Mitt blóð er rautt og svart

Það er svolítið fyndið að þegar maður er að skoða hvað er að gerast í auglýsingaheimum þá virðist maður eingöngu horfa til Bandaríkjanna. Jú, það er alveg rétt að Bandaríkin eru land auglýsinganna og þar finnur maður gríðarlega mikið af flottu efni. En það er ýmislegt gríðarlega flott að gerast útum allan heim sem hægt er að finna ef maður leitar. Í kvöld rambaði ég á rosalega flotta herferð sem unnin var í borginni Salvador í Bahia héraði í Brasilíu sem ber nafnið “Me sangue é rubro-negro” sem þýðist sem “Mitt blóð er rautt og svart.

Salvador, Brasilíu

Það er allt of sjaldgjæft í Brasilíu að fólk gefi blóð. Talið er að aðeins um 2% landsmanna gefi blóð, en Alþjóða Heilbrigðisstofnunin (WHO) mælist til að það hlutfall sé a.m.k. 3%. Þess vegna fóru yfirvöld í Bahia í samstarf með Vitoría, til að reyna að auka blóðgjöf.

Í Brasilíu elska allir fótbolta eins og kunnugt er. Stærsta liðið í Bahia héraði er Vitoría sem er einn elsti klúbbur í Brasilíu, en þrátt fyrir að spila í annarri deild hann hefur alið af sér stórstjörnur eins og Bebeto, Hulk og David Luiz.

Alla sína tíð hefur liðið leikið í röndóttum, rauðum og svörtum treyjum og eru það einkennislitir liðsins. Einn daginn stigu leikmenn þess út á völlinn og þá voru rauðu rendurnar horfnar og hvítar komnar í staðinn. Ímyndið ykkur hversu mikið það hefur látið fótboltabullurnar stoppa, nudda augun og horfa aftur. Liðið bara búið að skipta um lit? Hvernig ætli því væri tekið ef Manchester United stigi út á Old Trafford í einhverju öðru en rauðu.

En liturinn snéri aftur. Eftir því sem fleiri gáfu blóð  þá bættust rauðu rendurnar við að nýju. Fyrst ein á botni treyjunnar og svo koll af kolli eins og væri verið að fylla mæliglas. Þetta vakti gríðarlega athygli og þegar átakið kláraðist hafði orðið 46% aukning í blóðgjöfum. Söfnunin vakti líka athygli um alla Brasilíu og varð aukning í blóðgjöfum um alla Brasilíu. Þar að auki var fjallað um herferðina í fjölmiðlum víða um heim.

Þetta er klassískt dæmi um hvernig hægt er að stíla beint inn á tilfinningar með auglýsingu. Með því að breyta litnum þá voru forsvarsmenn herferðarinnar að koma við eitthvað sem snerti alla aðdáendur liðsins djúpum böndum og það besta er að tilgangurinn var að vekja athygli á verðugu málefni. Þar að auki var þetta frábær “út fyrir kassann” hugsun, og fékk fólk til að láta fólk taka þátt og láta gott af sér leiða þar sem auglýsingin fólst í gjörningnum sjálfum. Umtalið og umfjöllunin kom svo í kjölfarið vegna þess að hann var flottur og óhugaverður.

Advertisements

Hvað segir þú?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s