Seth Godin

Ég á í “love-hate” sambandi við Seth Godin. Ég veit ég hef lýst yfir aðdáun minni á honum svo fólk heyri, en svona er það. Stundum finnst mér hann vera frábær, enda fær maðurinn snilldar hugmyndir sem slá í gegn. Á hinn bóginn fer hann oft alveg gríðarlga í taugarnar á mér. Kannski er það af því hann er vinsæll. Litli bróðir minn segir að ég sé hipster og láti allt sem verður vinsælt fara í taugarnar á mér.

En við skulum vera jákvæð. Þar sem Seth vinur okkar er jú að koma til landsins á fimmtudaginn fannst mér tilvalið að vísa í nokkra hluti sem kappinn hefur skilað af sér. Ég er búinn að lesa nokkrar bækur eftir hann. Þær hafa allar þann kost að vera stuttar og auðlesnar. Helsti ókosturinn við þær allar er hins vegar alltaf sá sami. Seth Godin er nefnilega bloggari en ekki rithöfundur, þrátt fyrir að hafa gefið út fjölda bóka. Hann á það til að segja þér frá aðalhugmyndinni á fyrstu 40 blaðsíðunum, og eyðir síðan næstu 60 í að rökstyðja hana með dæmum. Svona eins og hann sé að reyna að teygja lopann til að ná upp í bók. En það sem Seth hefur er að hann er óþrjótandi heili og er alltaf að fá nýjar hugmyndir.

Internethetja

Hann heldur úti bloggi á vefsvæðinu http://sethgodin.typepad.com/ og setur inn færslu á hverjum degi. Ég kalla það metnað. Bloggið hans er lesið af fólki út um allan heim, og einhversstaðar las ég að þetta væri eitt af 10 mest lesnu bloggum í heimi! Það sem merkilegt er að bloggið er frekar frumstætt. Þemað er frekar gamaldags, það er ekki hægt að kommenta og samfélagshnapparnir líta út eins og þeim hafi verið troðið inn. Það er hins vegar efnið sjálft sem dregur að og hver einasta færsla fær nokkur hundruð like.

Bækurnar

Eins og ég sagði þá hefur hann skrifað fjölda bóka sem hafa margar hverjar selst eins og heitar lummur. Mínar uppáhalds eru:

Purple Cow – Þetta er bókin sem Seth mun byggja fyrirlestur sinn á í Háskólabíó á fimmtudaginn. Í stuttu máli fjallar Purple Cow um það hvernig þú átt að standa út úr fjöldanum til að vinna til þín viðskiptavini. Hugmyndin er einföld, einbeittu þér að ákveðnum markhópi og gerðu eitthvað öðruvísi með þitt vörumerki og láttu taka eftir þér. Annars munt þú aldrei ná árangri. Þetta er týpísk Seth Godin bók sem byrjar af krafti en fjarar svo út eftir því sem líður á bókina. Einkunn: 3/5

Tribes: We need you to lead us – Þessi bók er líka mjög áhugaverð. Þar tala höfundurinn um muninn að stjórna (e. manage) og leiða (e. lead). Leiðtogar sætta sig ekki við óbreytt ástand og halda af stað með breytingar í huga. Fólk safnast saman á bakvið leiðtoga vegna þess að það trúir á hann og hugmyndina sem hann ber með sér. Eitt besta dæmið sem við höfum séð síðustu ár hér á landi er Besti flokkurinn, sem byrjaði sem hugarfóstur Jóns Gnarr en varð síðan að fylkingu sem tryggði sér meirihluta í Reykjavík. Nánar má lesa um Tribes í færslunni Seth Godin og fylkingar sem ég skrifaði fyrir réttu ári síðan. Einkunn 3/5.

All Marketers Are Liars – Þetta er uppáhalds bókin mín eftir Seth Godin, hún snerti einhverja taug í mér. Markaðsfólk er svo upptekið af staðreyndum, af hverju þeirra vara er betri heldur en vara samkeppninnar. Þegar allt kemur til alls þá er það sagan sem þú segir sem skiptir máli. Hvað gerir varan fyrir þig? Ímyndaðu þér að þú sért að selja myndavél. Ertu að selja megapixla og shutterspeed? Kannski þegar þú talar við sérfræðinga. En hinum almenna Jóni er alveg sama um það. Hann vill bara nota myndavélina til að fanga augnablikið þegar sonur hans skorar fyrsta markið fyrir Breiðablik. Málaðu þá mynd upp og myndavélin er seld. Nánar um All Marketers Are Liars má lesa í færslunni Segðu sögur. Einkunn: 4,5/5

Fyrirlesari

Seth Godin er gríðarlega vinsæll fyrirlesari um allan heim. Hann er meira að segja svo vinsæll að hann hefur verið beðinn um að tala á TED, ekki einu sinni heldur tvisvar! Fyrst árið 2003 þegar hann talaði um hvernig hugmyndir dreifast og hversu mikilvægt það er að standa upp úr. Hann hélt þennan fyrirlestur þegar hann var að fylgja eftir Purple Cow bókinni.

Þessi TED fyrirlestur sem hann hélt í kjölfarið af útgáfu Tribes. Þetta var það fyrsta sem ég sá eftir Seth Godin og kveikti áhuga minn. Á þessum 17 mínútum neglir hann nákvæmlega niður hver aðal hugmyndin í Tribes er. Fyrsta dæmisagan er frábær og veitir manni mikinn innblástur.

Þeir sem verða í Háskólabíó á fimmtudaginn eiga örugglega von á skemmtilegum morgni. Seth talar frá klukkan 9 til 10:30 en svo fylgja á eftir George Bryant frá Brooklyn Brothers í London og Magnús Scheving. Ég á ennþá eftir að ákveða hvort ég fer. Mér finnst verðið vera frekar hátt (30.000 kr) fyrir hálfan dag, en hins vegar kostar auðvitað að ferja stjörnur til landsins.

Vonandi getur þessi pistill hitað upp fyrir daginn.

Eru einhverjar bækur sem eiga heima þarna inni frekar en þær sem ég minntist á?

1 comment
  1. Russell. said:

    Hann er snillingur. Takk kærlega fyrir þetta. Russell.

Hvað segir þú?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s