mér og mínum óraunhæfu væntingum að kenna.

4. Muse – 2nd Law

muse 2nd lawÉg held að þetta sé ein leiðinlegasta plata ársins. Hljómurinn á plötunni er út um allt. Það glittir í gamla Muse í lögum eins og “Supremacy” og “Survival” en svo virðast vera áhrif allsstaðar að í öðrum lögum. Það má heyra smá U2 og Queen áhrif, en svo má líka heyra eitthvað af DJ Tiesto í lögum eins og “Follow Me”. Greinilega mikil tilraunastarfsemi í gangi þarna hjá Muse flokknum.

En þrátt fyrir að platan í heildina frekar slæm, þá tek ég þessum tilraunum fagnandi. Ég var orðinn gríðarlega þreyttur á þessu heimsendagauli í Matthew Bellamy og félögum og fannst hljómurinn hjá þeim staðnaður. The Resistance, síðasta plata sveitarinnar, kveikti til dæmis ekkert í mér. Þannig ég vona að tilraunastarfseminni ljúki í frábærri næstu plötu. Ég býð allavega spenntur!

Leyfum Ólympíulaginu sjálfu að fylgja með, enda einn af ljósu punktum plötunnar.

5. Titus Andronicus – Local Business

Local businessHér er plata sem náði ekki að heilla mig. Ég kynntist Titus Andronicus í fyrra og lofaði síðustu plötu þeirra, The Monitor, í hástert þegar ég var að telja upp Topp 5 “Too late” uppgötvanir síðasta árs.

Á Local Business er eins og allur krafturinn sem einkenndi fyrri plötuna sé horfinn. Þetta er engu að síður frekar hresst pönk en það er eins og það vanti einhvern neista. Það er allavega ekkert sem hvetur mann til að hlusta aftur og aftur eins og hin platan gerði.

Advertisements
1 comment

Hvað segir þú?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s