Topp 5 2012 – Comeback ársins

Jæja nú er ekki nema vika eftir af árinu. Flestir miðlar eru búnir að birta sína topplista fyrir árið þannig ég held það sé besta að ég geri það líka. Í fyrra birti ég 4 lista: Topp 5 vonbrigðin 2011, Topp 5  “Too late” uppgötvanir, Topp 5 íslenskar plötur og Topp 5 erlendar plötur.

Listarnir verða með svipuðu sniði í ár, fyrir utan að Topp 5 “Too late” uppgötvanir fá að víkja fyrir Topp 5 Comeback ársins. Sem er einmitt þessi pistlill.

Árið 2012 hefur verið all rosalegt tónlistarlega séð. Ég held ég hafi aldrei hlustað eins mikið á tónlist og einmitt á þessu ári. Ég var að fara í gegn um My Music möppuna í tölvunni minni og hún taldi u.þ.b. 60 plötur! Þetta eru bæði nýjar plötur sem komu út á þessu ári, hljómsveitir sem maður hefur verið að uppgötva og svo eitthvað sem vantaði í safnið inn á milli.

Á hverju ári þá reynir maður að kynnast eins mikið af nýrri tónlist og maður getur. Þess á milli eru alltaf plötur sem maður hlustar reglulega á. Svo eru alltaf einhverjar plötur sem dúkka upp og maður hlustar óvenjulega mikið á. Stundum er það af því þú hittir einhvern sem minnti þig á ákveðið lag, þú heyrðir lag í bíómynd sem dró þig að plötunni og stundum er bara engin leið til að útskýra það. Þessi listi fjallar um þeir plötur sem ég hef einhverntíman hlustað á og skutu sér aftur inn á sjónarsviðið hjá mér á árinu 2012. Listinn er ekki í neinni sérstakri röð.

1. Passion Pit – Manners

Ég hef alltaf hlustað reglulega á Passion Pit. Þeir gáfu út plötuna Gossamer núna í júlí og ég reikna með að það sé ástæðan að Manners fór aftur í spilun. Þetta er plata sem ég hef verið rosalega hrifinn af síðan sumarið 2009. Passion Pit er frá Bandaríkjunum og spilar einhverskonar indí elektró popp sem er alveg hreint frábært. Í stað þess að fjölyrða meira um það ætla ég að láta lagið “Moths Wings” tala sínu máli.

2. Hot Hot Heat – Elevator

Hér er eitt fullkomlega random comeback. Hot Hot Heat var frekar vinsæl hljómsveit þegar ég var í menntaskóla. Myndbandið við lagið “Bandages” var til dæmis alltaf á Skjá Einum. Svo kom út platan Elevator árið 2005, sem var með slögurum eins og “Middle of Nowhere” og “Goodnight Goodnight”. Ég veit ekki hvers vegna þessi plata komst aftur inn á radarinn hjá mér enda skiptir það engu máli. Hot Hot Heat, fyrir þá sem ekki vita, spila hresst gítarrokk. Meðfylgjandi er lagið “Middle of Nowhere”.

3. The Postal Service – Give up

Þessi plata hreinlega öskrar 4. bekkur í MA. Sem er frekar fyndið vegna þess að hún kom út árið 2003, þegar ég var í 1. bekk. The Postal Service stendur saman af 2 mönnum, Ben Gibbard (söngvaranum úr Death Cab for Cutie) og Jimmy Tamborello. Í sumar var ég að þrífa eldhúsið og fékk allt í einu þörf fyrir að hlusta á “Such Great Heights” og í kjölfarið var platan Give Up á repeat hjá mér í nokkrar vikur. Give Up var eina platan sem Postal Service gaf út og hún er algjört meistaraverk.  Lagið sem fylgir með heitir “Nothing Better”.

4. The Knife – Silent Shout

Í vor vorum við að horfa á auglýsingu frá Sony í vinnunni þar sem “Heartbeats” með Jose Gonzalez er undir. Í kjölfarið fórum við að tala um útgáfuna af laginu sem The Knife sungu. Í kjölfarið var platan Silent Shout nefnd sem ein besta elektróníska plata sem hefur verið gefin út. Ég hafði ekki hlustað á The Knife í nokkur ár og fannst tilvalið að rifja upp kynni mín af sænsku systkinunum. Þessi plata kom út árið 2006 og er alveg tryllt. Þau hafa ekki gert plötu síðan en samkvæmt nýjustu fréttum kemur út ný plata í apríl á þessu ári. Lagið “We Share Our Mother’s Health” er inni á öllum mínum partýplaylistum.

5. LCD Soundsystem – Sound of Silver

LCD Soundsystem er uppáhaldshljómsveitin mín. Ég kynntist fyrstu plötunni lauslega í menntaskóla, en varð svo ástfanginn af henni árið 2008 þegar ég fór að hlusta á Sound of Silver. Þriðja platan This is Happening fylgdi mér svo í undirbúningnum fyrir hálfmaraþonið sem ég hljóp sumarið 2010. Ég græt það reglulega að hún sé hætt. Sound of Silver fór í óeðlilega mikla spilun hjá mér í haust eftir að ég horfði á myndina Shut Up and Play the Hits sem er heimildarmynd um lokatónleikana sem James Murphy og félagar héldu fyrir fullu húsi í Madison Square Garden. Myndin er alveg frábær og ég hvet alla til að sjá hana.

Hvað Sound of Silver varðar þá er það besta platan sem LCD Soundsystem gerði. Hún er svo rosalega persónuleg fyrir lagahöfundinn og það skín í gegn í öllum textum. Það eru öll 9 lögin á henni frábær, en “All My Friends” og “Someone Great” eru í sérstöku uppáhaldi.

Jæja þá er fyrsti listinn kominn í hús. Restin ætti að detta inn á milli jóla og nýárs. Fylgist með!

Advertisements
2 comments

Hvað segir þú?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s