Stundum er gaman að þurfa að éta hatt sinn

Það er mjög fyndið þegar maður bítur eitthvað í sig. Stundum myndar maður sér skoðun á einhverju og svo heldur maður eins fast í hana eins og maður getur til þess að lenda ekki í þversögn við sjálfan sig, jafnvel þó maður sé löngu búinn að skipta um skoðun.

retro stefson 2

Ég hef alltaf verið hrifinn af Retro Stefson. Þeir sem hafa farið á tónleika með sveitinni vita að það er ekki hægt að standa kyrr, maður verður hreinlega að dansa. Þau eru svakalega hress og syngja á íslensku, ensku og spænsku – allt í bland. Plöturnar þeirra hafa reyndar aldrei kveikt neitt sérstaklega í mér, enda er þetta hljómsveit sem plummar sig lang best á sviði, tala nú ekki um þegar “Killing in the name of” riffið hljómar inn á milli í lögunum hjá þeim.

Þegar nýja platan með Retro Stefson kom út þá fussaði ég og sveiaði. Ég sagði að mér þætti þetta hundleiðinleg plata, langaði ekkert til að hlusta á hana, Retro Stefson væru bara skemmtileg live, fyrsta smáskífan Qween væri ekkert spes, ég saknaði gamla hljómsins, skyldi ekki af hverju allir væru að missa sig yfir þessu Glow myndbandi og ég veit ekki hvað og hvað.

Svo gerðist eitthvað.

Ég held það hafi gerst með nýjustu smáskífunni, Julia. Allt í einu var ég farinn að syngja það lag þegar ég mætti í vinnuna á morgun, enda er Ómar á X-inu frekar duglegur við að spila það. Það lag opnaði dyrnar að plötunni. Ég er búinn að vera með hana á repeat núna síðustu 2 daga og ég er alveg háður því platan er alveg frábær!

Hljómurinn er orðinn þroskaðri og búið er að búa til sterka blöndu af suðrænni danstónlist frá Stefánssonum og elektrópoppi frá Hermigervli. Textarnir eru líka þroskaðri, fjalla um stelpur (syngja ekki allir alvöru listamenn um stelpur) og ástina í lögum eins og Qween og Miss Nobody og svo um það að verða fullorðinn, t.d. í laginu Time. Þá má líka heyra gamla Retro Stefson hljóma í lögum eins og (o)Kami.

Umslagið framan á plötunni er rosalega flott. Myndirnar eru teknar af Ara Magg og hannaðar af Halla Civelek. Platan er seld í 7 mismunandi eintökum, með mynd af hverjum meðlimi hljómsveitarinnar. Allar myndirnar fylgja með þegar þú kaupir plötuna, en þú getur þá skipt um mynd ef þú verður leiður á einni. Allar myndirnar má skoða á Facebook síðu hljómsveitarinnar.

Mig langar að biðja ykkur afsökunar á því að hafa talað niður plötuna ykkar í fyrstu. Eftir að hafa hlustað á hana núna síðustu daga þá er þar kominn sterkur kandídat á topplista ársins. Til hamingju með frábæra plötu.

Sjáumst 30. desember!

Advertisements

Hvað segir þú?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s