Nöfn fyrirtækja

Prófin eru byrjuð hjá flestum ef ekki öllum háskólanemum. Sjálfur er ég bara að fara í tvö próf, en þau hitta bæði á sama daginn. Ýkt óheppinn.

En í öllum lestrinum þá datt ég inn á frekar áhugaverða glæru úr áfanganum Vörumerkjastjórnun sem snéri að því hvernig á að snúa sér þegar velja á nafn á fyrirtæki eða vörumerki.

glæra

Þetta eru semsagt viðmið þegar kemur að því að velja nöfn. Ef þú fylgir þessum einföldu viðmiðum þá ættirðu að finna gullið nafn sem tryggir þér árangur. Þú getur haft nafnið lýsandi fyrir starfsemina, leiðandi þar sem dregin er fram ákveðið virði eða virkni, haft það samsett úr tveimur orðum – oft óvenjulegum, klassísk og byggð á latínu eða grísku, notað raunveruleg orð sem hafa enga augljósa tengingu við fyrirtækið eða sett saman falleg orð sem hafa auglósa merkingu.

Já kæri lesandi, það er von að þú klórir þér í hausnum. Samkvæmt fræðunum getur nafnið í raun hvað sem þú vilt og það er engin raunverulegt ferli sem þú þarft að fara í gegn um til að ákveða nafn.  Það eina sem þarf að passa er að það sé auðvelt að muna það.

Mitt ráð er að velja nokkur nöfn sem þér finnst passa vel við þína hugmynd. Svo skalltu opna netvafra (browser), opna Google og slá inn þau nöfn sem þú ert að skoða. Þetta er sérstaklega mikilvægt ef þú hyggst fara eitthvað út fyrir landsteinana. Ástæðan fyrir því að það er mikilvægt að gúggla er:

1. Til að athuga hvort einhver annar sé að nota nafnið.
2. Þú vilt vita hvort það sé einhver slæm tenging sé við orðið sem þú valdir. Ef þú ætlaðir að skýra fyrirtækið þitt Santorum til dæmis þá myndirðu annað hvort fá upp upplýsingar um fyrrum forsetaframbjóðanda í Bandaríkjunum, eða upplýsingar um eitthvað annað mjög slæmt. Prófaðu bara að slá “Santorum” inn í Google.
3.  Þú vilt líka vita hvort orðið þýði eitthvað neikvætt á öðrum tungumálum. Chevrolet Nova náði til dæmis aldrei vinsældum í Suður-Ameríku vegna þess að “no va” þýðir “gengur ekki”. Það vill enginn kaupa bíl sem gengur ekki

Besta dæmi í heiminum um mann sem hefði átt að nota Google áður en nafnspjöldin voru prentuð er auðvitað hann Tobias Funke úr Arrested Development. Hann var bæði menntaður “analysist” og “therapist”. Þegar þú setur þessi 2 orð saman kemur út “analrapist”. Þarna hefði nú verið gott að gúggla áður en farið var af stað!

Advertisements
3 comments
 1. Góðar pælingar, ég einmitt var að hugsa þetta um daginn þegar ég rakst á Íslenskt fyrirtæki sem var ekki alveg búið að vinna heimavinnuna sína þegar það kom að því að velja nafn. Er að velta fyrir mér hvort það sama fyrirtæki hafi veit þér andblástur í þessari grein.

  En það er alltaf mjög mikilvægt skref að velja sér nafn sem passar við fyrirtækið og gott að taka sér góðan tíma í það og rannsaka það vel.

  Ég er hræddur um að nafn núverandi fyrirtækis míns passar ekki beint inn í neinn af þessum flokkum sem þú nefnir hér að ofan en við lentum þó í skondnu atviki stuttu eftir að við fórum af stað vefsíðuna þegar við rákumst á þessa vefsíðu http://bungalo.org/. Þetta hafði nú samt engin raunveruleg áhrif á það sem við vorum að gera en okkur fannst þetta samt dálítið skondið.

 2. Hjalti R said:

  Haha þú hefur ekkert reynt að kaupa það lén? 🙂

  En hvað þitt fyrirtæki varðar þá myndi ég setja það í flokkinn “descriptive”. Bungaló dregur af enska orðinu “bungalow” sem þýðir bústaður á einni hæð, samkvæmt Dictionary.com. Síðast þegar ég gáði fellur það nákvæmlega við það sem þú gerir Haukur!

 3. Jú það er kannski rétt hjá þér Hjalti, skarpur eins og alltaf 🙂

Hvað segir þú?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s